- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir heiðraður með gullmerki FH

Gísli Þorgeir Kristjánsson Evrópumeistari í handknattleik með þýska liðinu SC Magdeburg og landsliðsmaður í handknattleik var á dögunum veitt gullmerki FH, uppeldisfélags síns. Tilefnið var það helst að Gísli Þorgeir var valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í júní...

Bæði lið eiga eftir að verða mikið betri

„Á köflum var þetta ágætur leikur en það er einnig ljóst að bæði lið eiga eftir að verða betri þegar á tímabilið líður. Margir leikmenn beggja liða eru meiddir og voru ekki með að þessu sinni,“ sagði Ágúst Þór...

Það er stutt fyrir mig að fara á æfingar

„Ég mæti á eina og eina æfingu til þess að fá útrás og svo ég sé ekki með læti heima,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fyrrverandi landsliðskona glöð í bragði í samtali við handbolta.is í gær eftir að hún lék...

Handkastið: Hefðum viljað fá fleiri í sumar

„Við hefðum viljað bæta við okkur fleiri leikmönnum í sumar og eru svo sem ennþá að leita,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson nýr þjálfari KA þegar Arnar Daði Arnarsson einn umsjónarmanna Handkastins spurði hann hvort til stæði að styrkja lið...
- Auglýsing-

Molakaffi: Tumi Steinn, Sveinbjörn, Hildur, Jón Karl, Pilpuks

Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar hans í Coburg töpuðu naumlega í heimsókn til Lübeck-Schwartau, 30:29, í fyrstu umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld. Mikill darraðadans var stigin á síðustu sekúndum þegar Tumi Steinn og félagar freistuðu...

Frábær byrjun hjá Andreu í dönsku úrvalsdeildinni

Landsliðskonan í handknattleik, Andrea Jacobsen, fór vel af stað með nýju liði sínu, Silkeborg-Voel, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hún skoraði fimm mörk og varð næst markahæst í liðinu þegar það vann Ringkøbing Håndbold, 36:26, á heimavelli í fyrstu...

Halldór Jóhann hafði betur í uppgjöri íslensku þjálfaranna

Halldór Jóhann Sigfússon hafði betur í uppgjöri íslensku handknattleiksþjálfaranna í fyrsta leik dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Lið Halldórs Jóhanns, Nordsjælland, vann TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar með eins marks mun, 33:32, á heimavelli, Nordsjælland var fjórum mörkum...

Daníel og Oddur fóru kátir heim frá Wuppertal

Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson voru kátir þegar þeir gengu af leikvelli í kvöld eftir sigur nýliða Balingen-Weilstetten í heimsókn til Bergischer HC í Uni-Halle í Wuppertal í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:27. Þetta var fyrsti sigur...
- Auglýsing-

Hákon Daði færir sig um set innan Þýskalands

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson samdi í dag við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen sem leikur í næst efstu deild. Keppni í 2. deild hófst í kvöld en Hagen á leik á morgun á heimavelli gegn Bietigheim. Standa jafnvel vonir til...

Valsliðið hrósaði sigri í Meistarakeppni HSÍ

Valur vann ÍBV í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik kvenna í Origohöllinni í kvöld, 30:23, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Í Meistarakeppninni mætast Íslands- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar og slá tóninn fyrir komandi keppnistímabili....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18329 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -