- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Hörður vann í markaleik

Hörður á Ísafirði heldur áfram að mjaka sér ofar í Grill 66-deild karla í handknattleik. Liðið er nú komið með 11 stig að loknum sextán leikjum eftir sjö marka sigur á ungmennaliði Selfoss, 40:33 í íþróttahúsinu á Torfnesi í...

Áfram er spenna á toppnum

Víkingar, undir stjórn Jóns Gunnlaugs Viggóssonar, gefa ekkert eftir í toppbaráttu Grill 66-deildar karla í handknattleik. Þeir unnu Vængi Júpiters í kvöld í Dalhúsum með 12 marka mun, 32:19, og eru áfram jafnir HK að stigum. Hvort lið hefur...

Afturelding kvaddi með sigri

Afturelding innsiglaði þátttökurétt sinn í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð með fimm marka sigri á Víkingi á Varmá í kvöld, 23:18, í lokaumferð Grill 66-deildar kvenna. Víkingur var marki yfir í hálfleik, 13:12.Aftureldingarliðið var þegar öruggt um sæti...
- Auglýsing -

Getur orðið skemmtilegur riðill

„Það verður gaman að mæta Ungverjum á heimavelli fyrir framan fulla höll af áhorfendum. Ég reikna með að það verði vel mætt á leikinn og ástandið verði orðið betra í heiminum en nú er,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson einn...

Komum þeim í opna skjöldu

„Við komum leikmönnum Magdeburg í opna skjöldu með því að leika sjö á sex í sókn frá byrjun, nokkuð sem við höfum ekki gert á keppnistímabilinu. Þetta herbragð lagði grunn að sigri okkar,“ sagði Oddur Gretarsson, leikmaðu Balingen-Weilstetten, við...

Dagskráin: Lokaumferð hjá konunum – Víkingar í Dalhús

Nóg verður um að vera í handknattleik hér innanlands í kvöld. Lokaumferð Grill 66-deildar kvenna fer fram með fjórum leikjum auk þess sem þráðurinn verður tekinn upp í 16. og þriðju síðustu umferð Grill 66-deildar karla þar sem Víkingar...
- Auglýsing -

Molakaffi: Roland, Tollbring, Viktor, miðasala EM, Maciel, Horvat

Úkraínska meistaraliðið Motor Zaporozhye, þar sem Roland Eradze er í þjálfarateymi, vann Handball Academy, 47:22, í fyrri undanúrslitaleik liðanna í úkraínsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Liðin eigast við öðru sinni í kvöld.Sænski hornamaðurinn Jerry Tollbring yfirgefur Rhein-Neckar Löwen...

HK-ingar slá ekkert af

Ekki tókst ungmennaliði Vals að leggja stein í götu leikmanna HK í kapphlaupi þeirra síðarnefndu um sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili þegar liðið mættust í Grill 66-deild karla í Origohöll Valsmanna í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu...

Frá Eyjum til Austureyjar – „Þetta verður ævintýri“

Kristinn Guðmundsson annar þjálfari karlaliðs ÍBV hefur samið við EB frá Eiði á Austurey í Færeyjum og tekur til starfa hjá félaginu 1. júlí. „Ég er að fara í uppbyggingarstarf en það eru spennandi einstaklingar í kringum klúbbinn. Aðstaðan...
- Auglýsing -

Kurr á meðal Akureyringa vegna miðasöluklúðurs

Kurr er á meðal stuðningsfólks handknattleiksliðs KA/Þórs sem hafði keypt aðgöngumiða á úrslitaleik Olísdeildar kvenna í handknattleik, á milli Fram og KA/Þórs á laugardaginn. Þeir keyptu í gær miða á leikinn í gegnum miðasölukerfið Stubb en hafa nú fengið...

EM2022: Fyrsti leikur Íslands verður gegn Portúgal

Íslenska landsliðið mætir Portúgal 14. janúar í fyrstu umferð B-riðils Evrópumeistaramótsins í handknattleik samkvæmt leikjaáætlun sem Handknattleikssamband Evrópu gaf út fyrir stundu.Tveimur dögum síðar leikur Ísland við hollenska landsliðið, sem er undir stjórn Erlings Richardssonar. Hinn 18. janúar leikur...

EM2022: Ísland fer til Búdapest

Enn og aftur mætir íslenska landsliðið Portúgal á handknattleiksvellinum þegar Evrópumeistaramótið í handknattleik fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar nk. Dregið var fyrir stundu. Auk Portúgals mætir íslenska landsliðið Ungverjum og Hollandi í B-riðli mótsins sem leikinn...
- Auglýsing -

Hverjum mætir Ísland á EM?

Dregið verður í riðla Evrópumótsins í handknattleik karla í Búdapest í dag kl. 15 en mótið fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu frá 13. til 31. janúar.Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Frökkum, Slóvökum, Hvít-Rússum, Tékkum og Norður-Makedóníu....

Magnað að fá svona stórt tækifæri snemma á ferlinum

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu. Það kom mér í opna skjöldu þegar að ég frétti af áhuga Elverum á mánudaginn í síðustu viku. Eftir það gengu hlutirnir hratt fyrir sig,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, sem...

Dagskráin: Efsta liðið sækir Valsara heim

Ekkert var leikið á Íslandsmótinu í handknattleik karla eða kvenna í gær en í kvöld verður þráðurinn tekinn upp með einum leik í Grill 66-deild karla. Efsta lið deildarinnar, HK, sækir ungmennalið Vals heim í Origohöllina í upphafsleik 16....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -