- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Baldur er fyrsti markakóngur ÍR í áratug – fetar í fótspor föður síns

Baldur Fritz Bjarnason, ÍR, markakóngur Olísdeildar karla, í leiknum við FH í gærkvöld. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason er markakóngur Olísdeildar karla í handknattleik leiktíðina 2024/2025. Hann skoraði 211 mörk í 22 leikjum, eða 9,6 mörk að jafnaði í leik samkvæmt tölfræðiveitunni HBStatz. Baldur skoraði 52 mörk úr vítaköstum. Heildarskotnýting var 58,1%. Næstir á eftir eru Reynir Þór Stefánsson, Fram, og Gróttumaðurinn Jón Ómar Gíslason með 159 mörk hvor.

Fyrsti í áratug

Baldur Fritz er fyrsti ÍR-ingurinn í 10 ár sem verður markakóngur Olísdeildar karla. Áratugur er liðin síðan Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR, skoraði flest mörk allra í deildinni, 168 mörk. Árið áður var annar ÍR-ingum markakóngur, Sturla Ásgeirsson. Sturla skoraði 136 mörk.

Í fótspor föður síns

Um leið fylgir Baldur Fritz í fótspor föður síns, Bjarna Fritzsonar, sem varð markakóngur Olísdeildar 2010 þá sem leikmaður FH með 149 mörk. Tveimur árum síðar var Bjarni á ný markakóngur með 163 mörk, þá sem leikmaður Akureyrar handboltafélags.

Baldur Fritz Bjarnason sækir að vörn FH í gær. Hann skoraði 10 mörk í leiknum. Ljósmynd/J.L.Long

KA-menn síðustu fjögur ár

KA hefur átt markakóng Olísdeildar fjögur síðustu ári á undan. Einar Rafn Eiðsson skoraði flest mörk í deildinni leiktíðirnir 2022/2023 og 2023/2024. Þar áður skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson, KA, flest mörk leikmanna Olísdeildar og tímabilið 2020/2021 skoraði Árni Bragi Eyjólfsson, KA, manna mest.

Hlekkur á samantekt yfir markahæstu leikmenn Olísdeild karla er að finna fyrir neðan listann yfir markahæstu leikmenn tímabilsins sem lauk í gær.

Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2024/2025:

Baldur Fritz BjarnasonÍR211/52
Reynir Þór StefánssonFram159/2
Jón Ómar GíslasonGróttu159/47
Birgir Steinn JónssonAftureldingu143/30
Bernard Kristján DarkohÍR138/0
Skarphéðinn Ívar EinarssonHaukum136/1
Dagur Árni HeimissonKA132/4
Úlfar Páll Monsi ÞórðarsonVal130/46
Björgvin Páll RúnarssonFjölni124/42
Jóhannes Berg AndrasonFH120/0
Ihor KopyshynskyiAftureldingu106/5
Leó Snær PéturssonHK104/18
Daniel Esteves VieiraÍBV104/0
Einar Rafn EiðssonKA102/42
Blær HinrikssonAftureldingu102/3
Ásbjörn FriðrikssonFH101/27
Ívar Logi StyrmirssonFram98/29
Sigtryggur Daði RúnarssonÍBV97/24
Bjarni í SelvindiVal96/2
Sigurður Jefferson GuarinoHK94/0
Hans Jörgen ÓlafssonStjörnunni94/0
Össur HaraldssonHaukum92/3
Rúnar KárasonFram88/1
Tandri Már KonráðssonStjörnunni87/34
Hjörtur Ingi HalldórssonHK85/0

Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2020/2021.

Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2021/2022.

Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2022/2023.

Markahæstur leikmenn Olísdeildar karla 2023/2024.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -