Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik hefur verið skipaður fyrirliði þýska liðsins FRISCH AUF! Göppingen. Ýmir Örn gekk til liðs við félagið í sumar eftir fjögurra ára veru hjá Rhein-Neckar Löwen. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir IFK Kristianstad...
ÍBV vann annan leik sinn í vikunni á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Þór, 39:30, í Sethöllinni á Selfoss. Bæði lið voru án margra sterkra leikmanna í leiknum. Lið ÍBV var að uppstöðu...
Elmar Erlingsson lék sinn fyrsta opinbera kappleik með þýska liðinu Nordhorn-Lingen í kvöld þegar liðið mætti MTV Braunschweig í upphafsleik þýsku bikarkeppninnar. Elmar gekk til liðs við Nordhorn-Lingen í sumar frá ÍBV og fór nánast beint af EM 20...
Karlalið Vals batt enda með stórglæsilegum hætti á þátttöku íslenskra félagsliða á síðasta keppnistímabili með því að vinna Evrópubikarkeppnina í tveimur úrslitaleikjum við gríska liðið Olympiakos síðla í maí.Af þessum sökum fer vel á að karlalið Vals ríði á...
Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði norska meistaraliðsins Kolstad hefur ekkert getað æft með liðinu undanfarnar tvær vikur vegna meiðsla í fótlegg. Eftir því sem fram kemur á Topphandbandball getur verið að Sigvaldi Björn verði úr leik...
Dagur Gautason fór hamförum og skoraði 17 mörk þegar lið hans, ØIF Arendal, vann Kragerø, 49:30, í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Fredrikstad Bkl., sem Elías Már Halldórsson þjálfar vann viðureign sína við Halden á útivelli, 32:23,...
Íslandsmeistarar FH skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigur á ÍBV í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld, 33:32. Jóhannes Berg Andrason átti síðasta mark viðureignarinnar sem reyndist ríða baggamuninn fyrir FH-inga, 45...
Næsti leikur íslenska 18 ára landsliðs kvenna á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Chuzhou í Kína verður við indverska landsliðið á fimmtudagsmorgun að íslenskum tíma. Um er að ræða krossspil í keppni um sæti 25 til 28 mótinu. Í hinni...
Ragnarsmótið í handknattleik karla hófst í Sethöllinni í gær með tveimur hörkuleikjum. Grótta hafði betur í viðureign við lið Selfoss sem tekið hefur miklum mannabreytingum frá síðasta keppnistímabili.ÍBV lagði Víking, 35:30, eftir að hafa verið sterkara liðið í síðari...
Íslenska landsliðið tapaði með 13 marka mun fyrir rúmenska landsliðinu, 27:14, á heimsmeistaramóti 18 ára landsliða kvenna í handknattleik í Chuzhou í Kína í morgun. Þetta var síðari leikur liðanna í milliriðlakeppni mótsins. Rúmenska liðið var fjórum mörkum yfir...
Norski landsliðsmaðurinn Harald Reinkind leikur ekki með þýska liðinu THW Kiel næstu mánuðina vegna meiðsla sem hann hlaut í keppni Ólympíuleikanna í Frakklandi. Á meðan mun mikið mæða á Dananum Emil Madsen sem kom til Kiel-liðsins í sumar. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas...
Ágúst Emil Grétarsson leikur ekki með Gróttu á komandi keppnistímabili. Hann ákvað í vor að skrifa ekki undir nýjan samning við félagið en flyta þess í sta heim til Vestmannaeyja. Ágúst Emil hafði leikið með Gróttu frá 2018 og...
Víkingur hefur samið við fjóra nýja leikmenn til að styrkja lið sitt fyrir átökin í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð eftir því sem fram kemur í tilkynningu handknattleiksdeildar félagsins í dag. Ásgeir Snær Vignisson, Egill Már Hjartarson, Kristján...
Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Egypta, 20:20, á heimsmeistaramóti 18 ára landsliða kvenna Chuzhou í Kína í dag. Staðan var jöfn, 11:11, eftir fyrri hálfleik. Um var að ræða fyrri viðureign íslenska liðsins í milliriðlakeppninni. Sú síðari...
Ragnarsmótið í handknattleik hefst í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og verður þetta í 36. árið í röð sem félagið stendur fyrir mótinu. Í kvöld hefst keppni í karlaflokki en á þriðjudaginn í næstu viku verður blásið til leiks...