Tilkynning frá HSÍ
Andrea Jacobsen, leikmaður þýska félagsins Blomberg-Lippe, hefur yfirgefið íslenska landsliðshópinn, samkvæmt tilkynningu sem var að berast frá Handknattleikssambandi Íslands rétt í þessu.
Andrea meiddist á ökkla stuttu fyrir Heimsmeistaramótið. Hún tók samt sem áður þátt í undirbúningi liðsins...
„Hópurinn var svekktur eftir leikinn í gær en hefur jafnað sig í dag og er byrjaður að búa sig af krafti undir leikinn við Spánverja á morgun,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann á fundi...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað rekstrarfélag þýska handknattleiksliðsins HB Ludwigsburg um 25.000 evrur fyrir að gefa upp villandi upplýsingar um fjárhagsstöðu sína þegar félagið sótti um keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki í vor. Tveimur mánuðum síðar var...
Dómstóll HSÍ hefur fellt dóm í kæru Víkings vegna framkvæmdar leiks liðsins við Val 2 í Grill 66-deild karla í nóvembermánuði. Dómurinn féll Val í vil og kröfum Víkings hafnað þar sem um dómaramistök hafi verið að ræða og...
Matthildur Lilja Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik hefur jafnað sig af veikindum sem slógu hana út af laginu í fyrrinótt og urðu þess valdandi að hún gat ekki tekið þátt í leiknum við Svartfellinga í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í gær.
„Matthildur er...
Íslenska landsliðið í handknattleik fékk ekki draumabyrjun í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í gær þegar það tapaði með níu marka mun, 36:27, fyrir Svartfellingum eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 14:11. Leikið var í Westfalenhalle...
ÍR-ingar unnu sinn fyrsta leik í Olísdeild karla á þessari leiktíð er þeir lögðu Þórsara í Skógarseli, 34:31. Farið var rækilega yfir leikinn og frammistöðu ÍR-liðsins í honum í Handboltahöllinni síðasta mánudag.
Ásbjörn Friðriksson annar sérfræðingur þáttarins að þessu...
Þjóðverjar unnu Færeyinga, 36:26, í fyrstu umferð milliriðils tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Dortmund í gær. Lið beggja þjóða eru með íslenska landsliðinu í riðli á mótinu. Þrátt fyrir tapið þá er ekki öll von úti hjá...
Handknattleikskonan Aldís Ásta Heimisdóttir leikur ekki fleiri leiki með sænska meistaraliðinu Skara HF. Hún er barnshafandi og er að flytja heim til Akureyrar ásamt sambýlismanni eftir þriggja og hálfs árs veru í Skara.
Frá þessu er sagt á heimasíðu Skara...
Íslands- og bikarmeistarar Fram töpuðu sjötta og síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir sóttu Elverum heim. Fjórtán marka munur var á liðunum þegar upp var staðið, 38:24. Þegar fyrri hálfleikur var að baki...
Hér fyrir neðan eru úrslit 6. og síðustu umferðar riðlakeppni Evrópudeildar karla sem fram fór í kvöld og stuttlega farið yfir hvað íslensku handknattleiksmennirnir gerðu með liðum sínum, að leikmönnum Fram undanskildum.
A-riðill:
AHC Potaissa Turda - Saint Raphaël 25:34 (11:19).
Flensburg-Handewitt...
„Við byrjuðum síðari hálfleik frekar illa, varnarleikurinn var alls ekki nógu góður og spennustigið ekki rétt,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik í viðtali við handbolta.is í Westfalenhallen eftir níu marka tap fyrir Svartfjallalandi, 36:27, í fyrstu umferð...
„Mér fannst varnarleikurinn fara úrskeiðis í kvöld. Við vorum ekki nógu þéttar sem varð til þess að Svartfellingar fengu of mörg auðveld mörk,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is eftir tapleikinn, 36:27, fyrir Svartfellingum í milliriðlakeppni...
„Varnarlega vorum við alltfo linar, náðum aldrei takti. Í sókninni vorum við full staðar og ég klikkaði á dauðafærum sem ég að skora úr,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir níu marka tap...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik 2025 sem stendur yfir í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Dagskráin verður birt daglega og úrslit leikja uppfærð.
Stöðunni í riðlunum verður bætt við eftir að...