- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Annar stórsigur og lærisveinar Arons í milliriðil

Kúveit undir stjórn Arons Kristjánssonar vann geysilega öruggan sigur á Hong Kong, 39:25, í annarri umferð forkeppni HM 2026 í C-riðli Asíumótsins í Kúveit í dag. Með sigrinum tryggði Kúveit sér sæti í milliriðli. Næst mætir Kúveit liði Sameinuðu arabísku...

„Færeyjar með bestu stuðningsmenn í heimi“

Elias Ellefsen á Skipagøtu fer ekki ofan af því að stuðningsmenn færeyska landsliðsins í handknattleik séu þeir bestu í heimi. Færeyjar knúðu fram dramatískt 28:28 jafntefli gegn Sviss í fyrstu umferð D-riðils Evrópumótsins í Unity Arena í Bærum í Noregi...

Handboltahöllin: Er hún með versta umboðsmann allra tíma?

Keppni hófst á nýjan leik í Olísdeild kvenna síðasta laugardag. Handboltahöllin, vikulegur þáttur um handbolta, hóf þar með göngu sína aftur eftir jólaleyfi. Á mánudagskvöld var farið yfir viðureignir 12. umferðar Olísdeildar kvenna og magnaða frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í stórsigri...
- Auglýsing -

Þessum leik mun ég aldrei gleyma

„Ég held að maður muni aldrei gleyma þessum leik, fyrsta markinu á stórmóti og allri þessari stemningu,“ sagði Andri Már Rúnarsson sem lék sinn fyrsta landsleik á stórmóti í gærkvöld þegar íslenska landsliðið vann Ítalíu, 39:26. Andri Már lék...

Handboltahöllin: Snyrtileg vippa

Elísa Elíasdóttir skoraði fallegt mark fyrir Val í öruggum sigri á Fram í 12. umferð Olísdeildar kvenna í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal síðastliðinn laugardag. Handboltahöllin, vikulegur þáttur á mánudagskvöldum, sýndi frá markinu sem Elísa skoraði eftir einkar vel útfærða skyndisókn. Myndskeið af...

Ligg meira upp í rúmi meðan peyjarnir spila

„Ég finn kannski aðeins meira fyrir leiknum í gær og ligg meira upp í rúmi meðan peyjarnir spila á spil. Ég geri bara það sem ég þarf til þess að jafna mig,“ sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik...
- Auglýsing -

Myndskeið: Elliði reyndi sig við pólsku

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, birti í gær skemmtilegt myndskeið af leikmönnum F-riðils Evrópumóts karla þar sem þeir reyna að bera fram erfið orð úr tungumálum þjóða hverrar annarrar. Elliði Snær Viðarsson fær það hlutverk að reyna að bera fram langt pólskt...

Einar Þorsteinn er ennþá frá vegna veikinda

Einar Þorsteinn Ólafsson æfði ekkert með íslenska landsliðinu í handknattleik karla í Kristianstad í dag. Ekki er útlit fyrir að hann verði klár í slaginn gegn Pólverjum á morgun. Einar Þorsteinn veiktist í fyrrakvöld og hefur verið settur í...

Pólverji í tveggja leikja bann á EM

Pólverjinn Wiktor Jankowski verður fjarri góðu gamni þegar pólska landsliðið mætir íslenska landsliðinu í annarri umferð riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Kristianstad Arena á morgun klukkan 17. Jankowski fékk beint rautt spjald fyrir grófa óíþróttamannslega framkomu á 34....
- Auglýsing -

Allt fyrir stuðningsmenn í skyndiverslun í Kristianstad

Opnuð hefur verið svokölluð pop-up verslun í miðbæ Kristianstad, nánar tiltekið í Östra Storgatan 38. Verslunin er í samstarfi við HSÍ og þeirra sem halda búðinni opinni. Opið er alla helgina. Frá versluninni er u.þ.b. sjö mínútna ganga að...

Þrír stærstu sigrarnir á EM hafa unnist í Svíþjóð

Íslenska landsliðið í handknattleik hefur aldrei unnið stærri sigur í leik í lokakeppni Evrópumóts karla en í gær þegar Ítalir voru lagðir að velli með 13 marka mun, 39:26, í Kristianstad Arena. Þrír stærstu sigrar íslenska landsliðsins á EM...

Myndasyrpa: Lífið er yndislegt

Nærri 3.000 Íslendingar skemmtu sér konunglega í Kristianstad Arena fyrir, eftir og á meðan viðureign Íslands og Ítalíu stóð í gærkvöld. Að viðureigninni lokinni sameinuðust allir og sungu saman; Lífið er yndislegt, af slíkum innileika að það lét fáa...
- Auglýsing -

Reynslan skein í gegn þegar á reyndi

„Þetta heppnaðist mjög vel hjá okkur í dag. Við vorum í góðum takti nánast frá upphafi, fyrir utan smá stress í byrjun. Reynslan sem við höfum safnað að okkur síðustu ár skein síðan í gegn, við héldum ró okkar...

Öruggur sigur Ungverja í riðli Íslands

Ungverjaland vann öruggan sigur á Póllandi, 29:21, í fyrstu umferð F-riðils Evrópumóts karla í Kristianstad Arena í Kristianstad í Svíþjóð í kvöld. Ungverjar eru því komnir á blað í riðli Íslands og mæta næst Ítölum á sunnudag. Pólland mætir Íslandi...

Stjörnurnar sneru aftur í æsispennandi jafntefli Færeyja

Elias Ellefsen á Skipagøtu og Óli Mittún, stærstu stjörnur Færeyja, hristu báðir af sér meiðsli og léku frábærlega fyrir liðið þegar það gerði jafntefli við Sviss, 28:28, í fyrstu umferð D-riðils Evrópumótsins í Unity Arena í Bærum í Noregi...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -