Landsliðskonan Berglind Þorsteinsdóttir var ekki með Fram í tveimur fyrstu leikjum Olísdeildarinnar. Hún verður áfram utan vallar næstu vikur. Ástæðan er sú að Berglind gekkst undir aðgerð í sumar vegna þrálátra meiðsla í vinstra hné sem gert höfðu henni...
Mattias Andersson hefur verið ráðinn markvarðaþjálfari þýsku handknattleiksliðanna í karlaflokki. Í starfinu fylgir útvíkkun á fyrra starfi Svíans sem undanfarin ár hefur verið markvarðarþjálfari A-landsliðs karla. Í nýja starfinu bætast yngri landslið karla við starfssvið Svíans sem einnig verður...
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið 16 leikmenn til þess að taka þátt í æfingamóti í Cheb í Tékklandi 26. - 28. september þar sem leiknir verða þrír leiki gegn Tékklandi, Egyptalandi og Póllandi. Landsliðið kemur saman...
Fjögur lið hafa fullt hús stiga eftir aðra umferð Meistradeildar kvenna í handknattleik sem fram fór um helgina. FTC frá Ungverjalandi og slóvensku meistararnir Krim hafa fjögur stig í A-riðli. Reyndar er Metz einnig taplaust í riðlinum eftir sigur...
Haukur Þrastarson skoraði ekki fyrir Dinamo Búkarest í gær þegar liðið vann öruggan sigur á CSM Focșani, 32:22, á útivelli í rúmensku 1. deildinni í handknattleik. Dinamo hafði talsverða yfirburði í leiknum og var með yfirhöndina frá 13. mínútu...
Þýsku meistararnir SC Magdeburg voru ekki lengi að jafna sig eftir tap fyrir Pick Szeged í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöld ef marka má frammistöðu liðsins í dag í heimsókn til HSV Hamburg. Meistararnir léku afar vel frá upphafi...
Fjórir íslenskir handknattleiksmenn slógu ekki slöku við þegar lið þeirra, Kolstad og ØIF Arendal áttust við í Þrándheimi í kvöld í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik en um var að ræða leik umferðarinnar enda bæði taplaus þegar viðureignin hófst. Íslendingarnir...
KA/Þór, sem féll úr Olísdeildinni í vor, vann fyrsta leik sinn í Grill 66-deildinni í KA-heimilinu í dag þegar annað lið Hauka kom í heimsókn. Yfirburðir KA/Þórsliðsins voru miklir frá upphafi til enda og lokatölur voru, 33:15. Staðan að...
Ólafur Brim Stefánsson hefur ekkert leikið með slóvakíska liðinu MSK Povazska Bystrica sem hann samdi við fyrir rúmum mánuði. Samt er tvær umferðir að baki í úrvalsdeildinni í Slóvakíu og þeirri þriðju lýkur í dag. Við leit á félagaskiptavef...
Ekkert varð af því að Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður og samherjar hans í Wisla Plock mættu MMTS Kwidzyn í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær eins og til stóð. Þakið á keppnishöll MMTS Kwidzyn hriplak vegna mikilla rigninga. Þess...
Ísak Steinsson og Viktor Petersen Norberg voru í sigurliði Drammen í kvöld þegar liðið vann Pallamano Conversano, 43:31, í fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í Pala San Giacomo nærri Bari á Ítalíu í dag....
Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir fögnuðu sínum fyrsta sigri með Blomberg-Lippe í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar liðið lagði TSV Bayer 04 Leverkusen, 25:16, á heimavelli í annarri umferð deildarinnar. Blomberg Lippe var þremur mörkum yfir...
Fram situr við hlið Vals með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir Olísdeildar kvenna að loknum naumum sigri á Haukum í hörkuleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld, 27:26. Haukar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og áttu þess kost...
Framarar unnu nágranna sína úr Grafarvoginum, Fjölni, með 15 marka mun, 43:28, í síðasta leik annarrar umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í dag. Þegar fyrri hálfleikur var að baki var forskot Framara orðið 11 mörk,...
Eva Björk Davíðsdóttir tryggði Stjörnunni sigur í æsispennandi leik við ÍR í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Hekluhöllinni í dag. Hin þrautreynda handknattleikskona skoraði sigurmarkið, 20:19, þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. ÍR tók leikhlé í kjölfarið...