Kvennalið ÍBV í handknattleik hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Olísdeild kvenna, hvenær sem tækifæri gefst til þess að hefja keppni á nýjan leik. Lina Cardell hefur skrifað undir samning um að leika með liði ÍBV út leiktíðina. Þetta...
Handbolti.is heldur áfram að kynna þá leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 13. janúar. Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á mótinu daginn eftir en þá mætir íslenska landsliðið Portúgölum.Tuttugu leikmenn...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Steinunn Hansdóttir og samherjar í Vendsyssel töpuðu í gærkvöld fyrir Nyköbing í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 32:24, á útivelli. Elín Jóna varði fjögur skot, þar af eitt vítakast, í marki Vendsyssel þann tíma sem hún var...
„Ég nýtti tækifæri mitt vel, var með góð innkomu og flottar vörslur en það leiðinlega var að við náðum ekki stigunum tveimur sem voru í boði,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður í samtali við handbolta.is eftir landsleikinn við Portúgal...
„Mér fannst við eiga alveg jafna möguleika að þessu sinni. Ef við hefðum ekki farið illa með góð færi síðustu tíu mínúturnar hefði sigurinn alveg eins getað fallið okkur í skaut,“ sagði Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins við handbolta.is...
„Ég er svekktur að fara ekki með eitt eða tvö stig úr leiknum,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, eftir tveggja marka tap fyrir Portúgal, 26:24, í undankeppni EM í handknattleik í Porto í kvöld.„Það sem fór...
„Ég er mjög óhress með að dómararnir hafi ekki þorað að gefa rautt spjald fyrir líkamsárásina á Alexander Petersson,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is eftir tapið fyrir Portúgal í undankeppni EM í...
Portúgal vann Ísland, 26:24, í leik þjóðanna í undankeppni EM í handknattleik karla í Porto í kvöld. Heimamenn voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11.Alexander Petersson hlaut höfðuðhögg snemma leiks og kom ekkert við sögu eftir það....
Hollenska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Erlings Richardssonar, tapaði illa fyrir landsliði Slóvena í undankeppni EM í handknattleik í dag en leikið var í Almeri í Hollandi í dag. Eftir góðan fyrri hálfleik þá brusti flóðgáttirnar í síðari...
„Ég er að sjálfsögðu mjög stoltur að eiga þessa drengi, það er ekki hægt annað,“ segir Gunnar Malmquist Gunnarsson, faðir landsliðsfyrirliðanna í handknattleik og knattspyrnu í samtali við Akureyri.net í dag og sagðist ekki geta neitað því þegar spurt var...
Færeyskir fjölmiðlar greina frá því í dag að átta af 22 sem voru í tékkneska landsliðshópnum sem kom til Færeyja í gær hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni. Hallur Danielsen hjá Handknattleikssambandi Færeyja staðfestir fjöldan í samtali við in.fo í...
„Ég er vitanlega ánægður með úrslitin en ekki síður með hugarfarið og stemninguna innan liðsins,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, við handball-world í dag eftir níu marka sigur þýska landsliðsins á austurríska landsliðinu í undankeppni EM í handknattleik, 36:27....
Arnór Þór Gunnarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik í kvöld þegar leikið verður við landslið Portúgals í Porto í undankeppni EM í handknattleik karla. Arnór Þór tekur við fyrirliðabandinu af Aroni Pálmarssyni sem er fjarri góðu gamni vegna...
Það var líf og fjör í Víkinni í gærkvöld þar sem handknattleiksdómarar voru við æfingar. Dómarar fengu undanþágu frá heilbrigðisráðuneytinu í lok desember og munu æfa saman þangað til þeir mega flauta að nýju til leiks á Íslandsmótinu.Eftirlitsmaðurinn...
Ekkert verður af fyrirhuguðum leik Færeyinga og Tékka í undankeppni EM karla í handknattleik karla sem til stóð að færi fram i Höllinni á Hálsi í Þórshöfn í kvöld. Færeyska handknattleikssambandið tilkynnti fyrir hádegið að leikmenn innan tékkneska landsliðsins...