- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

EM: Króatar komu, sáu og sigruðu – Dönum féll allur ketill í eld

Króatíska landsliðið í handknattleik hélt áfram að skrifa ævintýri sitt á EM kvenna í dag þegar það skellti danska landsliðinu, 25:19, í leiknum um bronsverðlaunin. Liðið lék frábærlega í síðari hálfleik þar sem Danir skoruðu aðeins eitt mark á...

Aron er meiddur – óvissa um næstu leiki

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, meiddist í síðari hálfleik í viðureign Barcelona og Bidasoa Irun í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Vafi leikur á hvort hann getur tekið þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln,...

EM: Lýkur 16 ára bið Dana eða vinna Króatar sín fyrstu verðlaun?

Króatar eiga möguleika á því að vinna til sinna fyrstu verðlauna á stórmóti í handknattleik kvenna í dag. Til þess þurfa þeir að sigra gestgjafana, Dani, í leiknum um bronsverðlaunin á EM í dag. Flautað verður til leiks...
- Auglýsing -

Viggó tyllti sér á toppinn þrátt fyrir tap

Viggó Kristjánsson var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Stuttgart í gærkvöld þegar liðið mætti meisturum THW Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Viggó skoraði sex mörk, þar af þrjú mörk úr vítaköstum, þegar Kiel komst upp í...

Molakaffi: Hörður Fannar og Arnar í sviðsljósinu

Samherjar Harðar Fannars Sigþórssonar í KÍF frá Kollafirði gerðu góða ferð til Þórshafnar í gær þegar þeir unnu Neistan, 23:22, í lokaumferð færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Hörður Fannar gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Hann tognaði á...

Lauk tímabilinu fyrir áramót með stórleik og níunda sigrinum

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld þegar lið hans PAUC-Aix vann Tremblay með fimm marka mun á heimavelli í níunda sigurleik liðsins í röð í efstu deild franska handboltans, 32:27. PAUC er þar með komið upp í...
- Auglýsing -

Elliði Snær á mark mánaðarins – myndskeið

Stórkostlegt mark sem Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði fyrir Gummersbach gegn Hamburg í kappleik liðanna í þýsku 2. deildinni 15. nóvember var valið það glæsilegasta sem skorað var í þýsku deildunum í handknattleik í nóvembermánuði. Niðurstaða kosningarinnar var kynnt...

Þjálfari Ólafs og Teits var látinn taka pokann sinn

Ljumomir Vranjes, þjálfari sænska handknattleiksliðsins IFK Kristianstad var látinn taka pokann sinn í morgun. Félagið tilkynnti uppsögnina í morgun. Vranjes tók við þjálfun IFK snemma árs 2019 og undir hans stjórn var liðið deildarmeistari á síðustu leiktíð. Með Kristianstad...

Tíu úrslitaleikir á EM og sjö gullverðlaun

Norska kvennalandsliðið hefur notið ótrúlegrar velgengni um áratuga skeið. Allt frá fyrsta Evrópumótinu 1994 hefur það verið í fremstu röð og unnið til gullverðlauna í sjö skipti af þeim 13 sem mótið hefur farið fram. Á morgun bætir norska...
- Auglýsing -

Molakaffi: Flytur til Tyrklands og flutningar í Þýskalandi

Norska handknattleikskonan Amanda Kurtovic hefur samið við tyrkneska meistaraliðið Kastamonu Belediyesi Gsk um að leika með því út þetta keppnistímabil. Kurtovic er samningsbundin ungverska stórliðinu Györi en hefur fengið fá tækifæri á tímabilinu eftir að hafa jafnað sig á...

Grétar Ari skellti í lás

Grétar Ari Guðjónsson fór sannarlega hamförum í marki franska liðsins Nice í kvöld þegar það vann Billere, 28:22, á útivelli í B-deildinni í kvöld. Hann varði 17 skot og var með 45% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið. Nice var...

Þórir: Óttinn var meiri en þráin í að vinna

„Í fyrri hálfleik var óttinn við að tapa meiri en þráin til að vinna," sagði Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregi í samtali við norska sjónvarpið í kvöld eftir að lið hans kollvarpaði leik sínum í síðari hálfleik gegn Dönum í...
- Auglýsing -

EM: Þórir og norska landsliðið brutu Dani á bak aftur

Norska landsliðið í handknattleik, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, leikur til úrslita við ríkjandi Evrópumeistara Frakka á Evrópumóti kvenna í Danmörku á sunnudaginn. Noregur vann Danmörk, 27:24, í hörkuleik í undanúrslitum í kvöld. Danir voru sterkari í fyrri hálfleik...

Íslensk samvinna í sigurmarki

Óskar Ólafsson var hetja Drammen-liðsins í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þegar það sótti FyllingenBergen heim í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 33:32. Sigurmarkið skoraði Óskar þegar 55 sekúndur voru til leiksloka eftir sendingu frá hinum hálf...

EM: Allir vindur úr Króötum og Frakkar leika til úrslita

Ríkjandi Evrópumeistarar Frakka leika til úrslita á Evrópumótinu í handknattleik kvenna í Danmörku á sunnudaginn. Þeir unnu spútnik-lið Króata öruggalega í fyrri undanúrslitaleik mótsins í kvöld, 30:19.Leikurinn í Jyske Bank Arena var aldrei spennandi. Greinilegt er að spennufall hefur...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -