Bjarki Már Elísson og samherjar hans í bikarmeistaraliði Lemgo drógust gegn MT Melsungen í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Dregið var í dag þótt einni viðureign sé ólokið í 16-liða úrslitum.
Bjarki Már og félagar mættu Melsungen í...
Handknattleiksmaðurinn Oddur Grétarsson stefnir á að vera klár í slaginn með Balingen-Weilstetten í þýsku 1. deildinni þegar keppni hefst á ný að loknu Evrópumóti landsliða í byrjun febrúar. Oddur hefur ekkert leikið með liðinu á keppnistímabilinu eftir að hafa...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tvö mörk í gærkvöld fyrir IFK Skövde er liðið tapaði fyrir Ystads IF, 28:24, í viðureign liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikið var í Ystad. Liðin höfðu þar með sætaskipti í deildinni. Ystad fluttist...
Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg unnu öruggan sigur á Bjarka Má Elíssyni og samherjum í Lemgo, 27:19, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld en leikið var í Flensburg. Heimamenn voru með yfirhöndina frá upphafi til...
Íslendingatríóið hjá færeyska handknattleiksliðinu Neistanum mátti bíta í það súra epli að tapa fyrir Kyndli á síðustu sekúndu viðureignar liðanna í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld, 26:25. Leikmenn Kyndils skoruðu sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir af leiknum...
Eyjamaðurinn og landsliðsmaðurinn í handknattleik, Elliði Snær Viðarsson, hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksliðið Vfl Gummersbach um eitt ár. Hann er þar með samningsbundinn liði félagsins fram á mitt ár 2023.
Gummersbach greindi frá þessu í morgunsárið. Elliði Snær...
Ágúst Elí Björgvinsson markvörður Kolding var í úrvalsliði 15. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Hann var með með 48,6% markvörslu í sex marka sigri Kolding á SönderjyskE, 29:23, á heimavelli. Auk þess skoraði Ágúst Elí eitt mark í leiknum.
Ágústi...
Rhein Neckar Löwen, Melsungen, GWD Minden og Kiel bættust í kvöld í hóp þeirra liða sem komin eru í átta liða úrslit í þýsku bikarkeppninni í handknattleik. Í gærkvöld unnu Lemgo, Gummersbach og Erlangen viðureignir sínar í 16-liða úrslitum....
Bjarki Már Elísson var magnaður í gærkvöld þegar lið hans Lemgo komst áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar með þriggja marka sigri á heimavelli á liði Füchse Berlin, 32:29, eftir framlengdan leik. Bjarki Már skoraði 13 mörk í...
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar þeirra í þýska liðinu SC Magdeburg unnu sænska liðið Sävehof með þriggja marka mun í C-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld, 29:26.
Leikið var í Partille í Svíþjóð. Um...
Handknattleikskonan Rakel Hlynsdóttir tók fram handboltaskóna í vetur eftir átta ára hlé og hóf að leika með Selfossi en hún lék áður með ÍBV. Rakel er 28 ára gömul og leikur í stöðu leikstjórnanda. Frá þessu er greint í...
Óðinn Þór Ríkharðsson er mættur á æfingu undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá þýska handknattleiksliðinu Gummersbach. Félagið tilkynnti um komu Óðins Þórs í morgun en hann hefur samið um að leika með liðinu út árið. Hleypur Óðinn Þór í...
Óskar Ólafsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar Drammen vann Kristiansand, 35:28, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg skoraði níu af mörkunum 35 sem Drammenliðið skoraði. Drammen er í öðru sæti deildarinnar.
Bjartur...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld með liði sínu PAUC í frönsku 1. deildinni er það lagði Saint-Raphaël með sjö marka mun á útivelli, 31:24, eftir að hafa verið átta mörkum yfir, 21:13, að loknum fyrri hálfleik.
Donni...
Íslendingar komu talsvert við sögu í leikjum þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Hér fyrir neðan er tæpt á því helsta ásamt stöðunni sem er að finna neðst.
Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum,...