Oddur Gretarsson og félagar í Balingen máttu þola sárt tap á heimavelli fyrir Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld, 31:30. Tim Kneule skoraði sigurmark Göppingen þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Oddur skoraði fimm mörk í...
Ásta Björt Júlíusdóttir hefur gert samning við handknattleiksdeild Hauka um að leika með meistaraflokki félagsins næstu 3 árin frá og með næsta keppnistímabili. Ásta Björt kemur til liðs við Hauka frá ÍBV þar sem hún er uppalin og hefur...
Varnarmaðurinn sterki, Róbert Sigurðarson, ætlar að halda sínu striki með bikarmeisturum ÍBV. Hann hefur staðfest þá ætlan sína með því að skrifa nafn sitt undir tveggja ára samning við ÍBV. Félagið greinir frá þessu í dag.Róbert er á sínu...
Sigurður Örn Þorleifsson, varaformaður handknattleiksdeildar FH, liðsstjóri og þúsund þjalasmiður, er eins og fleiri þeirrar skoðunar að ekki sé heppilegt að keppni í Olísdeild karla standi yfir til loka júlí eins og útlit er fyrir að óbreyttri leikjadagskrá. Sigurður...
Maksim Akbachev hefur verið ráðinn yfirþjálfari Gróttu til næstu tveggja ára. Hann tekur við af Hákon Bridde sem á dögunum var ráðinn í sambærilegt starf hjá uppeldisfélagi sínu, HK. Maksim er ætlað að leiða uppbyggingu handboltans í Gróttu, í...
Línumaðurinn efnilegi Þórður Tandri Ágústsson gengur til liðs við Stjörnuna í sumar. Þórður Tandri leikur nú með Þór Akureyri og hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega frammistöðu, vinnusemi og harðfylgi. Frá þessu greinir Handknattleiksdeild Stjörnunnar í tilkynningu á Facebook-síðu...
Norska meistaraliðið Vipers Kristiansand mætir Rostov-Don í tvígang um næstu helgi í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í handknattleik. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Rostov-Don í Rússlandi. Fyrri leikurinn verður skráður heimaleikur Vipers og vegna þess óskuðu forráðamenn...
Franska liðið Nantes tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með frábærum sigri á pólska liðinu Vive Kielce sem Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur með, 34:31, í síðari leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar en leikið var í...
Nancy, liðið sem Elvar Ásgeirsson leikur með með í frönsku B-deildinni, komst aftur inn á sigurbraut í kvöld með naumum sigri á Sélestad, 27:26, á heimavelli. Elvar skoraði fjögur mörk, átti jafnmargar stoðsendingar og vann þrjú vítaköst.Nancy er áfram...
Arnór Atlason og félagar í danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold eru komnir í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ævintýralegan sigur á Porto, 27:24, á heimavelli í dag. Álaborgarliðið komst áfram á fleiri mörkum á útivelli þar sem liðið skoraði...
Enn er á huldu hvenær landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni Evrópumóts karla sem fram á að fara í Ísrael verður settur á dagskrá. Eftir því sem næst verður komist hefur Handknattleikssamband Evrópu, EHF, ekki enn höggvið á hnútinn....
Bjarki Már Elísson og samherjar hans í þýska liðinu Lemgo komu saman til æfinga á nýjan leik í dag. Hálf þriðja vika er liðin síðan þeir máttu síðast mæta á æfingu. Kórónuveiran stakk sér niður í herbúðir liðsins og...
Þótt enn séu þrjár vikur þangað til Svíar mæta Rúmenum í undankeppni EM karla í handknatteik þá veit Norðmaðurinn Glenn Solberg þjálfari karlalandsliðs Svía í handknattleik að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Solberg tilkynnti í morgun...
Ísland: Takmarkaðar æfingar - keppni á Íslandsmótinu liggur niðri að skipun heilbrigðisyfirvalda. Nærri þriðjungur eftir af keppni í Olísdeild karla, tvær umferðir í Olísdeild kvenna, svipað í Grill 66-deildunum. Úrslitakeppni Olísdeildar óleikin. Umspil um sæti í Olísdeildum er eftir....
Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Gísli Þorgeir Kristjánsson, fer í aðgerð á vinstri öxl hjá lækni í Zürich í Sviss í dag. Hann staðfesti þetta við handbolta.is í gær. Gísli Þorgeir varð fyrir því óláni að fara úr axlarlið í viðureign...