Kristján Gunnþórsson hefur á ný gengið til liðs við handknattleikslið Þórs eftir veru hjá KA. Kristján er örvhent skytta og bætist í vaskan hóp Þórsliðsins sem hefur styrkst talsvert frá síðustu leiktíð, m.a. með komu Odds Gretarssonar, Hafþórs Más Vignissonar...
Íslenska landsliðið í handknattleik er komið í átta liða úrslit á Evrópumóti 18 ára landsliða karla í Podgorica í Svartfjallalandi eftir öruggan sigur á ítalska landsliðinu í dag, 31:24. Staðan í hálfleik var 15:9, íslensku piltunum í hag.
Eftir úrslit...
Frakkland leikur í þriðja sinn í röð til úrslita í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikum eftir að hafa unnið Svía í framlengdum undanúrslitaleik í Lille í dag, 31:28. Sænska landsliðið leikur að sama skapi aðra leikana í röð um bronsverðlaun.
Í...
https://www.youtube.com/watch?v=KRlr7asitE8
Ævar Smári Gunnarsson skoraði frábært mark beint úr aukakasti í níu marka sigri 18 ára landsliðs karla í handknattleik á færeyska landsliðinu, 32:23, í fyrstu umferð Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi í gær. Leiktíminn var runninn út, aðeins aukakastið...
Hvorki Ágúst Elí Björgvinsson né Elvar Ásgeirsson léku með Ribe-Esbjerg í gær þegar liðið gerði jafntefli við Bjerringbro /Silkeborg, 28:28, í æfingaleik liðanna tveggja sem eiga sæti í dönsku úrvalsdeildinni.
Eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu Ribe-Esbjerg hefur Ágúst...
Eins og kom fram fyrr í dag þá slógu Þjóðverjar út Ólympíumeistara Frakka í framlengdum háspennuleik í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla, 35:34, að viðstöddum liðlega 27 þúsund áhorfendum í Stade Pierre Mauroy Arena í Lille. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari...
Slóvenar mæta Dönum í síðari undanúrslitaleik handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum á föstudaginn. Þeir lögðu Norðmenn á sannfærandi hátt í fjórða og síðasta leik átta liða úrslita í Stade Pierre Mauroy Arena í Lille í kvöld, 33:28, eftir að hafa...
Íslenska landsliðið hóf keppni á Evrópumóti 18 ára landsliða karla í Podgorica í Svartfjallandi af miklum krafti í kvöld. Liðið lagði frændur okkar frá Færeyjum með níu marka mun, 32:23, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik,...
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu hentu Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka út úr keppni á Ólympíuleikunum í dag með sigri, 35:34, í mögnuðum framlengdum leik í Stade Pierre Mauroy Arena í Lille. Renars Uscins skoraði sigurmarkið fimm...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk þegar Skanderborg AGF Håndbold vann GOG í æfingaleik í gær, 27:21. Þetta mun hafa verið fjórði æfingaleikur Skanderborg AGF Håndbold á nokkrum dögum.
Þýska 1. deildarliðið Blomberg-Lippe, sem landsliðkonurnar Andrea Jacobsen og Díana...
Felix Claar sem verið hefur utan hóps hjá Svíum vegna meiðsla í tveimur síðustu leikjum á Ólympíuleikunum kemur endurnærður til leiks í dag þegar Svíar mæta Dönum í átta liða úrslitum. Felix Möller verður utan sænska hópsins í stað...
Aldrei hafa verið fleiri áhorfendur á kvennaleik í handknattleik en á viðureign Frakklands og Þýskalands í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í gær. Alls greiddu 26.548 sig inn á leikinn sem fram fór í Stade Pierre Mauroy Arena í...
Norska handknattleikskonan Susanne Denise Pettersen hefur skrifað undir tveggja ára samning við kvennalið KA/Þórs sem mun leika í Grill 66-deildinni á næsta keppnistímabili. Susanne sem er 27 ára gömul vinstri skytta kemur til liðs við KA/Þór frá norska liðinu...
„Við verðum að leika einn okkar allra best leik á síðari árum, ef ekki þann besta,“ segir Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands um væntanlega viðureign við Frakka í undanúrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Lið þjóðanna leiða saman kappa sína á...
„Það er mikill hugur í okkur. Markmiðið er ljóslega að ná efsta sæti riðilsins,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U18 ára landsliðs karla í handknattleik sem hefur keppni á Evrópumótinu í Svartfjallalandi síðdegis á morgun. Íslenski hópurinn hélt af...