- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66-deildir

- Auglýsing -

Víkingar hafa ekki mætt fullmönnuðu liði Kríu

„Það verður spennandi að mæta Víkingum í úrslitarimmunni. Þeir hafa ekki ennþá mætt fullmönnuðu liði Kríu á keppnistímabilinu. Núna erum við loksins með fullmannaða sveit,“ sagði Daði Laxdal Gautason, einn liðsmanna Kríu, þreyttur en ánægður í samtali við handbolta.is...

Umspilið hefst í Víkinni

Úrslitarimma Víkings og Kríu um sæti í Olísdeild karla hefst á laugardaginn þegar liðin mætast í Víkinni klukkan 14 samkvæmt því sem segir á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands í kvöld. Liðið sem fyrr vinnur tvo leiki tekur sæti í Olísdeild...

HK áfram á meðal þeirra bestu

HK heldur sæti sínu í Olísdeild kvenna. Það liggur nú fyrir eftir annan sigur HK á Gróttu í umspili um keppnisrétt í Olísdeildinni í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 19:17. HK vann einnig fyrri leikinn, 28:18, og þar af...
- Auglýsing -

Krían sendi Fjölni í sumarfrí

Kría leikur til úrslita við Víking um sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili eftir að hafa lagt Fjölnismenn með sex marka mun, 31:25, í oddaleik í Dalhúsum í kvöld í hörkuleik. Fjölnir var marki yfir í hálfleik, 15:14,...

Víkingur fer áfram – hetjulegri baráttu Harðar lokið

Víkingur er kominn í úrslitarimmu um sæti í Olísdeild karla eftir að hafa lagt Hörð frá Ísafirði í oddaleik í Víkinni í kvöld, 39:32. Víkingar mæta þar með annað hvort Fjölni eða Kríu í úrslitum um sæti í Olísdeildinni...

Dagskráin: Það sýður á keipum

Þrír úrslitaleikir eru á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik kvenna síðdegis og í kvöld. Grótta og HK mætast öðru sinni í úrslitum umspils um sæti í Olísdeild kvenna. Eftir stórsigur HK í Kórnum á laugardaginn, 28:18, verður Grótta að vinna...
- Auglýsing -

Reis upp af höfuðhöggi og heilahristingi og skaut Víking í kaf

Hörður á Ísafirði knúði fram oddaleik í viðureign sinni við Víking í undanúrslitum umspilsins um sæti í Olísdeild karla með sigri í annarri viðureign liðanna í íþróttahúsinu á Torfnesi í kvöld, 31:30, í hörkuleik. Oddaleikurinn verður í Víkinni á...

Okkar markmið er alveg skýrt

„Við ætluðum okkur að leika fasta vörn frá upphafi og það tókst. Í kjölfarið fengum við eitthvað af hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn var brösóttur í fyrri hálfleik en var mun betri í síðari hálfleik,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, landsliðskona og leikmaður HK,...

Dagskráin: Undanúrslit hefjast á Akureyri og í Framhúsi

Undanúrslit í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna hefst í dag með tveimur leikjum. Deildarmeistarar KA/Þórs taka á móti ÍBV klukkan 13.30 í KA-heimilinu og klukkan 15 mætast Fram og Valur í Framhúsinu. Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum...
- Auglýsing -

Flugeldasýning hjá Jóhönnu Margréti í Kórnum

HK steig stór skref í átt að því að halda sæti sínu í Olísdeild kvenna með tíu marka sigri á Gróttu í fyrstu viðureign liðanna í Kórnum í kvöld, 28:18. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir fór á kostum í liði HK....

Lærðum okkar lexíu

„Síðasti leikur við Kríu kenndi okkur mjög margt sem kom okkur vel að þessu sinni,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, eftir 13 marka sigur liðsins, 34:21, á Kríu í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum umspilsins um sæti í...

Skipbrot á Seltjarnarnesi

Fjölnir og Kría mætast í oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Dalhúsum á þriðjudag eftir að Fjölnir vann stórsigur á liði Kríu í öðrum leik liðanna í Hertzhöllinn á Seltjarnarnesi í dag, 34:21.  Kría vann fyrstu viðureignina...
- Auglýsing -

Ófært flugleiðis til Ísafjarðar

Vegna þess að ófært er með flugi til Ísafjarðar í dag hefur leik Harðar og Víkings í annarri umferð umspils fyrir Olísdeild karla í handknattleik verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 í dag. Stefnt er á að...

Dagskráin: Dregur til tíðinda í umspili kvenna og karla

Í dag verður fyrsti úrslitaleikur HK og Gróttu um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Liðin leiða saman hesta sína í Kórnum klukkan 17. Vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sætið góða í Olísdeildinni. HK,...

Kristján Orri varð langmarkahæstur í Grillinu

Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Kríu, varð markakóngur Grill 66-deildar karla. Hann bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar við að skora og rötuðu skot hans í 178 skiptið í marknet andstæðinganna í 18 leikjum. Vantaði hann aðeins tvö...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -