Fréttir

- Auglýsing -

Molakaffi: Anna Katrín, Joensen, Johansson, Petrov, Cadenas, Villeminot

Anna Katrín Stefánsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Gróttu. Anna Katrín er 24 ára gamall hornamaður sem lék sína fyrstu leiki fyrir Gróttu í sex ár á síðasta vori eftir að hafa glímt við afleiðingar höfuðáverka. Hún...

Dönsk skytta til KA/Þórs

KA/Þór hefur samið við dönsku handknattleikskonuna Ida Hoberg um að leik með liði félagsins út keppnistímabilið í Olísdeild kvenna. Hoberg, sem er 19 ára gömul hægri handar skytta og einnig miðjumaður, kemur frá liði Randers HK í Danmörku þar...

Styttist í fyrsta stórmótið

„Nú er tækifærið framundan. Það styttist í fyrsta mótið,“ sagði Hákon Daði Styrmisson landsliðsmaður í handknattleik glaður í bragði þegar handbolti.is hitti hann að máli eftir fyrstu æfingu landsliðsins í handknattleik í gær. Það hillir undir fyrsta stórmótið hjá...
- Auglýsing -

Fyrsti landsliðsmaðurinn í sóttkví vegna covid

Ballið er byrjað á nýjan leik, kann einhver að segja. Fyrsti landsliðsmaðurinnn hefur verið sendur í sóttkví í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Danska handknattleikssambandið tilkynnti í morgun að nýliðinn Simon Pytlick hafi greinst með covid. Meðan frekari rannsókn...

Björgvin Páli er nóg boðið: Á að leggja íþróttina í rúst?

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, sendir Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, sterk skilboð í Twitter þar sem hann spyr hvort sambandið ætli sér að leggja íþróttina í rúst með ströngum covidreglum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst 11. janúar í Póllandi...

Molakaffi: Alfreð, söngkeppni, Debelic, Norðmenn

Alfreð Gíslason hóf undirbúning þýska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í gærmorgun í Hannover eftir að hafa verið hjá fjölskyldu sinni hér heima á Íslandi um jól og áramót. Þýska landsliðið mætir íslenska landsliðinu í tveimur vináttuleikjum á laugardaginn og á...
- Auglýsing -

Fimm daga sóttkví og reglulegar skimanir á HM

Ef leikmaður á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla greinist smitaður af covid verður hann að bíta í það súra epli að vera fjarri góðu gamni í að minnsta kosti fimm daga og sýna fram á neikvæða niðurstöðu covidprófi til að...

Ísland á næst flesta þjálfara á HM

Að undanskildum Spánverjum eiga Íslendingar og Frakkar flesta landsliðsþjálfara sem stýra liðum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst í Póllandi 11. janúar. Af 32 landsliðum mótsins verða sex þeirra undir stjórn spænskra þjálfara. Þrír Frakkar og þrír Íslendingar...

Fyrsta æfingin í mánuð – verkjalaus og jákvætt

„Þetta var fyrsta alvöru æfingin mín í mánuð, enginn verkur í olnboganum. Það er jákvætt,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður glaður í bragði í samtali við handbolta.is í eftir æfingu landsliðsins í Safamýri kvöld. Viktor Gísli meiddist öðru sinni...
- Auglýsing -

Landsliðstreyjurnar hafa verið rifnar út hjá HSÍ

Nýja landsliðstreyja landsliðanna í handknattleik sem kom til landsins fáeinum dögum fyrir jól var nánast rifin út úr vefverslun HSÍ eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Þar segir að salan hafi farið fram úr björtustu vonum og...

Fanney Þóra og Ásbjörn handknattleiksfólk FH

Fanney Þóra Þórsdóttir og Ásbjörn Friðriksson voru valin handknattleiksfólk ársins hjá FH. Þau tóku við viðurkenningum sínum á uppskeruhófi FH sem haldið var á síðasta degi síðasta árs.Fanney Þóra var fyrirliði FH á síðasta keppnistímabili þegar liðið hafnaði...

Molakaffi: Þórir, Jacobsen, Mayonnade

Þórir Hergeirsson er einn þeirra sem tilnefndur er í vali á þjálfara ársins 2022 í Noregi sem afhent verða á hátíðarkvöldi norska íþróttasambandsins sem fram fer í Hamri 7. janúar. Þórir var kjörinn þjálfari ársins á Íslandi á dögunum....
- Auglýsing -

Alfreð segir Ísland verða í hópi sterkustu liða HM

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla segist ekki reikna við því að þýska landsliðið vinni til verðlauna á heimsmeistaramótinu sem hefst 11. janúar í Póllandi og Svíþjóð. „Það má láta sig dreyma og sannarlega væri gaman að vinna...

Aron tekur þátt í móti á Spáni fyrir HM

Aron Kristjánsson verður einn þriggja íslenskra þjálfara sem verður í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst í Póllandi og Svíþjóð 11. janúar. Aron er í óða önn að búa landslið Barein undir mótið og tekur m.a. þátt...

Gleðilegt nýtt ár – Dropinn holar steininn

Handbolti.is óskar lesendum sínum farsæls nýs árs og þakkar kærlega fyrir samveruna árinu 2022. Einnig þökkum við innilega þeim sem studdu við bakið á útgáfunni á árinu með kaupum á auglýsingum eða með styrkjum. Án lesenda, auglýsenda og stuðnings...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -