Ísak Steinsson og Viktor Petersen Norberg voru í sigurliði Drammen í kvöld þegar liðið vann Pallamano Conversano, 43:31, í fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í Pala San Giacomo nærri Bari á Ítalíu í dag....
Íslensku handknattleiksmennirnir þrír sem leika með félagsliðum í efstu deild karla í Portúgal voru allir á sigurbraut með liðum sínum í dag. Eru lið þeirra þriggja í þremur efstu sætum deildarinnar nú um stundir.
Orri Freyr Þorkelsson og félagar...
Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir fögnuðu sínum fyrsta sigri með Blomberg-Lippe í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar liðið lagði TSV Bayer 04 Leverkusen, 25:16, á heimavelli í annarri umferð deildarinnar. Blomberg Lippe var þremur mörkum yfir...
Haukur Þrastarson mætti til leiks af krafti í Meistaradeild Evrópu með nýjum samherjum, rúmensku meisturunum Dinamo Búkarest á fimmtudaginn. Hann lék við hvern sinn fingur í stórsigri liðsins, 37:28, á danska liðinu Fredericia HK í Búkarest í 1. umferð...
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tvö mörk þegar Alpla Hard vann Linz, 29:23, á heimavelli í gær í 3. umferð austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik. Þetta var fyrsti sigur Alpla Hard í deildinni. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard...
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu tvö mörk hvor þegar MT Melsungen vann nýliða VfL Potsdam, 31:23, í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Melsungen hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki...
Ungverska meistaraliðið Veszprém vann Füchse Berlin með eins marks mun í hörkuleik í Max-Schmeling-Halle í Berlín í kvöld, 32:31, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Leikmenn Füchse Berlin vöknuðu of seint en þeir voru fimm mörkum undir þegar rúmar...
Janus Daði Smárason hrósaði sigri gegn sínu fyrra liði, SC Magdeburg, þegar það kom í heimsókn til Pick í Szeged í Ungverjalandi í kvöld í 1. umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla, 31:29.
Janus Daði kvaddi Magdeburg eftir eins...
Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fjögur mörk þegar Bjerringbro/Silkeborg vann fyrsta leik sinn í dönsku úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu í kvöld þegar Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Skanderborg AGF komu í heimsókn. Lokatölur, 29:26, en marki munaði á liðunum að...
Portúgalska meistaraliðið sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með vann í kvöld pólsku meistarana Wisla Plock, 34:29, í Lissabon í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þetta var fyrsti leikur Sporting í deild þeirra bestu í Evrópu í fimm...
Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto fögnuðu í kvöld öðrum sigri sínum í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik á keppnistímabilinu þegar þeir unnu stórsigur, með 20 marka mun, 42:22, á Vítoria SC í annarri umferð. Leikurinn fór fram...
Við ramman reip var að draga hjá landsliðsmarkverðinum Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og samherjum hennar í Aarhus Håndbold í kvöld þegar þær sóttu heim Danmerkurmeistara Esbjerg í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Esbjerg, sem nánast eingöngu er skipað landsliðskonum víðsvegar að, vann...
Áfram heldur sigurganga Ísaks Steinssonar markvarðar og samherja hans í Drammen í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld unnu þeir Follo á heimavelli í þriðju umferð deildarinnar, 28:22.
Drammen er þar með efst í deildinni með sex stig en...
Kristianstad HK komst í kvöld áfram í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar í handknattleik með öðrum sigri sínum á Eskilstuna Guif á heimavelli, 34:25. Samanlagt vann Kristianstad með 20 marka mun, 70:50, en leikið er heima og að heiman...
Stiven Tobar Valencia og félagar í fögnuðu sínum fyrsta sigri í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Madeira SAD, 31:24, í annarri umferð deildarinnar. Dagurinn var tekinn snemma í heimsókn Benfica-liðsins til Madeira sem er...