- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Molakaffi: Arnar, Elvar, Ýmir, Neagu, Ryde, Hellberg

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu tvö mörk hvor þegar MT Melsungen vann  nýliða VfL Potsdam, 31:23, í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Melsungen hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki...

„Ég er mjög svekktur“

„Ég er mjög svekktur eftir leikinn. Við komumst aldrei almennilega í takt í fyrri hálfleik fyrr en síðustu fimm mínúturnar. Markvarslan var eftir því,“ segir Halldór Stefán Haraldsson þjálfari karlaliðs KA í samtali við samfélagsmiðla félagsins eftir átta marka...

HK lagði Íslandsmeistarana – annar sigur hjá Gróttu og Haukum

HK gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara FH í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld, 36:32, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 16:14. Þetta var fyrsti sigur HK í deildinni í vetur en...
- Auglýsing -

Afturelding vann fyrsta leikinn í Grill 66-deildinni

Leikmenn Aftureldingar og Vals2 léku fyrstu viðureignina í Grill 66-deild kvenna í handknattleik á þessari leiktíð að Varmá í kvöld. Afturelding, sem féll úr Olísdeildinni í vor eftir fimm umspilsleiki við Gróttu, ætlar sér rakleitt upp í deild þeirra...

Ungversku meistararnir fara með tvö stig frá Berlín

Ungverska meistaraliðið Veszprém vann Füchse Berlin með eins marks mun í hörkuleik í Max-Schmeling-Halle í Berlín í kvöld, 32:31, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Leikmenn Füchse Berlin vöknuðu of seint en þeir voru fimm mörkum undir þegar rúmar...

Janus Daði hrósaði sigri gegn gömlu samherjunum – níu marka tap Fredericia

Janus Daði Smárason hrósaði sigri gegn sínu fyrra liði, SC Magdeburg, þegar það kom í heimsókn til Pick í Szeged í Ungverjalandi í kvöld í 1. umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla, 31:29. Janus Daði kvaddi Magdeburg eftir eins...
- Auglýsing -

Guðmundur Bragi hafði betur gegn Donna

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fjögur mörk þegar Bjerringbro/Silkeborg vann fyrsta leik sinn í dönsku úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu í kvöld þegar Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Skanderborg AGF komu í heimsókn. Lokatölur, 29:26, en marki munaði á liðunum að...

Dagmar Guðrún lánuð til ÍR frá Fram

ÍR hefur fengið aukinn liðsauka fyrir átökin í Olísdeild kvenna í vetur. Unglingalandsliðskonan Dagmar Guðrún Pálsdóttir hefur verið lánuð til ÍR-liðsins frá Fram. Samningurinn gildir út leiktíðina eftir því sem fram kemur á félagaskiptasíðu HSÍ og verður hún gjaldgeng...

Myndskeið: Sporting – Wisla Plock — samantekt

Fyrstu leikir Meistaradeildar Evrópu í handknattleik fóru fram í gærkvöld. Íslenskir landsliðsmenn í handknattleik, Orri Freyr Þorkelsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, voru andstæðingar þegar lið þeirra Sporting Lissabon og Wisla Plock mættust í Lissabon. Orri Freyr og félagar í Sporting...
- Auglýsing -

Myndskeið: Kolstad – Barcelona — samantekt

Fyrstu leikir Meistaradeildar Evrópu í handknattleik fóru fram í gærkvöld. Íslenskir handknattleiksmenn voru í sviðsljósinu í tveimur viðureignum gærkvöldsins. Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson tóku í fyrsta sinn þátt í leikjum keppninnar með norska meistaraliðinu Kolstad Håndbold en...

Dagskráin: Önnur umferð hefst með þremur leikjum

Önnur umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld. Þrjár viðureignir fara fram.KA-heimilið: KA - Haukar, kl. 19.Kórinn: HK - FH, kl. 19.30.Skógarsel: ÍR - Grótta, kl. 19.30.Leikirnir verða sendir út á Handboltapassanum.Staðan og næstu leikir í Olísdeildum. Úrslit 1....

Molakaffi: Óðinn Þór, Landin frá keppni

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik var ekki í leikmannahópi Kadetten Schaffhausen þegar liðið tapaði fyrir HC Kriens-Luzern, 38:36, í svissnesku A-deildinni í handknattleik á heimavelli í gærkvöld. Þetta var fyrsta tap Kadetten í deildinni en með leiknum lauk...
- Auglýsing -

Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla – Íslendingar mættu Barcelona

Portúgalska meistaraliðið sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með vann í kvöld pólsku meistarana Wisla Plock, 34:29, í Lissabon í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þetta var fyrsti leikur Sporting í deild þeirra bestu í Evrópu í fimm...

20 marka sigur hjá Þorsteini Leó og félögum

Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto fögnuðu í kvöld öðrum sigri sínum í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik á keppnistímabilinu þegar þeir unnu stórsigur, með 20 marka mun, 42:22, á Vítoria SC í annarri umferð. Leikurinn fór fram...

Við ramman reip að draga hjá Elínu Jónu og samherjum

Við ramman reip var að draga hjá landsliðsmarkverðinum Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og samherjum hennar í Aarhus Håndbold í kvöld þegar þær sóttu heim Danmerkurmeistara Esbjerg í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Esbjerg, sem nánast eingöngu er skipað landsliðskonum víðsvegar að, vann...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -