Þór Akureyri vann sín fyrstu stig í Olísdeild karla á þessari leiktíð þegar liðið vann ÍR, 26:21, í Austurbergi í kvöld í 3. umferð deildarinnar. Þór var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11. ÍR er þar með áfram stigalaust...
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að möguleiki sé á að fyrirhugaðar æfingabúðir kvennalandsliðsins fari fram í lok október. Á þeim tíma sé opinn gluggi í leikjadagskrá Íslandsmótsins og bikarkeppninnar sem geti verið möguleiki á að nýta til...
„Þetta verður að minnsta kosti alvöru próf fyrir mig og liðið allt,“ segir handknattleiksmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, í samtali við handbolta.is. Hann og nýir samherjar í franska liðinu PAUC sækja stórlið PSG heim til Parísar á sunnudaginn í fyrstu...
Spámaður vikunnar er efnisliður sem handbolti.is hleypti af stokkunum í síðustu viku þegar önnur umferð Olísdeildanna fór fram. Spámaðurinn er fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna.
Í kvöld hefst þriðja umferð Olísdeildar...
Ekkert evrópskt félagslið á eins glæsilega sögu í Meistaradeild Evrópu í handknattleik en Barcelona, liðið sem Aron Pálmarsson leikur með. Aron kemur einmitt talsvert við sögu.
Barcelona tekur annað kvöld á móti Celje Lasko frá Slóveníu í annarri umferð riðlakeppni...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold er á toppi B-riðils Meistaradeildar Evrópu með fjögur stig eftir tvo leiki en liðið vann í kvöld öruggan sigur á Motor Zaporozhye, 38:29, í Álaborg. Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður, er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins.
Álaborgarliðið var...
„Mér gekk vel til að byrja með en síðan sleit ég tvö liðbönd í ökkla á æfingu og hef verið að jafna mig eftir það,“ sagði handknattleiksmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson sem yfirgaf Hauka í sumar gekk til liðs við...
„Undirbúningstímabilið hefur verið óvenjulegt og langt. Nú er manni farið að langa til að spila,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, handknattleiksmaður hjá Magdeburg í Þýskalandi, þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í gær.
Ómar Ingi flutti til Þýskalands í sumar...
Arnar Gunnarsson, fyrrverandi þjálfari Fjölnis og Selfoss, fer vel af stað með liði sínu, Neistin, í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann tók við þjálfun liðsins í sumar.
Neistin hefur unnið tvær fyrstu viðureignir sína. Á síðasta sunnudag vann Neisti...
Á heimsmeistaramóti karla í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi í byrjun næsta árs mega 20 leikmenn vera í hópi hvers landsliðs í stað 16. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur rýmkað reglur í ljósi kórónuveirufaraldursins og til að létta aðeins...
Kvennalið Hauka í Olísdeildinni varð fyrir skakkaföllum í gær þegar í ljós kom að Berglind Benediktsdóttir hafði tábrotnað á æfingu í fyrrakvöld. Hún leikur þar af leiðandi ekki með Haukum á næstunni.
Skarð er fyrir skildi í fjarveru Berglindar....
Danski landsliðsmarkvörðurinn og handknattleiksmaður ársins 2019, Niklas Landin, leikur ekki með þýska meistaraliðinu THW Kiel næstu sex vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í upphitun fyrir viðureign Kiel og Zagreb í Meistaradeild Evrópu á síðasta fimmtudag. Dario Quenstedt...
HSÍ og KKÍ hafa uppfært leiðbeiningar sínar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum. Þar hefur verið gerð ein meginbreyting, nú verða börn talin jafnt sem fullorðnir í heildartölu leyfðra áhorfenda.
Einnig hefur verið ákveðið að opið verður á ný...
Vopnin snerust í höndunum á leikmönnum danska úrvalsdeildarliðsins Vendsyssel í síðari hálfleik í viðureign við Silkeborg-Voel á heimavelli í kvöld en með Vendsyssel leika Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir.
Vendsyssel var þremur mörkum yfir eftir fyrri hálfleik gegn...
Landsliðsmarkvörðurinn ungi, Viktor Gísli Hallgrímsson, átti stórbrotinn leik með GOG í kvöld þegar liðið vann Pfadi Winterthur frá Sviss í 3. umferð EHF-deildarinnar í handknattleik en leikið var á Fjóni.
Viktor varði 17 skot og var með 42,5% hlutfallsmarkvörslu...