Hákon Garri Gestsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Umf. Selfoss.
„Hákon Garri er vinstri skytta frá Selfossi. Í vor fékk Hákon verðlaun fyrir afrek ársins í handknattleiksakademíu Selfoss, en á yngsta ári varð hann markahæsti leikmaður 3. flokks á...
Handknattleikskonan Harpa María Friðgeirsdóttir leikur ekki með Fram í Olísdeildinni í vetur. Hún er flutti til Danmerkur til mastersnáms í iðnaðarverkfræði við DTU-háskólann í Lyngby á Sjálandi.
Harpa María leggur handknattleiksskóna síður en svo á hilluna þrátt fyrir flutninga. Hún...
Önnur umferð Ragnarsmóts kvenna í handknattleik fer fram í kvöld. Mótið hófst í fyrrakvöld. ÍBV vann þá Víking, 27:16, og Selfoss hafði betur gegn FH, 40:21.
Leikirnir í kvöld:ÍBV – FH, kl. 18.Selfoss – Víkingur, kl. 20.15.Leikirnir verða sendir úr...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og félagar í Bjerringbro/Silkeborg komust í gær í átta liða úrslit í dönsku bikarkeppninni í handknattleik. Bjerringbro/Silkeborg vann Kolding, 30:23, í Sydbank Arena í Kolding að viðstöddum 1.021 áhorfanda. Guðmundur Bragi skoraði eitt mark.
Næsti leikur Bjerringbro/Silkeborg...
Íslandsmeistarar FH unnu bikarmeistara Vals í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í kvöld, 30:28, þegar liðin leiddu saman kappa sína í Kaplakrika. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 15:15, í annars afar jöfnum leik.FH-ingar voru sterkari síðasta stundarfjórðung leiksins. Munaði...
„Undirbúningur hefur gengið vel. Við höfum æft stíft frá því um miðjan júlí. Auðvitað hefur þetta kannski verið pínu slitrótt þar sem við vorum með þrjá sterka leikmenn í U18 ára landsliði karla sem tók þátt í Evrópumótinu, þar...
Jónas Karl Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.
„Jónas er skemmtilegur miðjumaður, snöggur á fótunum og óhræddur. Þessi ungi Selfyssingur lék stórt hlutverk með U-liði Selfoss í vetur þar sem hann skoraði 61 mark...
https://www.youtube.com/watch?v=W4622AdEeJc
„Við fáum alvöru generalprufu fyrir Evrópuleikinn okkar á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals í samtali við handbolta.is um viðureign kvöldsins þegar bikarmeistarar og Evrópubikarmeistarar Vals sækja Íslandsmeistara FH heim í Kaplakrika í Meistarakeppni HSÍ. Flautað verður...
Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert tveggja ára samninga við Arndísi Áslaugu Grímsdóttur og Elísabetu Ásu Einarsdóttur. Báðar eru þær fæddar árið 2007 og eru leikmenn 3. flokks kvenna.
Arndís tók þátt í 11 leikjum með meistaraflokki í fyrra og Elísabet Ása...
Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals mætast í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik karla í Kaplakrika í kvöld. Viðureignin hefst klukkan 19.30.
Leikurinn verður sendur út í sjónnvarpi Símans. Einnig verður textalýsing á handbolti.is.
Sveinn Jóhannsson skoraði sjö mörk þegar Noregsmeistarar Kolstad unnu smáliðið Rapp, 53:17, í fyrstu umferð bikarkeppninnar í gær á heimavelli Rapp, Husebyhallen, sem er í næsta nágrenni við Kolstad Arena í Þrándheimi.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk úr vítaköstum....
Olísdeildarliðin ÍBV og Selfoss unnu andstæðinga sína, Víking og FH, örugglega í fyrstu umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Selfoss, sem endurheimti sæti sitt í Olísdeildinni í vor eftir yfirburðasigur í Grill 66-deildinni, var...
https://www.youtube.com/watch?v=bBNWP_Pn5g8
Halldór Jóhann Sigfússon flutti heim í sumar eftir tveggja ára veru við þjálfun í dönsku úrvalsdeildinni og tók við þjálfun HK sem leikur annað tímabilið í röð í Olísdeild karla þegar keppni hefst í næstu viku. Halldór Jóhann segir...
Ungverska meistaraliðið Veszprém, sem landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson leikur með, hefur aflýst þátttöku á æfingamóti um næstu helgi vegna veikinda meðal flestra leikmanna liðsins. Hver á fætur öðrum veiktust leikmenn og starfsmenn liðsins á æfingamóti í Halle í Þýskalandi...
Magnús Óli Magnússon leikur ekki með Evrópubikarmeisturum Vals á fyrstu vikum keppnistímabilsins. Hann gekkst undir aðgerð í sumar vegna brotins þumalfingurs á hægri hönd. Aðgerðin gekk vel en vegna þess á hversu viðkvæmum stað brotið var fyrir handknattleiksmenn verður...