Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum þegar Chambéry vann öruggan sigur á Toulouse, 34:29, í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Leikið var á heimavelli Chambéry. Sveinn lék með í 36 mínútur. Auk markanna fjögurra var honum...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk, eitt úr vítakasti, þegar lið hans Sporting vann Porto, 36:32, í uppgjöri tveggja efstu liða í portúgölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Porto. Sporting var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15.
Þorsteinn...
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot, 29,4%, fyrir lið Barcelona þegar liðið vann Villa de Aranda, 34:28, í 12. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Villa de Aranda.
Filip Šarić var hluta leiksins í marki Barcelona...
Blær Hinriksson og félagar fögnuðu fyrsta sigri sínum á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni í kvöld er þeir lögðu HSV Hamburg á heimavelli, 29:27. Leipzig færðist upp að hlið Wetzlar með fimm stig en liðin eru í tveimur neðstu...
Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk byltu undir lok fyrri hálfleiks í viðureign Magdeburg og MT Melsungen í kvöld og fékk þungt högg á hægri síðuna. Hann mætti þjáður til leiks í síðari hálfleik og hélt eitthvað áfram að leika með...
Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir Pick Szeged er liðið vann FTC, 33:30, í Búdapest í kvöld í viðureign liðanna í ungversku úrvalsdeildinni í handknattleik. Með sigrinum færðist Pick Szeged á ný upp í efsta sæti deildarinnar með...
Viggó Kristjánsson lék með HC Erlangen á nýjan leik í kvöld eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla. Endurkoma hans nægði liðinu ekki að þessu sinni því það tapaði í heimsókn til GWD Minden, 30:29, í jafnri viðureign.
https://www.youtube.com/watch?v=pSrRk3Pt258
Viggó skoraði sex...
Andri Már Rúnarsson leikmaður HC Erlangen er í liði 15. umferðar þýsku 1. deildarinnar eftir stórleik sinn gegn Rhein-Neckar Löwen á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Már er í liði umferðarinnar í deildinni.
Andri Már skoraði 13...
Stiven Tobar Valencia, landsliðsmaður í handknattleik, var markahæstur hjá Benfica ásamt Belone Moreira með sex mörk þegar liðið vann Póvova AC, 31:22, í portúgölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikið var í Lissabon. Með sigrinum færðist Benfica upp í annað sæti...
Hart er í ári hjá norska úrvalsdeildarliðinu Kolstad svo að nú vofir yfir töluverður niðurskurður í öllum kostnaði. Leiðir það m.a. til þess að leikmenn verða að taka á sig lækkun launa, ekki síst þeir sem þyngstir eru á...
Elverum er áfram í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla, stigi á undan Kolstad, eftir leikina sem fram fóru í gær. Elverum, með Tryggva Þórisson innanborðs, vann Kristiansand TH með 10 marka mun á heimavelli, 43:33. Selfyssingurinn skoraði...
Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik er kominn á fulla ferð á nýjan leik eftir skamma fjarveru vegna meiðsla. Hann var í leikmannahópi One Veszprém í síðustu viku þegar liðið vann Sporting í Meistaradeild Evrópu. Í gær lék Bjarki...
Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Sporting með átta mörk þegar liðið vann ABC de Braga, 43:28, á heimavelli í 13. umferð portúgölsku 1. deildarinnar í gær. Sporting hefur unnið alla leiki sína í deildinni til þessa.
Stiven Tobar Valencia...
Magdeburg virðist jafnt og þétt vera að stinga önnur lið af í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla. Liðið hefur aðeins tapað einu stigi í fyrstu 14 leikjunum meðan þau sem eru næst á eftir hafa tapað sjö og...
Landsliðsmennirnir Haukur Þrastarson og Andri Már Rúnarsson fóru svo sannarlega á kostum hvor með sínu liðinu þegar Rhein-Neckar Löwen vann HC Erlangen, 36:27, í SAP Arena í Mannheim í gær, 36:27. Leikurinn var liður í þýsku 1. deildinni í...