Stjarnan vann KA/Þór, 23:21, í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í gær. Egill Bjarni Friðjónsson, ljósmyndari KA, var á leiknum og fékk handbolti.is sendar nokkrar myndir frá honum sem gaman er að renna yfir.
Heiðrún Dís Magnúsdóttir, markvörður Stjörnunnar, varð fyrir því óláni í leik KA/Þórs og Stjörnunnar að fá boltann í andlitið þegar hún gerði tilraun til að verjast skoti úr horni eins og sést af meðfylgjandi mynd Egils Bjarna Friðjónssonar.Heiðrún...
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég er valin í landsliðshóp en það hefur lengi verið markmiðið og því er ég í sjöunda himni og er alveg tilbúin í verkefnið,“ segir Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals, sem valin var...
„Þetta var fyrst og fremst mikill baráttuleikur,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar við handbolta.is í dag eftir tveggja marka sigur Stjörnunnar á KA/Þór, 23:21, í KA-heimilinu í annarri umferð Olísdeildar kvenna.„Við byrjuðum illa í vörninni. Það tók...
Tinna Laxdal skrifar:HK tók á móti ÍBV í Kórnum í Kópavogi í dag og leiknum lauk með fjögurra marka sigri Eyjakvenna 25:21. Leikurinn byrjaði heldur fjörlega og var sóknarleikur beggja liða hraður og heldur mistækur. Birna Berg...
„Við vorum lengi að vinna okkur inn í leikinn og fórum illa með góð færi í fyrri hálfleik en náðum fimm marka forskoti í síðari hálfleik sem FH-ingum tókst að vinna upp. Sem betur fer þá tókst okkur að...
„Yfirhöfuð fannst mér leikurinn lengst af vel leikinn af hálfu FH-liðsins en segja má að við höfum fallið á reynsluleysi eins og í viðureigninni við Stjörnuna í fyrstu umferð. Nokkur atriði og rangar ákvarðanir sem fella okkur. Það skrifast...
Haukar unnu nauman sigur á FH í grannaslagí Olísdeild kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, 26:25, og náðu þar með í sín fyrstu stig á leiktíðinni. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin fyrir að halda ekki betur á...
Stjarnan er með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna ásamt Val eftir sigur á KA/Þór í KA-heimilinu í dag, 23:21, í kaflaskiptum leik. KA/Þórs-liðið var sterkara í fyrri hálfleik og hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 13:11. Seinni...
Að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn HSÍ tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar fari fram án áhorfenda. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld.Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst...
„Vörnin var frábær og þar af leiðandi var samvinnan okkar á milli eins og best var á kosið. Það skilaði þessum sigri,“ sagði Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals, en hún átti framúrskarandi leik gegn Fram í gærkvöldi þegar Valsliðið...
Ekkert verður úr því að hin sænska Zandra Jarvin leiki með handknattleiksliði FH í Olísdeild kvenna á leiktíðinni sem er nýlega hafin. FH hefur komist að samkomulagi við hana um að samningur sem gerður var í sumar verði rift....
Valur vann Fram í stórleik og upphafsleik 2. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Origohöllinni við Hlíðarenda, 28:24, eftir að jafnt var í hálfleik, 11:11. Valsliðið var sterkara í síðari hálfleik og vann sanngjarnan sigur í annars skemmtilegum leik...
Sex leikir eru á dagskrá á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Reykjavíkurslagur verður í Olísdeild kvenna þegar Valur og Fram mætast í Origohöllinni við Hlíðarenda klukkan 20. Leikurinn er sá fyrsti í 2. umferð deildarinnar. Tveir leikir verða í...
Spámaður vikunnar er nýr liður sem handbolti.is hleypti af stokkunum í gær þegar önnur umferð Olísdeildar karla hófst. Framvegis verður „spámaðurinn“ fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna.Stella Sigurðardóttir, fyrrverandi stórskytta hjá...