- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Haukur hefur gefið flestar stoðsendingar í Þýskalandi

Haukur Þrastarson hefur verið aðsópsmikill fram til þessa á sínu fyrsta keppnistímabili í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þegar tímabilið er u.þ.b. hálfnað hefur Haukur gefið flestar stoðsendingar allra leikmanna deildarinnar, alls 94 í 18 leikjum, rúmlega 5 sendingar...

Ómar Ingi er fjórði markahæstur

Fimm íslenskir handknattleiksmenn eru á meðal 35 markahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar í handknattleik nú um stundir. Ómar Ingi Magnússon er þeirra hæstur með 133 mörk, 44 mörkum á eftir Dananum Mathias Gidsel sem er efstur. Gidsel hefur leikið...

Elmar og félagar skelltu í lás í síðari hálfleik

Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen unnu Eulen Ludwigshafen, 26:20, í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Ludwigshafen sem var marki yfir í hálfleik, 13:12. Nordhorn er áfram í 5. sæti deildarinnar með 23 stig...
- Auglýsing -

Annað tapað stig í 18 leikjum

Hendrik Pekeler tryggði THW Kiel annað stigið í hörkuleik við meistara SC Magdeburg, 26:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld er leikið var í Magdeburg að viðstöddum 6.600 áhorfendum í GETEC Arena í Magdeburg. Þetta var aðeins annað...

Ólafur Brim hefur samið við ítalskt félagslið

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Brim Stefánsson er sagður hafa samið við ítalska handknattleiksliðið Junior Fasano sem er með bækistöðvar á suðausturhluta landsins. Frá þessu segir á Handkastinu en Ólafur Brim hefur síðustu vikur leikið með Stjörnunni í Olísdeildinni. Samningur Ólafs við ítalska...

Rúnar stýrði Wetzlar inn á sigurbraut í fyrsta heimaleiknum

Rúnar Sigtryggsson stýrði HSG Wetzlar til sigurs í fyrsta heimaleiknum gegn Eisenach í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld, 33:27. Þetta var fyrsti sigur Wetzlar eftir að Rúnar var kallaður til starfa hjá liðinu fyrir rúmri viku í...
- Auglýsing -

Grétar Ari er kominn í undanúrslit í Grikklandi

Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í AEK Aþenu tryggðu sér sæti í undanúrslitum grísku bikarkeppninnar í handknattleik karla í dag. AEK lagði PAOK, 26:25, í æsispennandi leik. AEK átti ótrúlegan endasprett og skoraði fimm af síðustu sex mörkum leiksins. Að...

Efsta liðið átti fullt í fangi með botnliðið

Efsta lið þýsku 1. deildarinnar, SC Magdeburg, átti fullt í fangi með að vinna botnlið Leipzig á heimavelli í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikmenn Leipzig bitu hressilega frá sér í síðari hálfleik og voru ekki langt...

Haukur var á bak við 14 mörk í sigurleik

Haukur Þrastarson lék afar vel þegar lið hans Rhein-Neckar Löwen vann HSV Hamburg, 35:29, á heimavelli í 18. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Haukur var næstmarkahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen með sjö mörk. Einnig átti hann sjö...
- Auglýsing -

Heiðmar krækti í stig í Kiel – umdeilt vítakast – myndskeið

Undir stjórn Heiðmars Felixsonar náði Hannover-Burgdorf óvæntu jafntefli við THW Kiel, 29:29, á heimavelli Kílarliðsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. August Pedersen jafnaði metin fyrir Hannover-Burgdorf úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var úti. Þótt vítakastsdómurinn hafi...

Áfram gefur á bátinn hjá Kolstad

Áfram heldur að gefa á bátinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Kolstad. Eftir stöðugar fréttir af slæmum fjárhag og niðurskurði síðustu vikur þá tapaði liðið óvænt fyrir Fjellhammer, 31:25, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrir vikið tapaði liðið efsta sæti deildarinnar...

Elmar og félagar fikra sig ofar í deildinni

Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen færðust upp í sjötta sæti í þýsku 2. deildinni í gærkvöld með góðum sigri á Tusem Essen á heimavelli, 36:28. Staðan var jöfn í hálfleik, 16:16. Leikmenn Nordhorn tóku hins vegar öll völd...
- Auglýsing -

Molakaffi: Viktor, Dana, Birta, Elías, Lena

Viktor Gísli Hallgrímsson og Emil Nielsen voru hvor sinn hálfleikinn í marki Barcelona í gær þegar liðið vann Logrono La Rioja, 43:30, í 15. umferð spænsku 1. deildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Viktor Gísli varði 7 skot,...

Átjándi sigurinn hjá Óðni Þór – fara taplausir í frí

Ekkert lát er á sigurgöngu Óðins Þórs Ríkharðssonar og liðsfélaga í Kadetten Schaffhausen í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Þeir unnu í dag sinn 18. leik í deildinni og fara þar með taplausir á tímabilinu í jólaleyfi. Kadetten vann liðið...

Tíu mörk frá Viggó nægðu ekki til sigurs – brást bogalistin í lokin

Arnar Freyr Arnarsson, Reynir Þór Stefánsson og samherjar í MT Melsungen geta þakkað markverðinum Kristof Palasics fyrir annað stigið í heimsókn til HC Erlangen í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 26:26. Palasics varði vítakast Viggós Kristjánssonar þegar leiktíminn var...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -