Norðmaðurinn Simen Lyse gengur til liðs við franska stórliðið PSG frá Kolstad í Noregi að Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð loknu. Upphaflega stóð til að Lyse færi til PSG í sumar.
Hinir ýmsu miðlar á Norðurlöndum höfðu greint frá...
Keppni hófst á nýjan leik í Olísdeild kvenna síðasta laugardag. Handboltahöllin, vikulegur þáttur um handbolta, hóf þar með göngu sína aftur eftir jólaleyfi. Á mánudagskvöld var farið yfir viðureignir 12. umferðar Olísdeildar kvenna og frábæra frammistöðu Söndru Erlingsdóttur og...
Jonas Wille, þjálfari norska karlalandsliðsins í handknattleik, velkist ekki í vafa um hvaða þjóð sé sigurstranglegust á Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem hefst í dag.
Noregur hefur leik í C-riðli í kvöld klukkan 19.30 þegar liðið mætir Úkraínu...
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir, markvörður Selfoss, varð fyrir því óláni að skora skrautlegt sjálfsmark þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni, 34:28, í 12. umferð Olísdeildarinnar í Heklu höllinni í Garðabæ á laugardag.
Hanna Guðrún Hauksdóttir, leikmaður Stjörnunnar, braust þá í gegn, skaut...
Dagný Þorgilsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt FH sem gildir til sumarsins 2028.
Dagný, sem er nýorðin 18 ára gömul, hefur spilað alla tólf leiki FH í Grill 66 deildinni á tímabilinu og skorað í þeim þrjú...
Spánverjar og Serbar leika annan upphafsleik EM karla í handknattleik. Lið þjóðanna mætast í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi klukkan 17. Svo vill til að liðin voru saman í riðli í undankeppninni. Spánverjar unnu heimaleik sinn með...
Gagnrýni Andreas Wolff, markvarðar Þýskalands, í garð Austurríkis hefur ekki fallið í kramið hjá leikmönnum austurríska liðsins.
Á fréttamannafundi í vikunni sagði Wolff að Austurríki spilaði ljótan „and handbolta“ sem enginn vildi horfa á, og vísaði þar til sjö á...
Hugo Descat, vinstri hornamaður Evrópumeistara Frakklands og Veszprém KC, meiddist á ökkla á æfingu með franska landsliðinu í gær og missir af þeim sökum af öðrum af upphafsleikjum Evrópumótsins í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í dag.
Frakkland mætir Tékklandi í...
Tilkynning frá HR
Háskólinn í Reykjavík hitar upp fyrir EM í handbolta með HR stofunni. Sú fyrsta verður í hádeginu í dag má m.a. fylgjast með henni í beinu streymi. Hlekkur á streymið er neðst í þessari grein.
Í HR-stofunn munu...
Handknattleiksdeild KA hefur borist góður liðsstyrkur en Ari Valur Atlason hefur skrifað undir eins og hálfs árs samning við félagið.
Ari Valur, sem er tvítug vinstri skytta mætir norður frá FH og ÍH. Ari Valur er þó KA-maður í húð...
Vaka Líf Kristinsdóttir skoraði fallegt mark fyrir ÍR þegar liðið heimsótti KA/Þór í KA-heimilið á Akureyri í 12. umferð Olísdeildar kvenna á laugardag.
Leiknum lauk með 23:21 sigri KA/Þórs en Vaka Líf jafnaði metin í 6:6 um miðjan fyrri hálfleik.
Leikurinn...
Þrettánda umferð Olísdeildar kvenna hófst í gærkvöld með viðureign Fram og Stjörnunnar. Áfram verður haldið við kappleiki í Olísdeild kvenna í kvöld þegar tvær viðureignir verða háðar. Annað af tveimur efstu liðum deildarinnar, ÍBV, kemur í höfuðborgina og sækir...
Framarar lögðu Stjörnuna í kvöld, 36:30, í upphafsleik 13. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni. Leikmönnum Fram tókst þar með að kvitta fyrir tapið fyrir Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í Olísdeildinni nokkrum dögum fyrir jólin. Um leið...
Áfram er IK Sävehof með landsliðskonuna Elínu Klöru Þorkelsdóttur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld lagði IK Sävehof liðskonur Kungälvs HK, 35:24, á heimavelli í upphafsleik 14. umferðar. Elín Klara skoraði sex mörk og var næstmarkahæst...
Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir létu allar mikið til sín taka í kvöld þegar lið þeirra, Blomberg-Lippe, sótti heim TuS Metzingen til suðurhluta Þýskalands og vann stórsigur, 32:19, eftir að hafa verið fjórum...