Ásdís Þóra Ágústsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt Val. Nýi samningurinn við Evrópubikar- og Íslandsmeistarana gildir til tveggja og hálfs árs, til sumarsins 2029.
Ásdís Þóra er 23 ára leikstjórnandi sem hefur leikið með Val nánast alla...
Keppni hófst á nýjan leik í Olísdeild kvenna síðasta laugardag. Handboltahöllin, vikulegur þáttur um handbolta, hóf þar með göngu sína aftur eftir jólaleyfi. Í gærkvöld var rækilega farið yfir viðureignir 12. umferðar Olísdeildar kvenna. Þar á meðal leikur Reykjavíkurliðanna...
Birna Berg Haraldsdóttir leikmaður ÍBV hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV og ætlar að leika með liðinu í Olísdeildinni fram til ársins 2028. Birna Berg hefur verið ein af kjölfestum ÍBV-liðsins síðan hún kom til félagsins fyrir nærri...
Forskot ÍBV og Vals í efstu tveimur sætum Olísdeildar kvenna í handknattleik jókst í dag eftir leiki 12. umferðar. Bæði lið unnu leiki sína á sama tíma og ÍR, sem er enn í þriðja sæti, beið lægri hlut í...
Flautað verður á ný til leiks í Olísdeild kvenna í dag eftir hlé sem staðið hefur yfir í þrjár vikur. Reykjavíkurliðin Fram og Valur hefja umferðina er þau mætast í Lambhagahöll Fram í Úlfarsárdal klukkan 15. Valur er efstur...
Ágúst Þór Jóhannsson, sem var á laugardag útnefndur þjálfari ársins 2025 af Samtökum íþróttafréttamanna, er þekktur fyrir að slá á létta strengi. Á því var engin breyting í þakkarræðunni sem hann hélt eftir útnefninguna.
„Jæja, góða kvöldið. Ég átti nú...
Handknattleikslið Selfoss í Olísdeild kvenna hefur krækt í liðsauka fyrir síðari hluta átakanna í deildinni. Í morgun var tilkynnt að Marte Syverud frá Noregi hefði samið við lið félagsins til loka leiktíðarinnar. Systir hennar, Mia Kristin, hefur leikið með...
Sandra Erlingsdóttir í ÍBV er sá leikmaður Olísdeildar kvenna sem gefið hefur flestar stoðsendingar í leikjum fyrstu 11 umferða deildarinnar. Sandra er skráð með 71 sendingu, eða 6,5 sendingar að jafnaði í hverjum leik. Sandra ber höfuð og herðar...
Sara Dögg Hjaltadóttir úr ÍR er markahæst í Olísdeild kvenna eftir 11 umferðir af 21. Hlé hefur verið gert á deildarkeppninni fram í janúar. Sara Dögg hefur leitt markalistann frá upphafi. Hún hefur skorað 108 mörk í 11 leikjum,...
Nærri fjögurra mánaða eyðimerkurgöngu kvennaliðs Stjörnunnar milli íþróttahúsa og kappleikja í Olísdeild kvenna í handknattleik lauk í dag, daginn fyrir vetrarsólstöður. Stjarnan vann þá loksins sinn fyrsta leik í deildinni á keppnistímabilinu. Leikmenn Fram máttu bíta í það súra...
Síðasti leikur ársins á Íslandsmótinu í handknattleik fer fram í Hekluhöllinni í Garðabæ í dag. Klukkan 12 hefja þar leik Stjarnan, sem er neðst í deildinni með 1 stig eftir 10 leiki, og Fram sem situr í fjórða sæti...
Með frábærum leik í síðari hálfleik tókst Íslandsmeisturum Vals að vinna KA/Þór með sjö marka mun í viðureign liðanna í 11. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld, 30:23. Það blés ekki byrlega hjá Valsliðinu þegar fyrri hálfleikur var...
Áfram verður haldið keppni í 11. umferð Olísdeildar kvenna í kvöld með tveimur viðureignum. Íslandsmeistarar Vals sækja KA/Þór heim og Selfoss fær Hauka í heimsókn í Sethöllina.Einnig verða tvær viðureignir á dagskrá í Grill 66-deild kvenna í kvöld.
Olísdeild kvenna:KA-heimilið:...
Handknattleikslið Vals í kvennaflokki var í dag útnefnt íþróttalið Reykjavíkur 2025 við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Valsliðið er sannarlega vel að viðurkenningunni komið eftir að hafa orðið fyrst íslenskra kvennaliða Evrópubikarmeistari í maí.
Einnig varð Valur Íslands- og deildarmeistari í...
ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar í kvöld með stórsigri á ÍR, 36:24, í upphafsleik 11. umferðar í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV var sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. Þetta var annað tap ÍR í röð...