Pálmi Fannar Sigurðsson fyrirliði og einn traustasti leikmaður HK á undanförnum árum leikur ekki með liðinu í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Sennilegt er að handknattleiksskór hans séu að mestu komnir upp á hillu.Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað er...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting unnu Benfica í úrslitaleik Meistarakeppninnar í Portúgal í gær, 37:21. Orri Freyr hefur átt í meiðslum í ökkla og kom lítið við sögu en var engu að síður á leikskýrslu. Stiven Tobar...
Ragnarsmótinu í handknattleik karla í gær með sigri Gróttu eins og handbolti.is sagði frá í gærkvöld. Að vanda lét mótshaldari, handknattleiksdeild Selfoss, ekki nægja að veita sigurliðinu verðlaun heldur var nokkrum einstaklingsverðlaunum deilt út til leikmanna sem sköruðu framúr...
Handknattleikskonan Tinna Valgerður Gísladóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Tinna Valgerður er fædd árið 2000 og er uppalin á Nesinu og hefur lengst af leikið undir merkjum Gróttu. Tímabilin 2021-2023 lék Tinna Valgerður með Olísdeildarliði...
https://www.youtube.com/watch?v=W30Ietqsu-g„Ég er sáttur eftir þrjá sigurleiki. Mér fannst liðið leika að mörgu leyti vel þótt það hafi ekki verið fullkomið,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari karlaliðs Hauka í samtali við handbolta.is í lok Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum í gær.Ásgeir Örn...
https://www.youtube.com/watch?v=ZuVyIl3RXhI„Það verður að segjast eins og er að við eigum framundan mikið verk að vinna. Í dag erum við ekki á þeim stað sem við viljum vera á,“ segir Sigursteinn Arndal þjálfari Íslandsmeistara FH í handknattleik karla í samtali...
Axel Hreinn Hilmisson sem verið hefur markvörður handknattleiksliðs FH undanfarin tvö ár verður ekki með liðinu í vetur og er hugsanlega hættur í handknattleik. Alltént verður Axel Hreinn ekki með FH á keppnistímabilinu sem fer í hönd. Hinn þrautreyndi...
Haukur Þrastarson og nýir samherjar hans í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest unnu CSM Constanta, 27:21, í undanúrslitum meistarakeppni rúmenska handknattleiksins í gær. Dinamo leikur til úrslita við Minaur Baia Mare í dag. Baia Mare lagði Potaissa Turda í hinni...
Grótta hafnaði í efsta sæti á Ragnarsmótinu í handknattleik karla sem lauk síðdegis í Sethöllinni en þetta var í 36. sinn sem handknattleiksdeild Selfoss stóð fyrir mótinu sem haldið er í minningu Ragnars Hjálmtýssonar. Gróttumenn unnu liðsmenn ÍBV, 41:33,...
Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar hans í meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen unnu í kvöld HC Kriens-Luzern í framlengdum leik í meistarakeppninni í Sviss, 35:34. Óðinn Þór fór á kostum í leiknum og skoraði 10 mörk í 11 skotum. Fjögur marka...
Haukar unnu í dag Hafnarfjarðarmótið í handknattleik karla. Sigur liðsins á mótinu var innsiglaður með því að leggja FH-inga, 31:28, í síðasta leik mótsins sem fram fór á Ásvöllum eins og aðrar viðureignir á mótinu að þessu sinni.Sigur Haukaliðsins...
Valur hefur samið við svartfellska línumanninn Miodrag Corsovic um að hann leiki með liði félagsins á komandi leiktíð. Frá þessu var sagt á Instagram í gær. Corsovic hefur undangengin þrjú keppnistímabil verið í herbúðum Trimo Trebnje í Slóveníu. M.a....
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk þegar lið hans vann Önnereds á heimavelli í fyrstu umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í gær, 40:35. Auk Amo og Önnereds eiga Anderstorps og Lagan sæti í 6. riðli bikarkeppninnar. Leikið verður heima og...
Gunnar Líndal Sigurðsson verður aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs á komandi keppnistímabili. Hann hefur þegar tekið til starfa og m.a. verið Halldór Erni Tryggvasyni til halds og trausts síðustu daga í leikjum Þórs á Ragnarsmótinu á Selfossi. Þór leikur í Grill...
„Þetta var hriklega vel spilaður og góður leikur. Það var afar gott að ljúka mótinu á þennan hátt,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir m.a. í hljóðskilaboðum til handbolta.is í dag að loknum 15 marka sigri íslenska landsliðsins á liði Angóla...