Baráttujaxlinn Gunnar Kristinn Þórsson Malmquist hefur skrifað undir nýjan þrigga ára samning við Aftureldingu eftir því sem félagið greinir frá í morgun.
Gunnar kom til liðs við Aftureldingu sumarið 2014 frá Val og hefur síðan verið helsta driffjöður liðsins, jafnt...
Áfram heldur í kvöld kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna þegar Valur og Fram mætast öðru sinni. Í þetta skipti verður leikið í Origohöll Valsmanna og flautað til leiks klukkan 19.30.
Fram vann nauman sigur, 28:27, í fyrstu viðureign liðanna...
„Ég átt mig ekki almennilega á þessu ennþá,“ sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV þegar handbolti.is náði tali af honum eftir sigur ÍBV á Val, 33:31, í annarri viðureign liðanna í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag....
Leikmenn ÍBV bitu hressilega frá sér í annarri viðureign sinni við Val í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Þeir sneru leiknum sér í hag á síðustu fimm mínútunum og unnu með tveggja marka mun, 33:31....
Önnur úrslitaviðureign ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla verður í Vestmannaeyjum í dag. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16.
Reikna má með fjölmenni á leiknum og hörkustemningu. Eyjamenn láta sig aldrei vanta þegar úrslitaleikir...
„Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta með liðið og tilkynnti stjórninni það á fimmtudaginn,“ segir Kristinn Björgúlfsson í samtali við handbolta.is. Kristinn hefur þjálfað karlalið ÍR síðustu tvö ár. Það kemur í hlut annars að stýra ÍR-liðinu í...
„Mjög ánægður með sigur í fyrst leik enda er alltaf betra að vinna leiki en tapa,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í handknattleik kvenna eftir nauman sigur á Val í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í...
„Að þessu sinni féll sigurinn Fram meginn í frábærum handboltaleik tveggja frábærra liða,“ sagði Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, sem átti stórleik í fyrsta úrslitaleik Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Framhúsinu í gærkvöld. Sara Sif...
Handknattleiksdeild Gróttu sendi frá sér tilkynningu í kvöld um að Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik hafi verið ráðinn þjálfari karlaliðs félagsins. Tekur hann við af Arnari Daða Arnarssyni og Maksim Akbackev. Þar með hefur frétt handbolta.is frá í...
Úrslitaeinvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna fer frábærlega af stað. Vart mátti á milli liðanna sjá í fyrsta leiknum sem fram fór í Framhúsinu í kvöld. Framarar höfðu betur, 28:27, eftir að hafa verið marki yfir...
Handknattleiksmaðurinn Jóhann Karl Reynisson hefur ákveðið að taka fram skóna eftir hlé og leika með Stjörnunni í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Jóhann Karl er öflugur línu- og varnarmaður. Hann á að fylla skarð Sverris Eyjólfssonar sem hefur ákveðið að leggja...
Arnar Daði Arnarsson staðfestir í færslu á Facebook-síðu sinni að hann sé hættur þjálfun karlaliðs Gróttu, eins og handbolti.is sagði frá fyrr í dag. Svo er að skilja á færslu Arnars Daða að hann hafi brunnið yfir, orðinn úrvinda...
Arnar Daði Arnarsson er hættur þjálfun karlaliðs Gróttu í handknattleik, samkvæmt heimildum handbolta.is. Sömu heimildir herma að Róbert Gunnarsson hafi verið ráðinn eftirmaður Arnars Daða og verði kynntur til leiks í kvöld. Ekki hefur fengist staðfest ástæða þessara breytinga...
Tinna Sigurrós Traustadóttir, markadrottning Grill66-deildar kvenna og unglingalandsliðskona í handknattleik, hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára.
Tinna Sigurrós, sem er 18 ára, var máttarstólpi í sterku Selfossliði sem vann Grill66-deildina í vetur og öðlaðist sæti...
Handknattleiksmarkvörðurinn Axel Hreinn Hilmisson hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við FH og kveðja um leið uppeldisfélag sitt, Fjölni. Handknattleiksdeild FH greinir frá því að Axel Hreinn hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið.
Axel Hreinn...