Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson bætti í gær 22 ára gamalt markamet Halldórs Ingólfssonar, Haukum, í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ. Benedikt Gunnar skoraði 17 mörk þegar Valur vann ÍBV, 43:31, úrslitaleik Powerade-bikars karla í Laugardalshöll.
- Fyrra met, 14 mörk, setti Halldór þegar Haukar unnu Fram í úrslitaleik bikarsins í Laugardalshöll 16. febrúar 2002, 30:20.
- Arnór Atlason, KA, var nærri búinn að jafna met Halldórs tveimur árum síðar þegar hann skoraði 13 mörk í öruggum sigri KA á Fram, 31:22, í Laugardalshöll 28. febrúar 2004.
- Agnar Smári Jónsson, samherji Benedikts Gunnars í úrslitaleiknum í gær, skoraði 12 mörk fyrir ÍBV í sigri á Fram 10. mars 2018, 35:27.
Tólf leikmenn hafa skoraði 10 mörk eða fleiri í úrslitaleik bikarkeppninnar í karlaflokki frá árinu 1974:
2024: Benedikt Gunnar Óskarsson, Val, 17 mörk.
Valur – Haukar, 43:31.
2002: Halldór Ingólfsson, Haukum, 14 mörk.
Haukar – Fram, 30:20.
2004: Arnór Atlason, KA, 13 mörk.
KA – Fram 31:23.
2018: Agnar Smári Jónsson, ÍBV, 12 mörk.
ÍBV – Fram, 35:27.
1995: Patrekur Jóhannesson, KA, 11 mörk.
KA – Valur, 27:26.
1996: Róbert Julian Duranona, KA, 11 mörk.
KA – Vikingur, 21:18.
2000: Gunnar Berg Viktorsson, Fram, 11 mörk.
Fram – Stjarnan, 27:23.
1989: Héðinn Gilsson, FH, 10 mörk.
Stjarnan – FH 20:19.
1999: Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu, 10 mörk.
Afturelding – FH 26:21.
2003: Ólafur Víðir Ólafsson, HK, 10 mörk.
HK – Afturelding, 24:21.
2017: Josp Joric Gric, Valur, 10 mörk.
Valur – Afturelding, 25:22.
2023: Ihor Kopyshynskyi, Aftureldingu, 10 mörk.
Afturelding – Haukar 28:27.
Sigmundur Ó. Steinarsson ([email protected]) og Ívar Benediktsson ([email protected]) tóku saman.