MT Melsugen vann meistara SC Magdeburg með átta marka mun á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld, 31:23, og tók þar með afgerandi forystu í deildinni. Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson komu mikið við...
Áfram eru Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting Lissabon í efsta sæti portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þeir félagar unnu Ágúas Santas Milaneza, 36:28, á heimavelli í kvöld og hafa þar með unnið 12 fyrstu leiki sína í...
Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir leika í riðlakeppni Evrópudeildar kvenna þegar hún hefst eftir áramótin. Lið þeirra, Blomberg-Lippe, tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppninni með því að leggja TuS Metzingen öðru sinni í síðari leik liðanna...
Haukar unnu fyrri viðureignina við HC Dalmatinka Ploce í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Ploce í Króatíu í kvöld, 24:23, eftir að hafa verið undir allan leikinn. Rakel Oddný Guðmundsdóttir skoraði markið sem reyndist ráða úrslitum þremur...
Dana Björg Guðmundsdóttir, landsliðskona í handknattleik, var markahæst hjá Volda með sjö mörk þegar liðið vann Storhamar2, 27:23, í næst efstu deild norska handknattleiksins í dag. Volda er efst í deildinni með 15 stig eftir níu leiki. Fjellhammer er...
Víkingur vann HK, 28:26, í áttundu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í Kórnum í Kópavogi í dag. Sigurinn var afar sannfærandi. Víkingsliðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 12:7, Víkingum í...
„Frammistaðan var frábær og ég er fyrir vikið stoltur af liðinu og þeirri liðsheild sem skóp sigurinn. Varnarleikurinn var frábær allan leikinn. Okkur tókst að stöðva línuspil og annað í leik Kristianstad sem gerði okkur lífið leitt í fyrri...
Valur er kominn í 16-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir annan sigur á Kristianstad HK í 32-liða úrslitum í Kristianstad Arena í dag, 29:24. Samanlagt vann Valur rimmu liðanna, 56:48. Frábær varnarleikur og stórleikur Hafdísar Renötudóttir markvarðar lagði...
„Þetta er lið sem leggur mikið áherslu á að leika hratt og að standa framliggjandi vörn. Lítið annað vitum við svo sem um andstæðinginn. Við búum okkar undir erfiðan leik í kvöld,“ segir Díana Guðjónsdóttir annar þjálfara Hauka þegar...
Leikið verður í Grill 66-deildum karla og kvenna í dag og í kvöld. Einnig standa lið Vals og Hauka í ströngu í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik ytra í dag. Valur leikur í Svíþjóð gegn Kristianstad HK öðru sinni í...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði sjö mörk og átti eina stoðsendingu í naumum sigri Skanderborg AGF á Ribe-Esbjerg, 27:26, í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikið var í Esbjerg. Donni var markahæstur leikmanna Skanderborg AGF ásamt Emil Lærke.Skanderborg AGF er...
Víkingur mjakaði sér nær efstu liðum Grill 66-deildar karla í handknattleik með sigri á Haukum2 á Ásvöllum, 32:30, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:16. Víkingur hefur þar með átta stig að loknum sex leikjum...
Fram2 lyfti sér upp í annað sæti Grill 66-deildar kvenna með eins marks sigri á Aftureldingu að Varmá í kvöld, 31:30, í hörkuleik. Á sama tíma fögnuðu FH-ingar öðrum sigri sínum í deildinni þegar þeir lögðu Berserki, 32:20, í...
Valur átti ekki í erfiðleikum með HK í lokaleik 10. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Valsliðið vann með 10 marka mun, 33:23, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 15:9. Fljótlega...
Franska stórliðið PSG hefur hafið leit að nýjum þjálfara fyrir karlalið félagsins eftir að Spánverjinn Raúl Gonzalez var ráðinn landsliðsþjálfari Serbíu í karlaflokki. Gonzalez tekur við þjálfun landsliðsins um mitt næsta ár og á að rífa það upp ládeyðu...