Vegna hertra sóttvarnarreglna heilbrigðisráðherra hefur leikjum Þórs og KA annarsvegar og ÍBV 2 og Vængja Júpiters hins vegar í fyrstu umferð Coca-Cola bikars karla í handknattleik, sem til stóð að færu fram í kvöld á Akureyri og í...
Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram og íslenska landsliðsins, hefur ákveðið á að ganga nú þegar til liðs við sænska liðið Lugi HF í Lundi. Fram hefur samþykkt félagsskiptin. Hafdís þekkir vel til sænska handboltans eftir að hafa leikið með Boden...
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark og fékk að spara mestu kraftana þegar Barcelona rúllaði yfir Puerto Sagunto, 43:25, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í jafnmörgum leikjum í deildinni á keppnistímabilinu. Leikið...
Æfingar fullorðinna og keppni í handknattleik verður óheimil á höfuðborgarsvæðinu frá og með miðnætti til og með 19. október. Fimmtán og ára og yngri mega stunda æfingar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir...
„Við fórum bara vítt og breitt yfir sviðið og fórum yfir þá stöðu sem upp er komin. Hinsvegar voru engar ákvarðanir teknar á fundinum. Okkur þótti best að bíða og sjá hvað stendur í reglugerð heilbrigðisráðherra sem verður væntanlega...
Kristján Örn Kristjánsson átti mjög góðan leik fyrir PAUC, Aix, í kvöld þegar lið hans vann sinn fyrsta leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik þegar það sótti Istres heim, lokatölur 27:21.
Kristján Örn var markahæstur hjá PAUC. Hann...
Tvö af hinum svokölluðu Íslendingaliðum eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku 1. deildinni í handknattleik en önnur umferð hófst í kvöld með sex viðureignum. Rhein-Neckar Löwen og Melsungen hrósuðu öðrum sigrum sínum meðan Göppingegn og...
Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold lentu í kröppum dansi í kvöld þegar þeir sóttu Fredericia Håndboldklub heim í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Átta mínútum fyrir leikslok voru heimamenn tveimur mörkum yfir, 30:28, eftir að hafa verið með frumkvæðið um skeið...
Í dag kom nýr þáttur frá þríeykinu í Handboltinn okkar. Að þessu sinni fjölluðu þeir um 4. umferðina í Olísdeild karla og völdu þá leikmenn sem koma til greina sem BK leikmaður umferðarinnar.
https://open.spotify.com/episode/5WdBihDiTB8aklTianb67z?si=-uxDCKjkQVmLfEJQmfVATw&fbclid=IwAR1_Cor--30-QS3WnS6Y-tQg0BttcXAAJIeMoiTL5O_gExOvVKo_PXseCQE
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur mælt með í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikur. Þórólfur greindi frá þessu á fundi Almannavarna sem stendur yfir.
Sennilegt má telja að reglugerð...
Framhald Íslandsmótsins í handknattleik verður ákveðið á formannafundi Handknattleikssambands Íslands sem hefst klukkan 17 í dag. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti þetta í samtali við handbolta.is.
Til stóð að formannafundur yrði haldinn í hádeginu í dag en í...
Handknattleikslið Kríu hefur sent frá sér yfirlýsingu um að liðið hafi ákveðið að gera hlé á æfingum frá og með deginum í dag í ljósi vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þráðurinn verður tekinn upp þegar ástandið batnar.
Forráðamenn Kríu...
Að tilmælum Almannavarna hefur leik Hauka og Selfoss í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handknattleik sem fram átti að fara í Schenkerhöllinni í kvöld verið frestað um ótiltekinn tíma.
Eins og kom fram í frétt handbolta.is...
Talant Dujshebaev, þjálfari pólska handknattleiksliðsins Vive Kielce, og leikmenn liðsins senda Hauki Þrastarsyni stuðnings- og baráttukveðjur á Facebook-síðu liðsins í morgun. Staðfest var í gær að fremra krossband í vinstra hné Hauks er slitið og verður hann af þeim...
Flest bendir til þess að æfingar og keppni í handknattleik falli niður næstu tvær vikur hið minnsta, ef marka má viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir stundu.
Þar sagði Víðir að í undirbúningi væru tillögur...