Danska handknattleikssambandið leitar að nýjum aðalstyrktaraðila framan á keppnistreyjum karlalandsliðsins. Orku- og fjarskiptafyrirtækið Norlys, sem hefur auglýst framan á keppnistreyjum liðsins frá 2021, hefur ákveðið að framlengja ekki samstarfið þegar það rennur út 30. júní 2026, að því er...
Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum þegar Chambéry vann öruggan sigur á Toulouse, 34:29, í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Leikið var á heimavelli Chambéry. Sveinn lék með í 36 mínútur. Auk markanna fjögurra var honum...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk, eitt úr vítakasti, þegar lið hans Sporting vann Porto, 36:32, í uppgjöri tveggja efstu liða í portúgölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Porto. Sporting var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15.
Þorsteinn...
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot, 29,4%, fyrir lið Barcelona þegar liðið vann Villa de Aranda, 34:28, í 12. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Villa de Aranda.
Filip Šarić var hluta leiksins í marki Barcelona...
Blær Hinriksson og félagar fögnuðu fyrsta sigri sínum á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni í kvöld er þeir lögðu HSV Hamburg á heimavelli, 29:27. Leipzig færðist upp að hlið Wetzlar með fimm stig en liðin eru í tveimur neðstu...
Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk byltu undir lok fyrri hálfleiks í viðureign Magdeburg og MT Melsungen í kvöld og fékk þungt högg á hægri síðuna. Hann mætti þjáður til leiks í síðari hálfleik og hélt eitthvað áfram að leika með...
Vonir Dana um að leika til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik urðu að engu í kvöld þegar lið þeirra tapaði fyrir töluvert vængbrotnu liði Frakka, 31:26, í síðustu viðureign átta liða úrslita í Rotterdam í kvöld. Frakkar voru...
Eftir fjóra tapleiki í röð í Olísdeildinni tókst HK loks að krækja í tvö stig í kvöld er liðið lagði Stjörnuna með minnsta mun, 24:23, í Kórnum í 14. umferð. Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok....
Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir Pick Szeged er liðið vann FTC, 33:30, í Búdapest í kvöld í viðureign liðanna í ungversku úrvalsdeildinni í handknattleik. Með sigrinum færðist Pick Szeged á ný upp í efsta sæti deildarinnar með...
Viggó Kristjánsson lék með HC Erlangen á nýjan leik í kvöld eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla. Endurkoma hans nægði liðinu ekki að þessu sinni því það tapaði í heimsókn til GWD Minden, 30:29, í jafnri viðureign.
https://www.youtube.com/watch?v=pSrRk3Pt258
Viggó skoraði sex...
Króatíska landsliðið í handknattleik kvenna fetaði í fótspor íslenska landsliðsins í kvöld með öruggum sigri á Kína í úrslitaleik forsetabikarsins á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. Króatar unnu Kínverja í úrslitaleiknum með miklum yfirburðum, 41:22, eftir að hafa verið 10...
Holland og Evrópumeistarar Noregs mætast í undanúrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Rotterdam á föstudaginn. Hollendingar unnu öruggan sigur á Ungverjum, 28:23, í átta liða úrslitum í kvöld eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik. Ungverjar, sem unnu bronsverðlaun...
Línumaðurinn Sveinn Jose Rivera og markvörðurinn Petar Jokanovic voru öflugir með liði ÍBV í sigurleik á Stjörnunni í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Sveinn var óstöðvandi á línunni og varð markahæstur leikmanna ÍBV.
Myndskeið úr Handboltahöllinni með tilþrifum þeirra...
„Valur er með besta liðið,“ sagði Ásbjörn Friðriksson sérfræðingur Handboltahallarinnar spurður hvert væri besta lið Olísdeildar karla í handknattleik um þessar mundir, borið saman við Hauka en liðin eru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum deildarinnar fyrir leiki...
Nebojsa Simic, markvörður MT Melsungen í Þýskalandi og aðalmarkvörður landsliðs Svartfellinga, sleit krossband í apríl á þessu ári. Hann hefur tekið endurhæfinguna mjög alvarlega og ekki látið nægja að fylgja fyrirmælum lækna og sjúkraþjálfara til að styrkja hné. Hann...