Fréttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki kvöld íslensku þjálfaranna í Danmörku

Íslensku handknattleiksþjálfarar áttu erfitt uppdráttar í fyrstu umferð úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Guðmundur Þórður Guðmundsson fékk ekki við neitt ráðið og varð að sætt sig við að hans menn í Fredericia HK töpuðu fyrir Ringsted á...

Elliði Snær lét til sín taka í Íslendingaslag

Elliði Snær Viðarsson lét hressilega til sín taka í kvöld í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar Gummersbach vann neðsta lið deildarinnar, Balingen-Weilstetten, með átta marka mun á heimavelli, 33:25. Elliði Snær skoraði átta mörk í níu...

Færeyska landsliðið er komið til landsins – æfði í Víkinni

Færeyska kvennalandsliðið í handknattleik kom til Íslands í dag og hélt strax áfram undirbúningi fyrir leikinn við íslenska landsliðið í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður frítt inn...
- Auglýsing -

Dagskráin: Fá atriði í óvissu fyrir lokaumferðina

Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Allar viðureignir hefjast kl. 19.30. FH er þegar orðinn deildarmeistari og fær verðlaun sín afhent eftir viðureignina við KA í Kaplakrika. Þótt víst sé hvaða átta lið taka þátt...

Fimmti sigurinn hjá Þóri – vinna Evrópubikarinn

Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann ungverska landsiðið með 15 marka mun, 33:18, í Asane Arena í Ulset í Noregi í kvöld í Evrópubikarkeppninni í handknattleik. Þar með tryggði norska landsliðið sér sigur í keppninni sem þátttakendur eru...

Ekkert hik á Bjarka Má og félögum – eiga sæti í átta liða úrslitum

Fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla lauk í kvöld. Þar með liggur ljóst fyrir hvaða lið mætast í átta liða úrslitum. Leikirnir fara fram 24. apríl og 1. maí. Í átta liða úrslitum mætast:Montpellier – THW Kiel.Industria Kielce...
- Auglýsing -

Sádar hafa ekki lengur áhuga á HM félagsliða

Flest bendir til þess að heimsmeistaramót félagsliða í handknattleik verði ekki oftar haldið í Sádi Arabíu. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, er sagt líta í kringum sig eftir nýjum keppnisstað. Mótshaldarar í Sádi Arabíu eru sagðir áhuglausir um að vera áfram...

Staðfest félagaskipti leikmanna og þjálfara

Hér fyrir neðan er staðfestar breytingar meðal íslensks handknattleiksfólks sem taka gildi í sumar, að loknu keppnistímabilinu. Leikmenn:Þorsteinn Leó Gunnarsson frá Aftureldingu til Porto.Ýmir Örn Gíslason frá Rhein-Neckar Löwen til Frisch Auf! Göppingen.Teitur Örn Einarsson frá Flensburg til Gummersbach.Janus Daði...

Annar leikmaður Selfoss kveður eftir fall liðsins

Selfyssingurinn Gunnar Kári Bragason hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Hann er annar leikmaðurinn sem kveður Selfossliðið á jafnmörgum dögum eftir að liðið féll úr Olísdeildinni í fyrrakvöld að lokinni níu ára samfelldri veru. Sjá einnig: Stjarnan...
- Auglýsing -

Sigvaldi og Dagur unnu – Róbert tapaði

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í norska meistaraliðinu Kolstad unnu í gær sinn 23. leik í deildinni af 25 mögulegum. Kolstad lagði þá góðkunningja Aftureldingar, Nærbø, 36:28, í Kolstad Arena. Sigvaldi Björn skoraði tvö mörk en nokkrir af helstu...

Molakaffi: Hansen, Mørk, Hannes

Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen tilkynnti í gær formlega að hann ætlaði að hætta handknattleik í sumar. Hansen lýkur leik með Aalborg Håndbold í sumarbyrjun en ætlar að gefa kost á sér í danska landsliðinu sem tekur þátt í Ólympíuleikunum...

Tókst að gera þetta vel

„Það er alltaf áskorun að leika gegn liði sem fyrirfram er lakara og halda úti gæðaleik frá upphafi til enda. Okkur tókst að gera þetta vel og ljúka leiknum með mjög öruggum sigri,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona í...
- Auglýsing -

Kláruðum þetta verkefni faglega – úrslitaleikur á Ásvöllum á sunnudaginn

„Mér fannst við klára þetta faglega í dag og förum sátt frá þessum leik,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í kvöld eftir sigur á Lúxemborg, 31:15, í fimmtu og síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna...

Haukur og félagar fóru örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar

Haukur Þrastarson og liðsfélagar í pólska meistaraliðinu eru komnir í átta liða úrslit í Meistaradeildar karla í handknattleik eftir að hafa lagt danska meistaraliðið GOG öðru sinni á einni viku á heimavelli í kvöld, 33:28. Kielce vann samanlagt með...

Anton Gylfi og Jónas eru komnir til Parísar

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma leik PSG og Wisla Plock í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Leikurinn fer fram í París annað kvöld og hefst klukkan 18.45. Um er að ræða síðari leik liðanna í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -