Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með, tapaði öðrum leiknum í röð með eins marks mun í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna í gærkvöld. Liðið tapaði fyrir MOL Esztergom, 33:32, en leikið...
Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, vann nauman sigur á Georgíu, 32:29, í fyrstu umferð E-riðils Evrópumóts karla í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð í kvöld.
Hvorki gekk né rak hjá Króatíu framan af fyrri hálfleik þar sem Georgía komst...
Katla María Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Holstebro virðast stefna rakleitt upp í dönsku úrvalsdeildina. Í dag vann liðið auðveldan útisigur á Aarhus, 32:18, í 13. umferð B-deildarinnar og er enn á toppnum með fullt hús stiga.
Holstebro er með...
Dana Björg Guðmundsdóttir, fyrirliði Volda, átti góðan leik fyrir liðið þegar það heimsótti Storhamar 2 í norsku B-deildinni og vann auðveldlega, 31:22, í 14. umferð deildarinnar í dag.
Dana Björg skoraði þrjú mörk fyrir Volda og gaf auk þess tvær...
Kúveit undir stjórn Arons Kristjánssonar vann geysilega öruggan sigur á Hong Kong, 39:25, í annarri umferð forkeppni HM 2026 í C-riðli Asíumótsins í Kúveit í dag. Með sigrinum tryggði Kúveit sér sæti í milliriðli.
Næst mætir Kúveit liði Sameinuðu arabísku...
Kúveit, sem Aron Kristjánsson þjálfar, vann einstaklega öruggan 46:12 sigur á Indlandi í fyrstu umferð forkeppni HM 2026 á Asíumótinu í Kúveit í gær.
Kúveit er í C-riðli og mætir næst Hong Kong á morgun. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru einnig...
Einar Bragi Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning við IFK Kristianstad sem gildir út næsta tímabil, til sumarsins 2027. Einar Bragi tilkynnti sjálfur um framlenginguna á sviði á „fan-zonei“ (innsk. samkomusvæði stuðningsmanna) í Kristianstad Arena þar sem Íslendingar hituðu...
Norðmaðurinn Simen Lyse gengur til liðs við franska stórliðið PSG frá Kolstad í Noregi að Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð loknu. Upphaflega stóð til að Lyse færi til PSG í sumar.
Hinir ýmsu miðlar á Norðurlöndum höfðu greint frá...
Áfram er IK Sävehof með landsliðskonuna Elínu Klöru Þorkelsdóttur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld lagði IK Sävehof liðskonur Kungälvs HK, 35:24, á heimavelli í upphafsleik 14. umferðar. Elín Klara skoraði sex mörk og var næstmarkahæst...
Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir létu allar mikið til sín taka í kvöld þegar lið þeirra, Blomberg-Lippe, sótti heim TuS Metzingen til suðurhluta Þýskalands og vann stórsigur, 32:19, eftir að hafa verið fjórum...
Guðmundur Þórður Guðmundsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur og Íslands í handknattleik gefur lítið fyrir gagnrýni í sinn garð sem kemur fram í nýrri heimildarmynd um danska karlalandsliðið sem ber heitið Gullnu kynslóðirnar.
Guðmundur Þórður þjálfaði danska landsliðið frá 2014 og 2017...
Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari karlaliðs VfL Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik, er ánægður með að hafa klófest hinn 18 ára gamla Garðar Inga Sindrason frá FH.
VfL Gummersbach tilkynnti um félagaskiptin í gær og skýrði um leið frá...
Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handknattleik, kvaðst ánægðari með frammistöðu lærisveina sinna í 33:27 tapi fyrir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi í Hannover í gærkvöldi en í þriggja marka tapi fyrir sömu andstæðingum í Zagreb síðastliðið fimmtudagskvöld.
Króatía tapaði...
Dagur Sigurðsson, núverandi landsliðsþjálfari Króatíu í handknattleik karla, var skiljanlega með böggum hildar mánuðum saman eftir að hann að ósekju féll á lyfjaprófi sumarið 2004, rétt fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Niðurstaðan var ekki kunn fyrr en að leikunum loknum....
Handknattleikskonurnar Birta Rún Grétarsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir fögnuðu báðar sigrum með liðum sínum í dag í Noregi, hvor í sinni deildinni.
Birta Rún skoraði þrjú mörk í öruggum sigri Fjellhammer í heimsókn til Oppsal, 35:27, í síðasta leik 11....