Franska meistaraliðið PSG hefur staðfest að sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka yfirgefur félagið næsta sumar eftir tveggja ára veru. Í tilkynningu PSG kemur fram að Palicka ætli að flytja heim til Svíþjóðar. Orðrómur hefur verið uppi um að hugsanlega semji...
Örvhenta skyttan Mads Hoxer leikur ekki með Aalborg Håndbold a.m.k. næstu fimm mánuði vegna meiðsla í öxl. Fjarvera hans er högg fyrir dönsku meistarana enda er Hoxer öflugasta örvhenta skytta liðsins. Hann lék afar stórt hlutverk í leikjum úrslitahelgar...
Norska stórliðið Vipers Kristiansand verður ekki tekið til gjalþrotaskipta eins og sagt var frá í gær. Í dag var komið allt annað hljóð í strokkinn hjá Peter Gitmark formanni stjórnar félagsins þegar hann tilkynnti að í morgun hafi fjárfestar...
Vipers Kristiansand, eitt besta handknattleikslið Evrópu í kvennaflokki, heyrir sögunni til. Rekstri þess er lokið. Stjórn félagsins tilkynnti í kvöld að félagið sé gjaldþrota og að framundan sé gjaldþrotameðferð. Nítján leikmenn standa nú uppi án félags auk þess sem...
Egypski handknattleiksmaðurinn, Yehia El-Deraa, leikur ekki meira með ungverska meistaraliðinu Veszprém það sem eftir er leiktíðar. Hann sleit krossband í á 11. mínútu í viðureign Veszprém og Fredericia HK í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Elderaa verður þar af leiðandi...
Stjórnendur norska stórliðsins Vipers Kristiansand gefa sér helgina til þess að fara yfir stöðu félagsins, hvort hægt verði að halda í því lífi eða ekki. Eins og kom m.a. fram á handbolti.is á þriðjudaginn sendi félagið frá sér tilkynningu...
Spænski handknattleiksmaðurinn Jorge Maqueda hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann í pólska handknattleiknum fyrir að bíta Mirza Terzic leikmann Wisla Plock í fyrri hálfleik viðureignar Indurstria Kielce og Wisla Plock á sunnudaginn. Hinn þrautreyndi Maqueda missti stjórn á...
Rekstur norska meistaraliðsins Vipers Kristiansand er kominn að fótum fram, ef svo má segja. Félagið segir frá því í tilkynningu í morgun að það vanti 25 milljónir norskra króna fyrir lok vikunnar, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, til...
Michael Apelgren var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik karla. Hann tekur við af Glenn Solberg sem hætti fyrirvaralaust í síðasta mánuði eftir hálft fimmta ár í starfi og prýðilegan árangur. Apelgren þekkir vel til starfsins því hann...
Spánverjinn Jorge Maqueda leikmaður Industria Kielce missti stjórn á sér og beit Mirsad Terzic leikmann Wisla Plock og samherja Viktors Gísla Hallgrímssonar markvarðar í viðureign liðanna í pólsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir að dómarar leiksins höfðu farið yfir upptöku...
Frakkinn Didier Dinart hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Svartfjallalands í handknattleik karla. Hann tekur við af Vlado Sola sem sagði af sér í vor eftir að Svartfellingar töpuðu fyrir Ítölum í undankeppni HM og misstu af þátttökurétti á HM sem...
Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk þegar MT Melsungen vann Stuttgart, 36:27, í 6. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á útivelli gær, aðeins tveimur sólarhringum eftir að liðið lék við Porto í Portúgal í 1. umferð Evrópudeildarinnar í...
Hávær orðrómur er uppi um að danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen kveðji Evrópumeistara Barcelona þegar samningur hans rennur út sumarið 2026. Fjölmiðlar í Katalóníu fullyrða að Nielsen hafi ákveðið að taka tilboði ungverska meistaraliðsins Veszprém HC sem á dögunum varð...
Olivier Krumbholz, fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik kvenna, hefur verið tekinn inn í heiðurshöll franska íþróttasambandsins. Krumbholz stýrði kvennalandsliðinu í um um aldarfjórðung með frábærum árangri en undir hans stjórn vann landsliðið allt sem hægt var að vinna.Krumbholz...
Daníel Þór Ingason og liðsmenn Balingen-Weilstetten unnu Dessau-Rosslauer HV 06, 33:29, á heimavelli í gær í 2. deild þýska handknattleiksins. Daníel Þór skoraði ekki mark í leiknum en átti tvær stoðsendingar og varði eitt skot í vörninni. Balingen-Weilstetten situr...