- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Breyting á boltastærðum – Af hverju að breyta því sem virkar?

- Auglýsing -

Aðsend grein
Birkir Guðsteinsson er þjálfari 5. og 6. flokks kvenna hjá Fjölni í Grafarvogi.
[email protected]

Nú horfum við fram á að búið er að taka í gildi breytingar á boltastærðum hjá yngri flokkum félagsliða á vegum HSÍ. Tímasetningin er sérstök og eru félög, foreldrar og iðkendur að takast á við breytinguna með stuttum fyrirvara, en það er annað mál. Þetta eru breytingar sem breyta íþróttinni töluvert hjá ákveðnum yngri flokkum.

Kvennamegin

Mig langar að skoða breytingarnar kvennamegin sérstaklega, þar sem að ég er meira involveraður í þjálfun á kvennaflokkum sem stendur.

Breytingarnar

12 – 13 ára – 5. flokkur verða með boltastærð 0, áður 1

Ég persónulega tel þessa ákvörðun nokkuð góða þar sem ekki er notað harpix í þessum aldursflokki og þetta verður til þess að leikmenn munu eiga auðveldara með að ná taki á boltanum og skottæknin breytist þá lítið frá 6. yfir í 5. flokk. Aðlögun í stærri bolta kemur seinna með þessum breytingum.

14 – 15 ára – 4. flokkur verður með boltastærð 1, áður 2 (áfram með harpix)

Hvað er verið að hugsa þarna? Iðkendur verða í 2 ár með boltastærð 1. Jú, skot- og kasttæknin breytist, þú þarft að venja þig við að kasta boltastærð 1 með harpixi og tveimur árum síðar með boltastærð 2. Hvers vegna er verið að breyta þessu í þessum flokki? Ég held að þessi breyting verði til þess að það muni taka iðkenndur lengri tíma til að aðlagast t.d. í meistaraflokki. 4. flokks leikmenn fá oft sín fyrstu tækifæri í meistaraflokki.

Eru þessar breytingar studdar við nákvæmar rannsóknir? Eða erum við bara að gera þetta því að önnur lönd eru að gera breytingar?

Ég væri til í svör og góðan rökstuðning, ekki bara „við ætlum að prófa þetta.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -