Íslandsmeistarar FH sitja einir í efsta sæti Olísdeildar karla eftir að fjórðu umferð deildarinnar lauk í kvöld. FH vann annan af tveimur leikjum kvöldsins. FH-ingar sóttu Stjörnumenn heim í Hekluhöllina, lokatölur, 26:22, eftir að tveimur mörkum skakkaði á liðunum...
Framarar fóru með himinskautum í síðari hálfleik gegn Haukum í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld og unnu Hauka með þriggja marka mun, 37:34, í fjórðu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Framliðið skoraði 21 mark í síðari hálfleik þegar ekki...
Kvennalandsliðið í handknattleik vann tékkneskt félagslið, Házená Kynžvart, með tíu marka mun í æfingaleik á móti í Cheb í Tékklandi í dag, 35:25. Sigur íslenska liðsins var mjög öruggur. Forskotið var fimm mörk í hálfleik, 18:13. Sigurinn kann einnig...
Gunnar Steinn Jónsson þjálfari Fjölnis lék ekki með liði sínu í gær gegn ÍBV en hann meiddist í viðureign Fjölnis og HK í Olísdeildi karla í Fjölnishöllinni fyrir viku. Gunnar Steinn stýrði sínum mönnum ótrauður frá hliðarlínunni í leiknum...
Tveir síðustu leikir 4. umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld. Einnig hefst önnur umferð Grill 66-deildar karla með þremur viðureignum. M.a. sækir Selfoss liðsmenn Harðar heim.
Olísdeild karla:Hekluhöllin: Stjarnan - FH, kl. 19.30.Lambhagahöllin: Fram - Hauka, kl. 19.30.Staðan og...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var besti leikmaður Skanderborg AGF í gær þegar liðið vann nýliða dönsku úrvalsdeildarinnar, Grindsted GIF, 32:21, fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Donni skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Skanderborg AGF hefur fjögur stig...
Grótta er áfram í hópi með Hafnarfjarðarliðunum í þremur efstu sætum Olísdeildar karla í handknattleik eftir að hafa unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum í kvöld, 31:29. Gróttumenn hafa þar með unnið þrjár af fjórum fyrstu viðureignum sínum...
Áfram heldur sigurganga Hauks Þrastarsonar og samherja í Dinmo Búkarest í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þeir unnu í kvöld Eurofarm Pelister, meistaralið Norður Makedóníu, 34:25, á heimavelli í Búkarest. Dinamo hefur þar með sex stig í A-riðli, eins...
Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskona í handknattleik og hornamaður úr Fram rauf í dag 400 marka múrinn með landsliðinu þegar hún skoraði níunda mark Íslands gegn Pólverjum á æfingamótinu í Cheb í Tékklandi. Hún er þriðja markahæsti leikmaður landsliðsins frá...
„Við teljum að þetta verðu stærsti handboltaviðburður sem farið hefur fram hér á landi síðan HM95,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH þegar hann kynnti samvinnu FH og Vals um að heimaleikir beggja liða í Evrópudeildinni í handknattleik karla...
Elliði Snær Viðarsson skoraði sex mörk úr sex tilraunum í sjö marka sigri Gummersbach á Stuttgart, 35:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikið var í Stuttgart. Teitur Örn Einarsson lék ekki með Gummersbach vegna meiðsla eins og sagt...
„Staðan gæti verið erfiðari. Ég hefði miklar áhyggjur ef ég væri með lið sem berðist ekki inn á vellinum. Við erum að berjast til síðasta blóðdropa og reyna en enn sem komið er hefur það ekki skilað okkur stigi,“...
„Það var margt fínt hjá okkur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í kvöld eftir 11 marka sigur á KA, 38:27, í fjórðu umferð Olísdeildar karla í handknattleik en um var að ræða fyrsta sigur...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í portúgalska meistaraliðinu Sporting léku við hvern sinn fingur í kvöld þegar þeir unnu ungversku meistarana, Veszprém með níu marka mun, 39:30, á heimavelli í þriðju umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Sporting hefur...
Valsmenn risu upp á afturlappirnar í kvöld og náðu að sýna á köflum hvað í þeim býr er þeir tóku á móti KA í upphafsleik 4. umferðar Olísdeildar karla. Hraður sóknarleikur og fínn varnarleikur færðu Val 11 marka sigur,...