Fréttir

- Auglýsing -

HM: Endurtekur norska landsliðið leikinn frá EM2020?

Í dag verður leikið til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Granolles á Spáni.Klukkan 13.30 mætast í leik um 3. sæti, Danmörk og Spánn.Klukkan 16.30 kljást Frakkland og Noregur um heimsmeistaratitilinn.Fyrri leikurinn verður sýndur á aðalrás RÚV en...

Leikur meistaranna hrundi í síðari hálfleik

Danmerkurmeistarar Aalborg Håndbold biðu óvænt lægri hlut fyrir Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli í gær í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 36:30. Tapið eitt og sér kom mörgum á óvart en ekki síður að Álaborgarliðið, með Aron Pálmarsson í broddi fylkingar, skoraði...

Dagskráin: Nýliðarnir mætast og Selfossliðið fær heimsókn

Tveir leikir fara fram í Grill66-deildum karla og kvenna í dag. Nýliðar Grill66-deildar karla, lið Kórdrengja og Berserkja, mætast í Digranesi kl. 15. Selfoss fær ungmennalið Vals í heimsókn í Sethöllina í kvöld. Takist Selfossliðinu að vinna leikinn fer...
- Auglýsing -

Ómar Ingi með fullkomna nýtingu – Bjarki Már markahæstur að vanda

Fjórir leikir fór fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Íslendingar komu við sögu í öllum leikjanna.Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Magdeburg vann Bergischer, 27:24. Ómar Ingi geigaði ekki...

Óvænt úrslit í franska deildabikarnum

Óvænt úrslit urðu í undanúrslitum frönsku deildarbikarkeppninnar í handknattleik karla í gær þegar PSG tapaði fyrir Chambéry í undanúrslitum, 29:28. PSG hefur ekki tapað stigi í frönsku 1. deildinni það sem af er keppnistímabilsins og unnið alla leiki sína...

Tryggvi Garðar skoraði 12 mörk

Tryggvi Garðar Jónsson skoraði 12 mörk fyrir ungmennalið Vals í gær þegar það lagði Vængi Júpíters í síðasta leik beggja liða í Grill66-deild karla á þessu ári, 39:26. Leikið var í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valur var 10 mörkum yfir...
- Auglýsing -

Molakaffi: Grétar Ari, Sandra, Óskar, Viktor, Orri Freyr, Örn, Hannes Jón, Arnar Birkir, Sveinbjörn, Anton

Grétar Ari Guðjónsson átti enn einn stórleikinn í marki Nice í gærkvöld þegar liðið vann Angers, 38:23, á útivelli í frönsku 2. deildinni í handknattleik. Hafnfirðingurinn stóð lengst af leiksins í marki Nice og varði á þeim tím 13...

Myndskeið: Topplið ÍR tók lagið með meistara Herberti eftir sigurleik

Eftir sigur ÍR-ingar á ungmennaliði Aftureldingar í Grill66-deild karla í handknattleik beið leikmanna ÍR óvænt uppákoma er þeir komu inn í klefanna eftir sigurleik.Stórsöngvarinn Herbert Guðmundsson var mættur til að keyra upp fjörið hjá toppliði Grill66-deildarinnar. Herbert tók...

Fjölnir flaug í annað sæti

Fjölnismenn eru komnir upp í annað sæti Grill66-deildar karla í handknattleik eftir að hafa lagt ungmennalið Hauka, 29:26, í Dalhúsum í kvöld. Fjölnir var yfir, 15:11, eftir 30 mínútur.Fjölnir er kominn upp að hlið Harðar með 16 stig eftir...
- Auglýsing -

Fanney Þóra skorað 10 í sigri í Eyjum

FH fór upp í annað sæti Grill66-deild kvenna í dag þegar liðið lagði ungmennalið ÍBV með sjö marka mun, 28:21, í Vestmannaeyjum.Fyrirliðinn Fanney Þóra Þórsdóttir fór fyrir FH-liðinu í leiknum og skorað 10 mörk. Hafnfirðingar voru með yfirhöndina...

ÍR-ingar nýttu tækifærið og tylltu sér á toppinn

ÍR-ingar nýttu tækifærið í dag, þegar Hörður tapaði, og tylltu sér einir í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik hvar þeir munu sitja yfir hátíðirnar. ÍR lagði ungmennalið Aftureldingar með 11 marka mun, 36:25, að Varmá. Breiðhyltingar voru með...

Þór skellti Herði – rautt spjald eftir leik í Höllinni

Þór Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði efsta lið Grill66-deildar karla, Hörð, með eins marks mun, 31:30, í viðureign liðanna í Höllinni á Akueyri í dag. Þetta var annað eins marks tap Harðar í röð í deildinni og...
- Auglýsing -

Einar og Róbert velja fjölmennan hóp til æfinga

Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson, þjálfarar U20 ára landsliðs karla hafa valið fjölmennan hóp leikmanna til að stunda æfingar frá 27. desember til 9. janúar. Er það fyrsti liður í undirbúningi fyrir verkefni sem framundan eru þegar kemur...

Dómur dómstóls HSÍ var staðfestur

Áfrýjunardómstóll Handknattleikssambands Íslands staðfesti í gær dóm dómstóls HSÍ frá 7. desember um að viðureign ungmennaliðs Stjörnunnar og Selfoss í Grill66-deild kvenna fari fram á nýjan leik.Dómsorð áfrýjunardómstólsins í gær var stutt og laggott: „Hinn áfrýjaði dómur skal...

Dagskráin: Hörður sækir Þórsara heim

Mikið verður um að vera í Grill66-deildunum í handknattleik í dag. Fimm leikir verða á dagskrá og áfram verður leikið í deildunum á morgun áður en að jólaleyfi kemur.Stórleikur umferðarinnar í Grill66-deild karla verður í Höllinni á Akureyri...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -