Leó Snær Pétursson tryggði Stjörnunni bæði stigin gegn Aftureldingu á Varmá kvöld í 1. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Hann skoraði úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn, 36:35. Hálfri mínútu áður hafði Guðmundur Bragi Ástþórsson jafnað metin fyrir Aftureldingu...
„Ég hef ýtt á undan mér síðustu ár að fara í aðgerð á öxlinni. Nú er staðan orðin þannig að ég get ekki frestað henni lengur,“ segir Róbert Aron Hostert leikmaður Íslandsmeistara Vals við handbolta.is í dag. Róbert Aron...
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í pólska meistaraliðinu Vive Kielce fengu ekki óskabyrjun í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gærkvöldi er þeir sóttu nýliða keppninnar, Dinamo Búkarest heim. Rúmenska liðið styrktist mikið í sumar og fékk m.a. hinn þrautreynda...
Áfram verður leikið í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld en keppni í deildinni hófst af krafti í gærkvöld með þremur hörkuleikjum. Leikmenn Aftureldingar og Stjörnunnar mætast að Varmá í kvöld. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, stýrir ekki sínum mönnum...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með IFK Skövde á útivelli gegn Malmö í gærkvöld vegna lítilsháttar tognunar í nára. Skövde tapaði leiknum, 36:30. Örn Ingi Bjarkason hefur alveg gefið upp á bátinn að leika með Víkingi í Olísdeildinni í handknattleik...
Keppni í Olísdeild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. Áfram verður haldið á morgun þegar Stjarnan sækir Aftureldingu heim á Varmá kl. 19.30. Fimmti leikur fyrstu umferðar verður háður í Schenkerhöllinni á Ásvöllum á laugardaginn og hefst kl....
Leikmenn Gróttu hófu keppnistímabilið í Olísdeildinni á sama hátt og þeir gerðu fyrir ári, þ.e. næstum því með jafntefli gegn liðinu sem flestir spá að standi upp sem sigurvegari í deildinni næsta vor. Í fyrra voru það leikmenn Hauka...
KA-menn sýndu nýliðum HK enga miskunn í Kórnum í kvöld í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Þeir fögnuðu góðum sigri, 28:25, eftir að hafa verið mest níu mörkum yfir, 27:18, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Nýliðunum tókst...
Rúnar Kárason gerði gæfumuninn í Víkinni í kvöld þegar ÍBV sótti nýliða Víkinga heim og unnu með þriggja marka mun, 30:27, í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Eftir erfiðan fyrri hálfleik þá skaut Rúnar Víkinga í kaf í...
Tomas Axner, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur valið afar sterkan hóp leikmanna til þess að búa sig undir og mæta landsliðum Íslands og Tyrklands í tveimur fyrstu umferðum undankeppni Evrópumótsins í byrjun næsta mánaðar.Af 15 leikmönnum sem...
Talsvert hefur verið um félagaskipti til og frá liðum í Olísdeild karla á síðustu vikum. Í tilefni þess að flautað verður til leiks í Olísdeildinni í kvöld er hér fyrir neðan tæpt á því helsta:Rúnar Kárason til ÍBV frá...
Keppni hefst í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld með þremur leikjum, í Kórnum, Víkinni og í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Áfram verður leikið í deildinni annað kvöld og á laugardaginn. Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna á...
Steinunn Hansdóttir og samherjar í Skandeborg Håndbold unnu sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld þegar þær lögðu København Håndbold, 30:26, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Um var að ræða fyrsta sigur Skandeborg-liðsins í deildinni í fjórum...
Díana Dögg Magnúsdóttir átti annan stórleik á nokkrum dögum með liði sínu BSV Sachsen Zwickau í þýsku 1.deildinni í handknattleik í kvöld þótt það hafi ekki dugað til sigurs gegn meisturum Borussia Dortmund á heimavelli, 34:26.Díana Dögg var í...
Igor Mrsulja, nýr leikmaður Gróttu, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar hefja keppnistímabilið í Olísdeildinni í leikbanni.Mrsulja var úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Patrekur fékk eins leiks bann og verður fjarri góðu...