Þýska liðið Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með, verður í B-riðli Evrópudeildarinnar þegar keppni hefst 10. og 11. janúar. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og var Blomberg-Lippe í öðrum...
„Þeir voru með nítján tapaða bolta í leiknum, einu sinni töpuðu þeir boltanum fimm sekúndum eftir leikhlé. Það stóð bara ekki steinn yfir steini,“ segir Einar Ingi Hrafnsson sérfræðingur Handboltahallarinnar um leik ÍBV og öll þau axarsköft sem leikmenn...
Benedikt Emil Aðalsteinsson hefur reynst færeyska úrvalsdeildarliðinu KÍF í Kollafirði happafengur eftir að hann kom til félagsins frá Víkingi í síðasta mánuði. Benedikt Emil átti stórleik í gærkvöld þegar KÍF og Kyndill skildu jöfn í riðlakeppni færeysku bikarkeppninnar, 33:33....
Ellefta umferð Olísdeildar karla í handknattleik hófst í gærkvöld með viðureign ÍR og FH í Skógarseli. FH vann öruggan sigur og færðist upp í fjórða sæti deildarinnar. FH fór einu stigi upp fyrir KA sem mætir Þór í kvöld...
Ísak Steinsson varði sex skot, 30%, þegar Drammen vann nauman sigur á Halden á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Halden var yfir í hálfleik, 16:12. Ísak og félagar bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og tókst...
Barcelona heldur áfram að elta Magdeburg í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Barcelona vann franska meistaraliðið PSG í París í kvöld, 30:27, og hefur þar með 14 stig þegar átta viðureignum er lokið. Magdeburg er tveimur stigum á eftir....
Daníel Freyr Andrésson átti stórleik í marki FH þegar liðið vann öruggan sigur á ÍR, 33:25, í upphafsleik 11. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Skógarseli í kvöld. Daníel Freyr varði 22 skot, annað hvert skot sem á mark...
Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu áttunda leik sinn í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í kvöld. Liðið er efst í B-riðli keppninnar með 16 stig eftir leikina átta eftir öruggan sigur á RK Zagreb, 43:35, í höfuðborg Króatíu í kvöld.
Ómar...
Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands
Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur ráðið Sólveigu Jónsdóttur í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Sólveig tekur við af Róberti Geir Gíslasyni og hefur hún störf í upphafi árs 2026. Sólveig hefur starfað sem framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands síðustu tíu ár....
Skjótt skipast veður í lofti hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig sem Blær Hinriksson leikur með. Stjórnendur félagsins ráku í dag Spánverjann Raul Alonso sem þjálfað hefur liðið síðustu fjóra mánuði. Alonso var kallaður til starfa hjá Leipzig í júlí frá...
Kvennalandsliðið æfir hér heima fram á fimmtudagskvöld en það fer til Færeyja daginn eftir og leikur vináttuleik við færeyska landsliðið í Þórshöfn á laugardaginn. Á sunnudaginn eftir verður sameiginleg æfing hjá landsliðunum. Haldið verður til Þýskalands á mánudaginn en...
Ómar Darri Sigurgeirsson hefur slegið í gegn hjá FH í vetur um leið og ábyrgð hans hefur vaxið jafnt og þétt. Ómar Darri skoraði átta mörk gegn KA í síðustu viku og verður í eldlínunni með samherjum sínum í...
Stórleikur FH-ingsins Garðars Inga Sindrasonar gegn KA varð til þess að hann var valinn leikmaður 10. umferðar Olísdeildar karla þegar sérfræðingar Handboltahallarinnar gerðu upp umferðina í vikulegum þætti sínum í sjónvarpi Símans. Garðar Ingi skoraði 13 mörk í 13...
Sara Dögg Hjaltadóttir úr ÍR er í fimmta sinn í úrvalsliði umferðarinnar hjá Handboltahöllinni en sérfræðingar þáttarins völdu að vanda lið umferðinnar í síðasta þætti á mánudag þegar 9. umferð Olísdeildar kvenna var gerð upp. Sara Dögg var auk...
Ellefta umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með einni viðureign. ÍR og FH mætast í Skógarseli í Breiðholti klukkan 19. ÍR-ingar eru neðstir í deildinni með þrjú stig eftir 10 leiki. FH situr í fimmta sæti með 11 stig...