Færeyingar unnu öruggan sigur á landsliði Paragvæ í síðasta leik sínum í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í dag, 36:25. Leikið var í Tríer. Færeyska liðið er þar með gulltryggt í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn en þetta er...
„Við vorum grimmar frá fyrstu mínútu eins og nauðsynlegt er í svona leikjum,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik eftir sigurinn á Úrúgvæ í dag, 33:19. Sigurinn innsiglaði íslenska landsliðinu sæti í milliriðlakeppni HM sem hefst á þriðjudaginn...
„Við höfum náð stóru markmiði með þessum sigri. Við vorum einu marki frá milliriðli á HM fyrir tveimur árum en nú er þetta komið,“ sagði glaðbeitt Katrín Tinna Jensdóttir landsliðskona í viðtali við handbolta.is eftir sigurinn á Úrúgvæ á...
Íslenska landsliðið sigldi örugglega áfram í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í Þýskalandi með öruggum sigri, 33:19, á landsliði Úrúgvæ í síðustu umferð C-riðils í Porsche Arena í Stuttgart í dag. Íslenska liðið gerði út um leikinn þegar í fyrri hálfleik. Þegar...
Sigurinn á Úrúgvæ á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í dag, 33:19, er sá fyrsti hjá íslensku landsliði í boltaíþrótt í lokakeppni stórmóts síðan karlalandsliðið í handbolta vann Argentínu í síðasta leik sínum á HM í Króatíu 26. janúar...
Engin breyting verður á leikmannahópi Íslands sem mætir Úrúgvæ í dag frá viðureigninni við Serba í fyrrakvöld á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. Alexandra Líf Arnarsdóttir og Andrea Jacobsen verða utan hópsins. Andrea var kölluð inn í 18 kvenna hópinn...
Andrea Jacobsen hefur verið skráð til leiks á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik og verður þar af leiðandi gjaldgeng í leikinn við Úrúgvæ í dag. HSÍ tilkynnti þetta fyrir stundu en Andrea meiddist á ökkla fyrir þremur vikum og hefur...
„Þótt Úrúgvæar hafi tapað stórt fyrir Þýskalandi þá er nú margt í lið þeirra spunnið og ljóst að við verðum að koma vel undirbúnar í viðureignina gegn þeim,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna um andstæðing íslenska landsliðsins...
Úrúgvæ, andstæðingur íslenska landsliðsins í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik, er að taka þátt í þriðja sinn í lokakeppni HM, alveg eins og Ísland. Úrúgvæ vann sér fyrst þátttöku á HM 1997 sem einnig fór fram í Þýskalandi....
„Það er gaman fyrir okkur að fara í leik á HM þar sem við eigum að vera sterkara liðið. Hins vegar má ekki gleyma því að leikmenn Úrúgvæ kunna alveg handbolta og við verðum að búa okkur vel undir...
„Mér finnst þetta hneykslanlegt og sýnir að íþróttir kvenna eru settar skör lægra,“ sagði Randi Gustad, formaður norska handknattleikssambandsins, í samtali við Dagbladet í Noregi. „Ég býst við meiru af evrópsku stórveldi eins og Þýskalandi hvað varðar samfélagslega ábyrgð...
Ísak Steinsson markvörður kom lítið við sögu þegar Drammen HK vann Follo, 34:27, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Ísak spreytti sig á einu vítakasti en hafði ekki erindi sem erfiði. Oscar Larsen Syvertsen, hinn markvörður Drammen, varði...
Tilen Kodrin tryggði Gummersbach annað stigið gegn Flensburg á útivelli í gríðarlegum baráttuleik í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Kodrin skoraði jöfnunarmarkið á síðustu sekúndu, 37:37. Nokkrum sekúndum áður var Marko Grgic nærri búinn að innsigla sigur...
ÍR-ingar unnu loksins leik í Olísdeildinni í kvöld þegar þeir lögðu Þórsara, 34:31, í síðasta leik 12. umferðar í Skógarseli. Sigurinn var afar sannfærandi því ÍR-liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Í hálfleik var forskot ÍR-inga fimm...
Engin breyting er á stöðu tveggja efstu liða Grill 66-deildar karla eftir að 13. umferð lauk í dag. Grótta vann HK 2 með 24 marka mun í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi, 49:25, eftir að hafa verið 13 mörkum yfir í...