Án þess að sýna sparihliðarnar þá tókst Valsmönnum að merja út sigur á Gróttu í Olísdeild karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag, 29:26. Valsliðið átti á brattann að sækja í nærri 50 mínútur í leiknum í...
Tvö stig gengu ÍR-ingum úr greipum í Vestmannaeyjum í dag þegar þeir mættu ÍBV í 20. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Leikmenn ÍBV skoruðu tvö síðustu mörkin og tókst að krækja í annað stigið úr leiknum, 33:33, í íþróttamiðstöðinni...
Um tíu leikmenn kvennalandsliðsins hafa ekki geta beitt sér sem skildi í æfingabúðum landsliðsins síðustu daga. Mikið álag undanfarnar vikur og mánuði hefur tekið sinn toll. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari segir að skoða verði ofan í kjölinn hvað veldur. Hann...
„Margar efnilegar fá í staðinn tækifæri til þess að koma inn á æfingar þegar aðrar eru ekki með. Það er þeirra að nýta tímann sem þær fá. Mér finnst þær koma flottar inn,“ segir Steinunn Björnsdóttir landsliðkona í handknattleik...
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar í sex marka sigri liðs hans, Alpla Hard, á Füchse, 41:35, á heimavelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.
Með sigrinum...
Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson hélt upp á nýjan samning við Vfl Gummersbach í gærkvöld með því að vera markahæsti leikmaður liðsins þegar það vann Bietigheim, 37:27, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Elliði Snær skoraði sex mörk.
Hefur...
„Við vitum ekki alveg hvar við verðum á næsta tímabili. Eftir að við erum orðin þriggja manna fjölskylda þarf margt að ganga upp. Við erum að skoða okkar mál,“ segir Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is...
Bikarmeistarar Hauka í handknattleik kvenna hafa orðið fyrir áfalli á lokaspretti Olísdeildar kvenna. Sara Sif Helgadóttir markvörður tekur ekki þátt í síðustu leikjum liðsins í deildinni. Hún meiddist á æfingu landsliðsins í vikunni og verður frá keppni næstu vikur....
„Ég er bara mjög spenntur fyrir að taka við Aftureldingarliðinu í sumar,“ segir Stefán Árnason verðandi aðalþjálfari karlaliðs Aftureldingar í samtali við handbolta.is í morgunsólinni að Varmá sem er vel við hæfi hjá nýjum þjálfara Aftureldingar. Stefán, sem er...
Jóhannes Berg Andrason leikmaður FH gengur til liðs við danska félagið TTH Holsterbro á Jótlandi að loknu þessu tímabili. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins er þjálfari TTH Holstebro en liðið er í níunda til tíunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar...
Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk og átti fjórar stoðsendingar í jafntefli Ribe-Esbjerg á heimavelli í gær í leik við Mors-Thy, 37:37, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Mads Svane Knudsen jafnaði metin fyrir Mors-Thy þegar 10 sekúndur voru til leiksloka.
Ágúst...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting Lissabon eru komnir í átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þeir gerðu jafntefli við Wisla Plock í Póllandi í kvöld, 29:29. Orri Freyr skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga þegar fimm sekúndur voru eftir...
„Ég er rólegur og skoða bara í rólegheitum á næstunni hvað tekur við,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handknattleik sem lætur af störfum hjá Aftureldingu í lok tímabilsins eftir fimm ár.„Ég vil ekki vera of lengi á...
Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildarliðsins TuS Metzingen yfirgefur félagið að lokinni leiktíðinni í vor. Frá þessu segir í tilkynningu félagsins í dag sem er að finna neðst í þessari frétt. Ekki kemur fram hvað...
„Mér finnst vera kominn tími til að taka næsta skref í handboltanum,“ segir Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is eftir tilkynnt var í morgun að hún hafi gert þriggja ára samning við sænska...