Olís kvenna

- Auglýsing -

Myndaveisla frá Akureyri

Stjarnan vann KA/Þór, 23:21, í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í gær. Egill Bjarni Friðjónsson, ljósmyndari KA, var á leiknum og fékk handbolti.is sendar nokkrar myndir frá honum sem gaman er að renna yfir.

Fékk boltann í andlitið

Heiðrún Dís Magnúsdóttir, markvörður Stjörnunnar, varð fyrir því óláni í leik KA/Þórs og Stjörnunnar að fá boltann í andlitið þegar hún gerði tilraun til að verjast skoti úr horni eins og sést af meðfylgjandi mynd Egils Bjarna Friðjónssonar.Heiðrún...

Í landsliðið með slitið krossband

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég er valin í landsliðshóp en það hefur lengi verið markmiðið og því er ég í sjöunda himni og er alveg tilbúin í verkefnið,“ segir Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals, sem valin var...
- Auglýsing -

„Ánægð með tvö baráttustig“

„Þetta var fyrst og fremst mikill baráttuleikur,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar við handbolta.is í dag eftir tveggja marka sigur Stjörnunnar á KA/Þór, 23:21, í KA-heimilinu í annarri umferð Olísdeildar kvenna.„Við byrjuðum illa í vörninni. Það tók...

Sóknarleikurinn brást HK og ÍBV gekk á lagið

Tinna Laxdal skrifar:HK tók á móti ÍBV í Kórnum í Kópavogi í dag og leiknum lauk með fjögurra marka sigri Eyjakvenna 25:21. Leikurinn byrjaði heldur fjörlega og var sóknarleikur beggja liða hraður og heldur mistækur. Birna Berg...

Tókst að hanga á þessu

„Við vorum lengi að vinna okkur inn í leikinn og fórum illa með góð færi í fyrri hálfleik en náðum fimm marka forskoti í síðari hálfleik sem FH-ingum tókst að vinna upp. Sem betur fer þá tókst okkur að...
- Auglýsing -

Reynsluleysi varð okkur að falli

„Yfirhöfuð fannst mér leikurinn lengst af vel leikinn af hálfu FH-liðsins en segja má að við höfum fallið á reynsluleysi eins og í viðureigninni við Stjörnuna í fyrstu umferð. Nokkur atriði og rangar ákvarðanir sem fella okkur. Það skrifast...

Eins marks munur í grannaslag

Haukar unnu nauman sigur á FH í grannaslagí Olísdeild kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, 26:25, og náðu þar með í sín fyrstu stig á leiktíðinni. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin fyrir að halda ekki betur á...

Sneru við leiknum í síðari

Stjarnan er með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna ásamt Val eftir sigur á KA/Þór í KA-heimilinu í dag, 23:21, í kaflaskiptum leik. KA/Þórs-liðið var sterkara í fyrri hálfleik og hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 13:11. Seinni...
- Auglýsing -

Engir áhorfendur á leikjum helgarinnar

Að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn HSÍ tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar fari fram án áhorfenda. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld.Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst...

Alltaf gaman að verja mikilvægu skotin

„Vörnin var frábær og þar af leiðandi var samvinnan okkar á milli eins og best var á kosið. Það skilaði þessum sigri,“ sagði Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals, en hún átti framúrskarandi leik gegn Fram í gærkvöldi þegar Valsliðið...

Samkomulag um riftun samnings

Ekkert verður úr því að hin sænska Zandra Jarvin leiki með handknattleiksliði FH í Olísdeild kvenna á leiktíðinni sem er nýlega hafin. FH hefur komist að samkomulagi við hana um að samningur sem gerður var í sumar verði rift....
- Auglýsing -

Sterkt Valslið vann toppslaginn

Valur vann Fram í stórleik og upphafsleik 2. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Origohöllinni við Hlíðarenda, 28:24, eftir að jafnt var í hálfleik, 11:11. Valsliðið var sterkara í síðari hálfleik og vann sanngjarnan sigur í annars skemmtilegum leik...

Leikir kvöldsins í fjórum deildum

Sex leikir eru á dagskrá á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Reykjavíkurslagur verður í Olísdeild kvenna þegar Valur og Fram mætast í Origohöllinni við Hlíðarenda klukkan 20. Leikurinn er sá fyrsti í 2. umferð deildarinnar. Tveir leikir verða í...

Spámaður vikunnar – stórleikur strax í kvöld

Spámaður vikunnar er nýr liður sem handbolti.is hleypti af stokkunum í gær þegar önnur umferð Olísdeildar karla hófst. Framvegis verður „spámaðurinn“ fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna.Stella Sigurðardóttir, fyrrverandi stórskytta hjá...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -