„Við náðum aldrei að finna taktinn í þessum leik. En að sama skapi eiga Færeyingarnir hrós skilið fyrir að gera sitt vel. Sóknarleikurinn var vel smurður hjá þeim. Því miður þá var þetta ekki okkar dagur,“ sagði Thea Imani...
„Það fór margt úrskeiðis hjá okkur en fyrst og fremst þá töpuðum við báðum megin á vellinum,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í viðtali við handbolta.is í Lambhagahöllinni í kvöld eftir tveggja marka tap íslenska landsliðsins fyrir...
„Nýting dauðafæra, tæknifeilar var það helsta,“ sagði Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik spurð hvað hafi fyrst og fremst farið úrskeiðis hjá íslenska landsliðinu í kvöld þegar það tapaði fyrir færeyska landsliðinu, 24:22, í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði fyrir færeyska landsliðinu í fyrstu umferð undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld, 24:22. Þetta er fyrsta tap íslensks A-landsliðs í handknattleik fyrir Færeyingum í mótsleik. Færeyingar voru öflugri frá upphafi...
Portúgalska landsliðið sem íslenska landsliðið leikur við á sunnudaginn í undankeppni Evrópumóts kvenna tapaði með sjö marka mun fyrir Svartfellingum í hinum leik fjórða riðils undankeppninnar í dag, 29:22. Leikið var í Podgorica í Svartfjallalandi. Landslið Svartfellinga er talið...
Undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik 2026 hófst miðvikudaginn 15. október 2025 og lýkur sunnudaginn 12. apríl 2026. Leikið er í sex fjögurra liða riðlum. Tvö efstu lið hvers riðils auk fjögurra liða með bestan árangur í þriðja sæti tryggja...
Sara Dögg Hjaltadóttir, úr ÍR, var valin leikmaður 5. umferðar Olísdeildar kvenna í samantekt Handboltahallarinnar, vikulegs þáttar um handbolta í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans. Sara Dögg var jafnframt í þriðja sinn í liði umferðarinnar ásamt samherja sínum úr...
Oddur Gretarsson, hornamaður Þórs var valinn leikmaður 6. umferðar Olísdeildar karla þegar úrvalslið umferðarinnar var valið í uppgjörsþætti umferðarinnar, Handboltahöllinni. Oddur átti afar góðan leik er Þór og FH gerðu jafntefli, 34:34, í Kaplakrika. Oddur skoraði níu mörk í...
Miklar breytingar hafa orðið á kvennalandsliðinu á undanförnum mánuðum og fáum árum. Aðeins um helmingur þess hóps sem tók þátt í leikjunum við Færeyinga fyrir réttum tveimur árum og aftur í apríl fyrir hálfu öðru ári er í landsliðinu...
„Nú er loksins komið að alvöru leikjum og þeir eru prófsteinn á það hvar liðið stendur um þessar mundir eftir miklar breytingar á leikmannahópnum,“ segir Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik en hún verður í eldlínunni með landsliðinu í kvöld...
Frammistaða unglingalandsliðsmannsins hjá Val, Daníels Montoro, hefur vakið athygli þeirra sem stýra umræðunnni í Handboltahöllinni, vikulegum þætti um handbolta í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans. Í síðasta þætti var brugðið upp nokkrum svipmyndum frá leikjum Daníels með samherjum sínum.„Þetta...
Nóg er að gera hjá íslenskum handknattleiksdómurum utanlands þessa dagana. Í kvöld verða Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elísson dómarar í viðureign pólska liðsins Industria Kielce og HBC Nantes í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram í...
Tomislav Jagurinoski fyrrverandi leikmaður Þórs á Akureyri hefur verið leystur undan samningi hjá þýska 2. deildarliðinu Dessau-Roßlauer HV. Aðeins eru þrír mánuðir síðan Jagurinoski gekk til liðs við félagið. Hann fékk þungt högg á bakið í æfingaleik í ágúst...
„Mér fannst við vera seinir í gang,“ segir landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto í samtali við handbolta.is eftir 12 marka sigur Porto á Fram, 38:26, í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld.Þorsteinn Leó...
„Ég var ánægður með frammistöðu okkar lengst af leiksins. Á köflum lékum við mjög vel, bæði í vörn og sókn,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í viðtali við handbolta.is í kvöld eftir 12 marka tap Fram fyrir FC Porto,...