- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgvin Páll lætur kné fylgja kviði og ritar IHF bréf

Björgvin Páll Gústavsson markvörður t.v. á EM í fyrra. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson markvörður og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik settist niður og ritaði bréf til Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, þar sem hann mótmælir harðlega reglum sem settar hafa verið um covidpróf og sóttkví á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem stendur fyrir dyrum.


Með bréfaskriftunum fylgir Björgvin Páll eftir mótmælum sem hann sendi á Twitter í gær og beindi að IHF þar sem hann spurði hvort ætlunin væri að eyðileggja íþróttina með þessum reglum.

Vísar í Mannréttindasáttmála Evrópu

Í bréfi sínu til IHF segist markvörðurinn þrautreyndi ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði neyddir i sóttkví greinist þeir smitaðir af covid meðan HM stendur yfir. Vísar Björgvin Páll til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu.

Afrit af bréfi Björgvins Páls til IHF má sjá hér fyrir neðan en hann birti það m.a. á Twitter.

Eins og stökkva vatni á gæs

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að mótmælt hafi verið reglum IHF frá því að þær komu fram m.a. í samstarfi við aflmiklar handknattleiksþjóðir. Mótmælin hafi verið eins og stökkva vatni á gæs og ekki skilað nokkrum árangri.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -