- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Molakaffi: Ráðherra, Reichmann, Poulsen, Wolff, Portner, Zehnder

Borko Ristovski fyrrverandi landsliðsmarkvörður Norður Makedóníu hefur verið skipaður ráðherra íþróttamála í heimalandi sínu. Ristovski tekur við á næstu dögum og hefur þegar sagt af sér öllum störfum hjá handknattleiksliðinu Vardar. Ristovski lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum en...

Lokahóf: Sigurjón og Aníta best – Pálmi fékk viðurkenningu fyrir 200 leiki

Á lokahófi handknattleiksdeildar HK fagnaði handknattleiksfólk árangri vetrarins og að meistaraflokkur karla eigi framundan sitt annað tímabil í röð í Olísdeild karla. Veittar voru viðurkenningar til leikmanna fyrir góðan árangur og framlag til HK. Sigurjón Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður...

Fækkun féll á jöfnum atkvæðum

Tillaga frá handknattleiksdeild KA um að lið Olísdeildar hafi 14 leikmenn á skýrslu í hverjum kappleik Íslandsmótsins í stað 16 var felld með jöfnum atkvæðum á 67. ársþingi HSÍ í gær. Rök KA fyrir að fækkað væri á leikskýrslu voru...
- Auglýsing -

Framvegis fellur eitt lið – næst neðsta sæti fer í umspil

Framvegis fellur eitt lið rakleitt úr Olísdeild karla í lok leiktíðar að vori í stað tveggja eins og verið hefur undanfarin ár eftir að liðum var fjölgað upp í 12 deildinni. Tillaga KA í þessa veruna var samþykkt á...

Molakaffi: Halldóra, Guðríður, Arnar, Bjarni, Ólafur, Sigurborg, Kristján

Halldóra Ingvarsdóttir hefur tekið við af Guðríði Guðjónsdóttir sem fararstjóri U20 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu. Guðríður, sem er formaður landsliðsnefndar kvenna, hefur verið úti með landsliðinu síðustu...

85 milljóna króna tap hjá HSÍ – afreksstarfið er þungur baggi

Um 85 milljóna króna tap var á rekstri Handknattleikssambands Íslands á síðasta ári en þetta kom fram á 67. ársþingi sambandsins sem haldið var Laugardalshöll í dag. Eins og gefur að skilja var rekstur sambandsins mjög erfiður fyrir vikið....
- Auglýsing -

Frábær karakter og liðsheild

„Óhætt er að segja að það hafi verið virkilega erfið fæðing á þessum sigri okkar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir fimm marka sigur íslenska landsliðsins á Afríkumeisturunum...

Erlingur ráðinn til Austurríkis

Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Erlingur Richardsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá akademíu austurríska handknattleiksfélagsins Handball Mödling, skammt frá Vínarborg. Félagið var sett á laggirnar 2018 af austurrísku handknattleiksmönnunum Stefan Higatzberger og Conny Wilczynski. Hefur það frá upphafi einbeitt sér að...

Sneru við taflinu á síðustu 10 mínútunum gegn Afríkumeisturunum

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, hóf keppni á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu á torsóttum sigri, 24:19, gegn Afríkumeisturum Angóla. Staðan var jöfn í hálfleik, 9:9. Tíu mínútum fyrir leikslok var Angóla tveimur...
- Auglýsing -

Fjórir efnilegir Gróttumenn komnir með tveggja ára samninga

Grótta hefur framlengt samninga sína til tveggja ára við unga og efnilega leikmenn félagsins sem hluti af uppbyggingu félagsins. Allir leikmennirnir eru lykilleikmenn í 3. flokki og U-liði félagsins. Leikmennirnir eru Alex Kári Þórhallsson, Gísli Örn Alfreðsson, Hannes Pétur...

Tryggvi Sigurberg skrifar undir tveggja ára samning

Tryggvi Sigurberg Traustason hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til tveggja ára.Tryggvi Sigurberg, sem er leikstjórnandi, var í veigamiklu hlutverki í meistaraflokksliði Selfoss á liðnum vetri og var meðal annars valinn sóknarmaður ársins á lokahófi handknattleiksdeildarinnar á vordögum. Hann...

Verðum að vera á tánum frá upphafi

„Angólaliðið er Afríkumeistari og verður krefjandi andstæðingur. Við höfum farið yfir nokkra leiki með liðinu síðustu daga og höfum reynt að búa okkur eins vel undir viðureignina og kostur er á,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfari 20 ára...
- Auglýsing -

Molakaffi: Landin, Geir, Bitter, loksins ársþing

Niklas Landin verður annar fánaberi danska keppnisliðsins við setningarathöfnina á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það væri e.t.v. ekki í frásögur færandi ef hann væri ekki fyrsti danski handknattleiksmaðurinn í sögunni sem hlotnast sá heiður að vera fánaberi við...

Strax áhugasamur þegar ég heyrði af áhuga Płock – betri markavarðaþjálfun

„Það hefur verið unnið að þessum skiptum um tíma og nú er þetta gengið í gegn,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í morgun eftir að tilkynnt var um vistaskipti hans til pólsku...

Elvar Otri lengir veruna hjá Gróttu

Leikstjórnandinn og skyttan Elvar Otri Hjálmarsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Elvar Otri er 23 ára gamall og kom til Gróttu frá Fjölni fyrir tveimur árum síðan. Hann fór mikinn á nýafstöðnu leiktímabili en...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -