- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Molakaffi: Ómar Ingi, Englert, Olympiakos, Hessellund, Sävehof, Kristinn

Ómar Ingi Magnússon er í liði 31. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik þegar það var tilkynnt í gær. Hann átti magnaðan leik þegar Magdeburg vann Hamburg, 32:22, á sunnudaginn. M.a. skoraði hann 12 mörk.Þýski handknattleiksmarkvörðurinn, Sabine Englert, hefur...

Alexandra Líf flytur til Noregs

Handknattleikskonan Alexandra Líf Arnarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Fredrikstad Bkl. Þjálfari liðsins er Elías Már Halldórsson. Alexandra Líf kemur til félagsins frá HK að lokinni tveggja ára veru. Áður hafði hún leikið með Haukum.Alexandra...

Komin heim á Selfoss á nýjan leik

Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir, sem síðustu ár hefur leikið með Stjörnunni, hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára.Katla María lék með Selfoss-liðinu á árunum 2017-2020 áður en hún fór í Stjörnuna. Katla, sem er 21 árs gömul, er...
- Auglýsing -

Donni er í hópi þeirra bestu í Frakklandi

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er einn þriggja sem tilnefndur er í kjöri á bestu hægri skyttu frönsku 1. deildarinnar í handknattleik á tímabilinu 2021/2022. Donni, sem leikur með Pays d'Aix Université Club Handbal eða PAUC, er að ljúka...

Gunnar lengir dvölina um þrjú ár

Baráttujaxlinn Gunnar Kristinn Þórsson Malmquist hefur skrifað undir nýjan þrigga ára samning við Aftureldingu eftir því sem félagið greinir frá í morgun.Gunnar kom til liðs við Aftureldingu sumarið 2014 frá Val og hefur síðan verið helsta driffjöður liðsins, jafnt...

Dagskráin: Næsti úrslitaleikur verður í kvöld

Áfram heldur í kvöld kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna þegar Valur og Fram mætast öðru sinni. Í þetta skipti verður leikið í Origohöll Valsmanna og flautað til leiks klukkan 19.30.Fram vann nauman sigur, 28:27, í fyrstu viðureign liðanna...
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnar Birkir, Egilsnes, Sveinbjörn, Tumi Steinn, Sara Dögg, Zachrisson, Adžić

Arnar Birkir Hálfdánsson og félagar í EHV Aue halda í veika von um að halda sæti sínu í þýsku 2. deildinni eftir að þeir lögðu Empor Rostock, 30:21, á heimavelli í gær. Arnar Birkir skoraði þrjú mörk í leiknum...

Viktor Gísli maður leiksins þriðja sinn í röð – GOG og Aalborg efst

Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í marki GOG í dag þegar liðið vann Skanderborg Aarhus, 32:28, í lokaumferð átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Viktor Gísli stóð í marki GOG annan hálfleikinn og varð níu...

Átta mig ekki almennilega á þessu

„Ég átt mig ekki almennilega á þessu ennþá,“ sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV þegar handbolti.is náði tali af honum eftir sigur ÍBV á Val, 33:31, í annarri viðureign liðanna í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag....
- Auglýsing -

Bökum snúið saman þegar mestu skipti – ÍBV jafnaði metin

Leikmenn ÍBV bitu hressilega frá sér í annarri viðureign sinni við Val í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Þeir sneru leiknum sér í hag á síðustu fimm mínútunum og unnu með tveggja marka mun, 33:31....

Ómar Ingi fór hamförum þegar Magdeburg tryggði sér þýska meistaratitilinn

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum í dag þegar SC Magdeburg vann HSV Hamburg í Hamborg, 32:22, og innsiglaði þar með fyrsta meistaratitil félagsins í 21 ár. Ómar Ingi skoraði 12 mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, auk þriggja...

Auður Brynja og Kubobat valin best hjá Víkingi

Auður Brynja Sölvadóttir og Jovan Kukobat voru valin bestu leikmenn Víkings á nýliðinni leiktíð. Uppskeruhátið og lokahóf handknattleiksdeildar félagsins var haldið á dögunum þar sem veittar voru viðurkenningar til leikmanna.„Gríðarlegur metnaður og stemning er hjá leikmönnum og þjálfurum fyrir...
- Auglýsing -

Er í hópi markahæstu kvenna deildarinnar

Díana Dögg Magnúsdóttir hafnaði í 18. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik en leiktíðinni lauk í gær. Um leið er hún næst markahæsti leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Þetta er alls ekki amalegur árangur hjá...

Myndskeið: Þrumuskot Teits Arnar í Barcelona

Stórskyttan Teitur Örn Einarsson heldur áfram að þenja út netsmöskvana á handknattleiksvöllum Evrópu. Hann skoraði til að mynda þrjú mörk fyrir Flensburg þegar liðið tapaði fyrir Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld. Flensburg tapaði leiknum...

Dagskráin: Svara Eyjamenn fyrir sig eða kemst Valur í góða stöðu?

Önnur úrslitaviðureign ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla verður í Vestmannaeyjum í dag. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16.Reikna má með fjölmenni á leiknum og hörkustemningu. Eyjamenn láta sig aldrei vanta þegar úrslitaleikir...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -