- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Molakaffi: hver tekur við af Þóri? – fjögur nefnd til sögunnar

Norski þjálfarinn Ole Gustav Gjekstad er einn þeirra sem talinn er hvað líklegastur til að taka við þjálfun norska landsliðsins af Þóri Hergeirssyni. Eftir að Þórir tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði sér að láta af störfum um áramótin...

Guðjón L. hættur hjá EHF – hélt að ég ætti ár eftir

Guðjón L. Sigurðsson hefur lokið störfum sem eftirlitsmaður á leikjum á vegum Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Honum hefur verið gert að hætta vegna aldurs en Guðjón er 69 ára gamall. Guðjón mun hinsvegar halda ótrauður áfram í hlutverki eftirlitsmanns á...

Margrét er alls ekki hætt – fékk tveggja mánaða frí

Athygli vakti að aðalmarkvörður kvennaliðs Hauka undanfarin ár, Margrét Einarsdóttir, var ekki í leikmannahópi liðsins í sigurleiknum á Selfossi í fyrstu umferð Olísdeildar á fimmtudaginn í síðustu viku. Hún verður heldur ekki með Haukum í næstu leikjum. Margrét hefur...
- Auglýsing -

Dæma leik vikunnar í 1. umferð Meistaradeildar

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma strax í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki annað kvöld. Þeir hafa verið settir á viðureign danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold og franska liðsins í HBC Nantes sem fram fer í Sparekassen...

Molakaffi: Bergischer, Palicka, Bergerud, Knorr

Bergischer HC fór vel af stað í keppni 2. deildar í Þýskalandi undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar. Liðið vann Tusem Essen í 1. umferð um nýliðna helgi, 30.21. Tjörvi Týr Gíslason var fastur fyrir í vörninni og var einu...

Ívar Bessi tognaði á ökkla – frá keppni um tíma

Ívar Bessi Viðarsson leikmaður ÍBV tók ekki þátt í leik liðsins gegn Val í upphafsumferð Olísdeildar í síðustu viku. Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV sagði handbolta.is að Ívar Bessi hafi ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Hann hafi tognað...
- Auglýsing -

Annar Færeyingurinn er enn án leikheimildar

Færeyski handknattleiksmaðurinn Sveinur Ólafsson er ekki orðinn gjaldgengur með Aftureldingu á Íslandsmótinu. Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað er óvíst hvenær af því verður. Standa mun í Aftureldingarmönnum að greiða um hálfa milljón króna í uppeldisbætur til viðbótar við...

Þórir lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Noregs

Þórir Hergeirsson hættir þjálfun norska kvennalandsliðsins í handknattleik í árslok, að loknu Evrópumeistaramótinu sem haldið verður í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Þórir greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi fyrir stundu. Þórir tók við þjálfun norska landsliðsins 2009 af Marit Breivik...

Konum fjölgar í hópi þjálfara í Olísdeildinni

Sennilega hafa ekki fleiri konur komið að þjálfun liða í efstu deild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, en á tímabilinu sem nýlega er hafið. Eftir því sem handbolti.is kemst næst eru sex konur við þjálfun hjá fimm af átta liðum...
- Auglýsing -

Molakaffi: Elmar, Ísak, Viktor, Dana, Elna, Birkir

Elmar Erlingsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í stórsigri Nordhorn-Lingen, 38:26, á HSG Konstanz í fyrstu umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. Leikurinn fór fram í Nordhorn og var skiljanlega sá fyrsti sem Eyjamaðurinn leikur í...

Guðmundur Bragi og félagar verða með í riðlakeppni Evrópudeildar

Guðmundur Bragi Ástþórsson og samherjar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro/Silkeborg verða meðal 32 liða í riðlakeppi Evrópudeildar karla í handknattleik fyrri hluta vetrar. Bjerringbro/Silkeborg vann ungverska liðið Ferencváros, eða FTC, samanlagt 77:61 í tveimur leikjum. Síðari viðureignin var í dag...

Fullvíst að Gummersbach mætir FH í Krikanum

Fullvíst er að þýska handknattleiksliðið Gummersbach verður á meðal andstæðinga Íslandsmeistara FH í riðlakeppni Evópudeildar karla. Gummersbach, með Elliða Snæ Viðarsson og Teit Örn Einarsson auk Guðjóns Vals Sigurðssonar í stól þjálfara, vann danska liðið Mors-Thy öðru sinni í...
- Auglýsing -

Seinni hálfleikur var hræðilegur hjá okkur

Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir fengu ekki óskabyrjun með Blomberg-Lippe í fyrsta leiknum í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Afar slakur síðari hálfleikur felldi liðið í heimsókn til Zwickau með þeim afleiðingum að BSV Sachsen...

Ekki ofsagt að þetta hafi staðið tæpt hjá okkur

„Það er ekki ofsagt að þetta hafi staðið tæpt hjá okkur. Þeir áttu síðustu sóknina, voru átta mörkum yfir og með sjö menn í sókn. Þeim tókst hinsvegar ekki að skora þótt allt væri lagt í sölurnar. Okkur tókst...

Allir leikir í Hertzhöllinni verða alvöru

https://www.youtube.com/watch?v=yl6J1Ex2omY „Þetta var mikið betra en maður bjóst við. Maður var með smá kvíða fyrir leikinn því við vissum ekkert um KA-liðið og hvernig það væri,“ sagði Ágúst Óskarsson leikmaður Gróttu eftir fjögurra marka sigur á KA í upphafsleik liðanna...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -