Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í KIF Kolding unnu Ystad, 30:29, í fyrsta æfingaleiknum fyrir komandi keppnistímabili. Leikið var í Kolding í gær. Ágúst Elí var í marki Kolding hluta leiksins og varði fimm skot, eftir því sem greint...
Alex Dujshebaev sá til þess að spænska landsliðið braut hefðina gegn sænska landsliðinu í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í nótt. Hann skoraði sigurmark Spánverja í háspennuleik, 34:33, þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í viðureign Spánar og Svíþjóðar.Hampus...
Aron Kristjánsson og leikmenn landsliðs Barein luku keppni á Ólympíuleikunum í nótt þegar þeir töpuðu fyrir Frökkum, 42:28, í átta liða úrslitum handknattleikskeppni leikanna. Barein var annað tveggja landsliða utan Evrópu sem komst svo langt í keppninni í...
Átta liða úrslit í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó hefjast skömmu eftir miðnætti og lýkur upp úr hádegi á morgun. Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein ríða á vaðið klukkan hálf eitt eftir miðnætti þegar...
Leikið verður í átta liða úrslitum handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum á miðvikudaginn. Landslið eftirtalinna landa mætast, íslenskir leiktímar.Kl. 00.30 Svartfjallaland - RússlandKl. 04.15 Noregur - UngverjalandKl. 08.00 Suður Kórea - SvíþjóðKl. 11.45 Holland - Frakkland
Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, er eina taplausa handknattleikslið Ólympíuleikanna þegar riðlakeppnin er að baki í kvenna- og karlaflokki. Noregur vann Japan örugglega í síðasta leik riðlakeppninnar í Tókýó í dag, 37:25, og hafnaði í...
Ungverska landsliðið í handknattleik kvenna sendi Spánverja heim af Ólympíuleikunum í morgun. Ungverjar unnu Svíþjóð, 26:23, í síðasta leik B-riðils og kræktu þar með í fjórða sæti riðilsins. Spánverjar féllu niður í fimmta sæti og hafa þar með lokið...
Landslið Frakka og Norðmanna í handknattleik karla urðu fyrir skakkaföllum í gær þegar leikmenn meiddust og ljóst að þeir verða jafnvel ekki meira með á Ólympíuleikunum.Timothey N'Guessan tognaði á kálfa snemma í viðureign Frakklands og Noregs í gær í...
Nikola Karabatic lék sinn 35. leik á Ólympíuleikum í gær þegar franska landsliðið mætti því norska. Karabatic jafnaði þar með metin við rússneska markvörðinn Andrei Lavrov sem leikið hefur flesta leiki í handknattleikskeppni Ólympíuleika. Karabatic bætir metið þegar Frakkar...
„Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð sigri í síðasta leiknum. Frammistaða liðsins var frábær,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, við handbolta.is í dag eftir sigur japanska landsliðsins á landsliði Portúgals í lokaumferð riðlakeppni handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó,...
Eftir sautján sigurleiki í röð á stórmótum í handknattleik þá máttu Ólympíu- og heimsmeistarar Dana sætta sig við þriggja marka tap fyrir Svíum í lokaleik riðlakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í dag, 33:30. Svíar voru fjórum mörkum yfir að loknum...
Þýska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, tryggði sér þriðja sæti A-riðils handknattleikskeppni Ólympíuleikanna með öruggum sigri á brasilíska landsliðinu í síðasta leiknum í þessum riðli, 29:25. Leikmenn þýska liðsins hresstust þegar Alfreð byrsti sig við þá...
„Þetta er stórkostlegt,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, í samtali við handbolta.is í morgun eftir að ljóst var að Bareinar leika í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í karlaflokki. Um er að ræða stórsigur fyrir Bareina sem eru nú...
Noregur vann Frakkland í lokaleik þeirra í A-riðli handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum, 32:29, eftir jafna stöðu í hálfleik, 15:15. Úrslit leiksins breyta engu um niðurstöðuna í riðlinum. Frakkar verða efstir, Spánverjar í öðru sæti, Þjóðverjar sem leika við Brasilíu...