Það verður Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar hans í Barcelona sem mæta ungverska liðinu One Veszprém í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik karla í Kaíró í Egyptaland á fimmtudaginn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Afríku- og Egyptalandsmeisturum Al Ahly,...
Bjarki Már Elísson og liðsfélagar í One Veszprém leika annað árið í röð til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró í Egyptalandi. Þeir lögðu Evrópumeistara SC Magdeburg í bragðdaufum undanúrslitaleik í dag, 23:20, eftir að hafa verið tveimur mörkum...
Þrjár úr Íslandsmeistaraliði Vals eiga sæti í úrvalsliði 3. umferðar Olísdeildar kvenna sem valið var af Handboltahöllinni í þætti gærkvöldsins. Auk þess er þjálfari Vals, Anton Rúnarsson, þjálfari umferðarinnar. Konurnar þrjár eru Ágústa Þóra Ágústsdóttir, Hafdís Renötudóttir og Lovísa...
Haukar og Stjarnan eiga tvo fulltrúa hvort í úrvalsliði 4. umferðar Olísdeildar karla sem valið var í þætti Handboltahallarinnar sem að vanda var sendur út á mánudagdagskvöld.Aron Rafn Eðvarðsson markvörður og Skarphéðinn Ívar Einarsson koma úr röðum Hauka eftir...
Brynjar Hólm Grétarsson leikmaður Þórs og Valsarinn Viktor Sigurðsson verða gjaldgengir í næstu leikjum Þórs og Vals þrátt fyrir að hafa fengið rauð spjöld í viðureignum liðanna í fjórðu umferð Olísdeildar í síðustu viku. Mál þeirra voru tekin fyrir...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir leikmaður Hauka hefur stimpalð sig inn í Olísdeildina eftir að hún flutti heim í sumar. Jóhanna Margrét hefur skorað rúmlega 10 mörk í leik með Haukum til þessa, alls 31 mark í þremur leikjum.ÍR-ingurinn Sara Dögg...
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði þrjú mörk í átta skotum í sjö marka sigri IFK Kristianstad á nágrannaliðinu, HF Karlskrona, 36:29, á heimavelli í gær.Arnór Viðarsson skoraði einnig tvisvar fyrir Karlskrona-liðið en þurfti þrjú markskot til þess.IFK Kristianstad er í...
Fram 2 endurheimti í kvöld efsta sæti Grill 66-deildar karla eftir öruggan sigur á HK 2, 31:27, í síðasta leik fjórðu umferðar í Kórnum í Kópavogi. Framarar hafa unnið alla leiki sína til þessa. Þeir voru fjórum mörkum yfir...
Afturelding vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni í Grill 66-deild kvenna í kvöld. Aftureldingarliðið lagði Val 2 í N1-höllinni á Hlíðarenda, 33:26, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 14:13.Afturelding hefur þar með fengið þrjú stig að loknum...
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið er stundum sagt. Ljóst er að forsvarsfólk handknattleikssambands Portúgals hefur það í huga þessa dagana því sambandið er þegar byrjað að auglýsa viðureign Portúgals og Íslands í undankeppni EM kvenna 2026...
Samkvæmt fyrstu skoðun og áliti er ekki útlit fyrir að meiðsli landsliðsmannsins Janusar Daða Smárasonar séu eins alvarleg og óttast var í gærkvöldi eftir að hann meiddist í viðureign með Pick Szeged gegn Tatabánya í ungversku úrvalsdeildinni í handknattleik.Heimildir...
Frakkinn Franck Maurice var í morgun rekinn úr starfi þjálfara egypska liðsins Zamalek, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Forráðamönnum félagsins mislíkaði svo spilamennska liðsins gegn Barcelona á heimsmeistaramóti félagsliða í gær að þeir sáu enga aðra...
Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg er í úrvalsliði þýsku 1. deildarinnar fyrir septembermánuð. Skal svo sem engan undra vegna þess að hann hefur leikið afar vel fyrir liðið á upphafsvikum deildarkeppninnar.Ómar Ingi hefur skorað 49 mörk...
Þriðja umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik dreifðist á þrjá leikdaga, miðvikudag, laugardag og sunnudag.Til stendur að leikir fjórðu umferðar fari fram á miðvikudag og laugardag.ÍBV - Selfoss, kl. 18.30 - 1. október.Stjarnan - Valur, kl. 19.30 - 1. október.Fram...
Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik hefur skrifað undir nýjan samning við svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen sem gildir til ársins 2030. Fyrri samningur Óðins Þórs var til ársins 2027. Hann gekk til liðs við Kadetten Schaffhausen sumarið 2022 og...