- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Þjálfari Viktors Gísla í leikbann og þarf að greiða sekt

Carlos Ortega þjálfari handknattleiksliðs Barcelona, sem landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímssonar leikur með, hefur verið úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á vegum EHF og til greiðslu sektar vegna óíþróttamannslegrar framkomu eftir viðureign Barcelona og Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu sem...

Handboltahöllin: Á að taka fastar á svona brotum?

Í síðasta þætti Handboltahallarinnar voru skoðuð tvö keimlik leikbrot og velt upp hvort of vægt væri tekið á þeim. Fyrir bæði var refsað með tveggja mínútna brottvísun varnarmanna. Báðir sóknarmenn, sem brotið er á, skella harkalega í gólfið.Hörður Magnússon...

Dregið hefur verið í aðra umferð forkeppni HM karla

Dregið var í morgun í aðra umferð forkeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik. Fyrstu umferð lauk á sunnudaginn og komust Kósovó, Lettland og Tyrkland áfram í aðra umferð og voru þar með í skálunum sem dregið var úr í morgun...
- Auglýsing -

Arnar Daði þjálfar Stjörnuna með Hönnu Guðrúnu

Arnar Daði Arnarsson mun starfa með Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar út þetta keppnistímabil. Þetta hefur Handkastið samkvæmt heimildum í frétt í gærkvöld. Fullvíst er að þær heimildir séu bærilega öruggar enda er Arnar Daði annar ritstjóra...

Dæma tvo leiki í Austurríki á laugardag og sunnudag

Handknattleiksdómararnir Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson hafa nóg að gera um næstu helgi þegar þeir dæma tvo leiki á einum sólarhring í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Þeir dæma fyrri viðureign austurríska liðsins MADx WAT Atzgersdorf og A.C....

Molakaffi: Óðinn, Arnór, Birgir, Elín, Einar, Arnar

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í sjö skotum þegar lið hans Kadetten Schaffhausen vann HC Kriens-Luzern á heimavelli í A-deildinni í handknattleik í Sviss í gærkvöld. Óðinn Þór og félagar hafa yfirburði í deildinni, 24 stig eftir 12...
- Auglýsing -

Benedikt Gunnar komst í úrslit með Kolstad

Kolstad og Runar mætast í úrslitum norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla sunnudaginn 28. desember í Unity Arena í Bærum. Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Kolstad lagði Elverum, 30:27, í undanúrslitum í Elverum. Á sama tíma lagði Runar...

Blomberg-Lippe í undanúrslit annað árið í röð

Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með Blomberg-Lippe í úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar um miðjan mars á næsta ári. Blomberg-Lippe vann stórsigur á SV Union Halle-Neustadt, 35:17, í átta liða úrslitum í kvöld á...

Þýski bikarinn: Fjögur Íslendingalið fóru áfram

Bergischer HC, MT Melsungen, SC Magdeburg og Leipzig komust áfram af hinum svokölluðu Íslendingaliðum í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í karlaflokki í kvöld. Gummersbach, Hannover-Burgdorf, Nordhorn-Lingen og Elblorenz féllu úr leik en Íslendingar koma við sögu í þeim...
- Auglýsing -

Arnór og Jóhannes gátu fagnað eftir grannaslag

Arnór Atlason stýrði sínum mönnum í TTH Holstebro til öruggs sigurs á heimavelli í grannaslag við Mors-Thy í 10. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld, 41:33. Sigurinn færði Holsterbro upp í 5. sæti deildarinnar en Mors-Ty féll niður...

Valur tók öll völd í síðari hálfleik og vann örugglega á Ásvöllum

Valur vann afar sannfærandi sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í upphafsleik 8. umferðar Olísdeildar kvenna, 31:24, eftir að hafa náð mest níu marka forskoti, 29:20, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Valur er áfram efstur með 14...

Patrekur Smári framlengir samning sinn hjá ÍR

Patrekur Smári Arnarsson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2028. Patrekur er fæddur árið 2008 og er uppalinn ÍR-ingur. Hann þykir bráðefnilegur línumaður og er öflugur á báðum endum vallarins.Patrekur hefur einnig verið viðloðinn yngri landslið...
- Auglýsing -

Víðir Garði lagði þýska handknattleikssambandið – Kolovos er klár í slaginn

Eftir að hafa haft betur í deilu við þýska handknattleikssambandið og NHC Northeim hefur handknattleikslið Víðis í Garði fengið til sín Georgios Kolovos, einn af efnilegustu handboltamönnum Grikklands. Félagaskiptin rétt sluppu í gegn áður en félagaskiptaglugganum var lokað. NHC...

Hallgrímur í tveggja leikja bann

Aganefnd hefur úrskurðað Hallgrím Jónasson aðstoðarþjálfara kvennaliðs Stjörnunnar í tveggja leikja bann eftir því sem fram kemur í tilkynningu aganefndar í dag. Þar segir að Hallgrímur hafi hegðað sér mjög ódrengilega að loknum leik Stjörnunnar og KA/Þór í Olísdeild...

EHF veitir Kolstad undanþágu

Norska meistaraliðið Kolstad hefur fengið undanþágu hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, til þess að leika næsta heimaleik sinn í Meistaradeild í Kolstad Arena í Þrándheimi í stað Trondheim-Spektrum. Umræddur leikur verður gegn ungverska meistaraliðinu One Veszprém.Kolstad Arena rúmar 2.500 áhorfendur...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -