Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og félagar í MT Melsungen endurheimtu efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á nýjan leik í kvöld þegar þeir unnu Erlangen, 32:27, á heimavelli í Rothenbach-Halle í Kassel. Elvar Örn skoraði þrjú...
Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í meistaraliðinu Sporting Lissabon sýndu í kvöld að þeir eru ennþá með besta liðið í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik þegar þeir lögðu Porto, 31:30, í hnífjöfnum leik í uppgjöri tveggja bestu handknattleiksliða landsins...
Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir komu mikið við sögu þegar lið þeirra Blomberg-Lippe vann HSG Bensheim-Auerbach, 28:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Leikið var í Ulmenallee-íþróttahöllinni í Blomberg. Þetta var þriðji sigur Blomberg-Lippe í...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af tvö úr vítaköstum, í 10 marka sigri Kadetten Schaffhausen, 30:20, á heimavelli gegn GC Amicitia Zürich í A-deildinni í Sviss í gær. Kadetten er efst í deildinni með 22 stig að...
Hannover-Burgdorf fór í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld þegar liðið vann lánlaust lið Stuttgart, 33:20, á heimavelli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem hefur 15 stig að loknum níu leikjum en stöðuna í þýsku...
Haukur Þrastarson og samherjar í Dinamo Búkarest settust í þriðja sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu með öruggum sigri á Füchse Berlin, 38:31, í Polyvalent Hall í Búkarest í kvöld. Þýska liðið var marki yfir eftir fyrri hálfleik, 19:18, en réði...
Sandra Erlingsdóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar TuS Metzingen vann TSV Bayer 04 Leverkusen, 35:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik kvenna í gærkvöld. TuS Metzingen hafi undirtökin í leiknum frá upphafi til enda, m.a. 17:12, þegar fyrri...
Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Veszprém í kvöld þegar liðið sótti pólsku meistarana Wisla Plock heim í sjöundu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Bjarki Már skoraði sjö mörk í átta skotum og átti eina stoðsendingu í þriggja...
Norska meistaraliðið Kolstad með þrjá íslenska handknattleiksmenn innanborðs vann leik sinn í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki aðra vikuna í röð í kvöld. Kolstad vann þá dönsku meistarana, Aalborg Håndbold, 25:24, í Þrándheimi. Kolstad heldur þar með sjötta sæti riðilsins,...
Aron Pálmarsson segist fyrst hafa heyrt af áhuga ungverska meistaraliðsins Veszprém í september í gegnum umboðsmann sinn. „Ég varð strax spenntur,“segir Aron í samtali sem birtist í gær á heimasíðu Handknattleikssambands Evrópu, EHF.
Aron segir að klásúla hafi verið í...
Kristianstad HK, sem mætir Val í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik, í næsta mánuði, er í erfiðri stöðu eftir átta marka tap fyrir Önnereds, 38:30, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í gær. Jóhann...
Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður MT Melsungen staðfestir í samtali við Morgunblaðið sem kom út í morgun að viðræður hafi staðið yfir og eða standi yfir um að hann gangi til liðs við meistaraliðið Magdeburg í...
Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í danska liðinu Fredericia HK endurheimtu annað sæti úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með afar öruggum sigri á Grindsted GIF, 34:22, í 9. umferð deildarinnar.
Arnór Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Kolstad ásamt Simon Jeppsson þegar Kolstad vann Follo, 33:26, í áttundu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark en Sveinn Jóhannsson ekkert. Kolstad er í...
Aron Pálmarsson lék í gær sinn fyrsta leik á heimavelli eftir að hann sneri á ný til Veszprém í Ungverjalandi. Hann byrjaði meira segja leikinn gegn PLER-Budapest og skoraði eitt mark í síðari hálfleik í átta marka sigri, 34:26....