- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Elí og Elvar unnu stórsigur í síðasta leiknum

Ribe-Esbjerg sem Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson leika með vann stórsigur á Grindste, 31:21, á heimavelli í síðustu umferð umspils liðanna í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í dag en leikið var í Esbjerg. Sigurinn færði Ribe-Esbjerg efsta sætið...

Feta Andrea og Díana í fótspor Rutar og Þóreyjar?

Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir leika í dag til undanúrslita í Evrópudeildinni í handknattleik með þýska liðinu Blomberg-Lippe. Andstæðingur Blomberg-Lippe í undanúrslitum í Sportpark í Graz í Austurríki verður danska úrvalsdeildarliðið Ikast Håndbold. Sigurliðið mætir þýska liðinu...

Molakaffi: Hákon, Teitur, Guðjón, Elliði, Heiðmar, Haukur, Dagur

Eftir ársfjarveru frá handboltavellinum þá sneri Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson út á völlinn í gærkvöld með liði sínu, Eintracht Hagen, þegar það sótti Ludwigshafen heim í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Hákon Daði skoraði tvö mörk í tveggja marka...
- Auglýsing -

Gísli og Ómar mæta Evrópumeisturunum í undanúrslitum í Köln

Evrópumeistarar Barcelona mæta SC Magdeburg í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess Arena í Köln 14. júní. Dregið var til undanúrslita í dag en átta liða úrslitum lauk í gærkvöld, m.a. með ævintýralegum sigri Magdeburg á Veszprém í...

Elvar framlengir samning sinn til þriggja ára

Elvar Ásgeirsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg. Nýi samningurinn tekur við af fyrri samningi Elvars við félagið sem átti að gilda til loka næsta tímabils.Elvar, sem lék með Aftureldingu upp yngri flokka og...

Sigur í Barcelona nægði Pick Szeged ekki

Þrátt fyrir eins marks sigur í Barcelona í kvöld, 30:29, þá eru Janus Daði Smárason og liðsfélagar í ungverska liðinu Pick Szeged úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Barcelona vann fyrri viðureignina í Szeged fyrir...
- Auglýsing -

Valdir kaflar: Ævintýralegur sigur Magdeburg og sigurmark Gísla Þorgeirs

Hér fyrir neðan eru valdir kaflar úr leik One Veszprém og SC Magdeburg í síðari umferð 8-liða úrslita Meistarardeildar karla í handknattleik sem fram fór í Ungverjalandi í kvöld og lauk með ævintýralegum sigri Magdeburg sem komst þar með...

Viggó var á bak við langþráðan sigur – Andri atkvæðamikill hjá Leipzig

Viggó Kristjánsson var maðurinn á bak við langþráðan sigur HC Erlangen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Sigurinn færði Erlangen liðið loksins upp úr fallsæti eftir margra mánaða veru. Viggó skoraði átta mörk og gaf fjórar stoðsendingar...

Gísli Þorgeir skaut Magdeburg til Kölnar

Gísli Þorgeir Kristjánsson var hetja SC Magdeburg í dag þegar hann tryggði liðinu sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Gísli Þorgeir skaut Magdeburg í undanúrslit þegar hann skoraði sigurmark liðsins, 28:27, tveimur sekúndum fyrir leikslok í Veszprém í...
- Auglýsing -

Dana Björg og samherjar sitja eftir með sárt ennið

Dana Björg Guðmundsdóttir og samherjar í Volda töpuðu oddaleiknum við Haslum um sæti í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag, 26:22, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 12:11. Leikið var á heimavelli Haslum sem varði sæti sitt...

Hannes Jón og Tumi Steinn í undanúrslit

Alpla Hard er komið í undanúrslit efstu deildar austurríska handknattleiksins eftir annan sigur á grannliðinu Bregenz, 30:29, í viðureign liðanna í gær. Bregenz var marki yfir í hálfleik, 15:14. Litáinn Karolis Antanavicius, sem gengur til liðs við GWD Minden...

Orri Freyr og félagar komast ekki til Kölnar

Nantes og Füchse Berlin tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum, úrslitahelgi, Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla sem fram fer í Lanxess Arena í Köln 14. og 15. júní. Nantes lagði Orra Frey Þorkelsson og liðsfélaga í Sporting Lissabon,...
- Auglýsing -

Elvar öflugur í sigri á Sjálandi

Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk í sex skotum þegar Ribe-Esbjerg vann Nordsjælland, 29:25, í þriðju umferð umspilskeppni fimm af sex neðstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Leikið var á heimavelli Nordsjælland. Ribe-Esbjerg var sjö mörkum yfir í...

Kolstad tryggði sér oddaleik – tvö rauð spjöld fóru á loft

Norska meistaraliðið Kolstad tókst að knýja fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu við Nærbø með sigri á Sparebanken Vest Arena, heimavelli Nærbø, í gær, 36:29. Kolstad tapaði óvænt á heimavelli sínum fyrir viku, 38:32, en fær nú oddaleik heima á...

Dagur Sverrir færist á milli félaga í Svíþjóð

Handknattleiksmaðurinn Dagur Sverrir Kristjánsson hefur samið við sænska liðið Vinslövs HK sem er með bækistöðvar skammt frá Malmö. Undanfarin tvö ár hefur Dagur Sverrir leikið með úrvalsdeildarliðinu HF Karlskrona og var þar um tíma í talsverðum hópi Íslendinga.Vinslövs HK...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -