Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik karla leikur með pólska meistaraliðinu Orlen Wisła Płock á næsta keppnistímabili. Pólska liðið hefur leyst Viktor Gísla undan samningi við Nantes í Frakklandi. Brottför Viktors Gísla frá Nantes er staðfest á heimasíðu Nantes...
Aldrei hefur verið meiri aðsókn á leiki efstu deildar í þýska handknattleiknum í karlaflokki en á síðustu leiktíð. Að jafnaði voru 5.216 áhorfendur á hverjum leik. Er þetta í fyrsta sinn sem fleiri en fimm þúsund sækja hvern leik...
Handknattleiksfólk FH kom saman til lokahófs eftir sigursælt keppnistímabil og fagnaði saman árangri vetrarins en karlalið félagsins varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 13 ár auk þess að verða deildarmeistari í Olísdeild karla. Að vanda voru veittar viðurkenningar til...
Eftir að síðasta undirbúningsleiknum af þremur lauk hjá U20 ára landsliði kvenna í handknattleik í gær hefst síðasti undirbúningur þjálfara og leikmanna liðsins fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Skopje í Norður Makedóníu á miðvikudaginn. Fyrsti leikurinn verður við Afríkumeistara...
Kristján Páll Steinsson og Steinar Ingi Árnason markverðir handknattleiksliðs Þórs á Akureyri skrifuðu sama daginn undir nýja samninga við félagið. Þeir standa þar með áfram vaktina í marki liðsins í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Þór varð naumlega af...
Aldrei hafa fleiri stundað handknattleik í Noregi en á síðasta ári. Skráðir iðkendur voru liðlega 142 þúsund og fjölgaði um átta þúsund frá árinu áður. Iðkendum fækkað tvö ár í röð, 2020 og 2021 vegna covid. Handknattleiksfólki í Noregi...
„Virkilega góður sigur í hörkuleik á sterku liði Norður Makedóníu. Heildarframmistaðan var góð hjá liðinu,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik eftir þriðja sigur liðsins á æfingamótinu í Skopje í Norður Makedóníu í...
Lokahóf meistaraflokka Aftureldingar í handknattleik var haldið í Hlégarði þann 11. júní sl. Þar var litið yfir viðburðaríkan vetur, sjálfboðaliðum færðar þakkir, þjálfarar meistaraflokks kvenna og þrír leikmenn meistaraflokks karla kvaddir og leikmönnum veittar viðurkenningar. Fram kom í hófinu...
Níu lið eru örugg um að eiga sæti í Meistaradeild karla á næstu leiktíð en alls verða þátttökulið 16 eins og undanfarin ár. Tólf lið sækjast eftir sætunum sjö sem eftir standa. Eins og í Meistaradeild kvenna þá komast...
Þýska handknattleiksliðið Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson er annar þjálfara hjá, mun leika í 2. deild þýska handknattleiksins. Félagið hefur rekið mál gegn deildarkeppninni fyrir að veita HSV Hamburg keppnisleyfi í 1. deild þrátt fyrir að hafa hafnað...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, vann magnaðan sigur á rúmenska landsliðinu í sannkölluðum naglbít, 30:29, í annarri umferð æfingamóts í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Íslenska liðið skoraði fjögur af síðustu fimm...
Landsliðskonan Katla María Magnúsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni í dag.
Leikmaður ársins
Katla María hefur verið einn af lykilleikmönnum Selfoss og með góðri frammistöðu unnið sér inn...
Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Sigtrygg Daða Rúnarsson um framlengingu á samningi hans til næstu tveggja ára.
Sigtryggur Daði, sem er 27 ára gamall, hefur verið einn af lykilleikmönnum liðsins síðustu ár og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hann...
Lokahóf handknattleiksdeildar Gróttu fór fram í hátíðarsal félagsins á fimmtudagskvöld en þar komu saman meistaraflokkar félagsins, þjálfarar, sjálfboðaliðar og starfsfólk og gerði upp tímabilið.
Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem sköruðu fram úr í vetur.Meistaraflokkur kvenna:Efnilegasti leikmaður – Katrín Anna...
Spánverjinn David Davis var í morgun kynntur til leiks sem eftirmaður Xavier Pascual í stól þjálfara rúmenska meistaraliðsins Dinamo Búkarest. Pascual var leystur frá störfum á dögunum eftir þriggja ára veru en hann verður næsti þjálfari Telekom Veszprém í...