- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fækka leikjum, fresta bikar – meistarar krýndir í lok júní

Hvernig væri að ljúka keppni í Olísdeildinni í lok júní? Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Sigurður Örn Þorleifsson, varaformaður handknattleiksdeildar FH, liðsstjóri og þúsund þjalasmiður, er eins og fleiri þeirrar skoðunar að ekki sé heppilegt að keppni í Olísdeild karla standi yfir til loka júlí eins og útlit er fyrir að óbreyttri leikjadagskrá. Sigurður Örn hefur sett fram sínar hugmyndir hvernig hægt væri að ljúka keppni í Olísdeild karla fyrir lok júní ef opnað verður fyrir æfingar á nýjan leik upp úr miðjum apríl.


Í þessum hugmyndum er gert ráð fyrir að keppni í Olísdeildinni verði leikin til enda með 22 umferðum. Leikjum í úrslitakeppni verðir fækkað og þeir verði tveir í hverju einvígi í átta og fjögurra liða úrslitum í stað fimm að hámarki. Til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn verði að vinna tvo leiki í stað þriggja.


Hugmyndir Sigurðar Arnar eru:
9. maí: 14. umferð – Fram – FH og KA – Grótta.
12. maí: 16. umferð.
17. maí: 17. umferð.
21. maí: 18. umferð.
25. maí: 19. umferð.
29. maí: 20. umferð.
1. júní: 21. umferð.
4. júní: 22. umferð.

  • 8-liða úrslit, tveir leikir, heima og heiman, samanlögð úrslit, 9. og 11. júní.
  • 4-liða úrslit, tveir leikir, heima og heiman, samanlögð úrslit, 16. og 18. júní.
  • Úrslitaleikir, þrjár viðureignir: 24., 27. og 30. júní.
  • Keppni í Coca Cola-bikarnum verði frestað fram í september og leikin á fyrstu tveimur vikum mánaðarins.
  • 26. apríl til 2. maí verður landsleikjavika.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -