- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Myndasyrpa: Ísland – Sviss, 38:38

Eins og kom fram fyrr í dag gerði íslenska landsliðið jafntefli við Sviss, 38:38, í þriðja og næstsíðasta leik sínum á Evrópumóti karla í Malmö Arena í dag. Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var að vanda á leik Íslands í dag. Hér...

Dagur kom Króötum á toppinn

Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, tyllti sér á topp milliriðils 2 á Evrópumóti karla með því að leggja nágranna sína í Slóveníu að velli, 29:25, í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Króatía er með sex stig á...

„Gríðarlega svekkjandi og algjör óþarfi“

„Við vorum búnir að vinna okkur til baka og eigum yfirtölu í síðustu sókninni, sem við leysum ekki nógu vel,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við handbolta.is eftir svekkjandi jafntefli Íslands við Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í...
- Auglýsing -

„Við vorum ógeðslega lélegir“

„Þetta eru gífurleg vonbrigði frá A til Ö. Varnar- og sóknarlega var þetta ekki nógu gott,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við handbolta.is eftir jafntefli Íslands gegn Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í Malmö í Svíþjóð í...

Varnarlaust íslenskt landslið – möguleikinn á undanúrslitum fjarlægist

Íslenska landsliðið í handknattleik var nánast varnarlaust í dag þegar það tókst með erfiðismunum að ná jafntefli við Sviss, 38:38, í þriðja og næstsíðasta leiknum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Malmö Arena. Varnarleikurinn var lengst af enginn frá...

Sleit krossband öðru sinni

Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, varð fyrir því mikla óláni að slíta krossband í hné í annað sinn á ferlinum og verður því frá keppni næsta árið eða svo. Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA/Þórs staðfesti ótíðindin í samtali við Handkastið. Rakel...
- Auglýsing -

Óbreytt lið þriðja leikinn í röð

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik heldur sig við óbreytt lið í dag gegn Sviss frá tveimur síðustu viðureignum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu. Andri Már Rúnarsson er áfram utan hóps og Elvar Ásgeirsson hefur ekki verið skráður til leiks. Hópur...

Sylvía Björt hefur ákveðið að ganga til liðs við FH

Sylvía Björt Blöndal hefur gert tveggja ára samning við FH og gengur til liðs við félagið fyrir næsta keppnistímabil. Sylvía, sem er 24 ára rétthent skytta, kemur til FH frá Danmörku þar sem hún hefur spilað handbolta meðfram meistaranámi....

„Mér finnst landslið Sviss vera frábært“

„Mér finnst landslið Sviss vera frábært,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik um andstæðing íslenska landsliðsins í handknattleik í leik dagsins. „Þeir hafa sýnt á sér tvær hliðar á þessu móti en þegar þeir hafa náð sínum leik...
- Auglýsing -

Erum komnir í forréttindastöðu á mótinu

„Fram undan er næsti úrslitaleikur hjá okkur. Við erum komnir í þá forréttindastöðu að komast í úrslitaleik og erum mjög peppaðir og spenntir fyrir leiknum við Sviss,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik fyrir viðureign dagsins við Sviss...

Óvissa ríkir um fjölda Íslendinga í dag

Óvissa ríkir um hversu margir íslenskir stuðningsmenn verða á viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena. Talið er víst að þeir verði færri en í viðureigninni við Svía á sunnudagskvöld en þá var talið...

Hugurinn var strax kominn á næsta leik

„Við vorum fljótir að ná okkur niður eftir sigurleikinn á Svíum. Þegar lagst var út af var hugurinn strax kominn á næsta leik,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik í gær. Arnar Freyr verður í eldlínunni með félögum...
- Auglýsing -

Spánverjarnir dæma aftur hjá íslenska landsliðinu

Spánverjarnir Andreu Marín og Ignacio Garcia dæma viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik í dag. Þetta verður annar leikur þeirra með íslenska landsliðinu á mótinu. Þeir dæmdu einnig viðureign Íslands og Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppni EM...

Verður mjög óþægilegur andstæðingur

„Ég hlakka til að takast á við næsta andstæðing, Sviss, sem hefur leikið vel á mótinu og haft yfirhöndina í flestum viðureignum sínum en átt það til að missa forskotið niður undir lok leikja,“ segir Janus Daði Smárason sem...

Fimmtán marka sigur hjá Lenu Margréti og félögum

Lena Margrét Valdimarsdóttir og liðsfélagar í sænska meistaraliðinu Skara HF unnu Kungälvs HK, 35:21, í 15. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Lena Margrét skoraði þrjú mörk í fimm skotum auk þess að gefa tvær stoðsendingar. Skara HF situr í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -