- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Færeyingar unnu sögulegan sigur í Tríer

Færeyingar brutu blað í íþróttasögu sinni í kvöld þegar kvennalandsliðið vann sinn fyrsta sigur í lokakeppni heimsmeistaramóts í handknattleik. Færeyska landsliðið vann Spán, 27:25, í hörkuleik í Tríer í Þýskalandi. Jana Mittun skoraði tvö síðustu mörk leiksins og innsiglaði...

Þjóðverjar öruggir um sæti í milliriðli – Úrúgvæ var engin fyrirstaða

Þýska landsliðið var ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna. Þýska landsliðið vann stórsigur á landsliði Úrúgvæ, 38:12, í fyrri viðureign dagsins í 2. umferð C-riðils. Þýska landsliðið hefur þar með unnið...

Tólf marka sigur Serba í hinum leik riðilsins

Serbía vann öruggan sigur á Úrúgvæ, 31:19, í síðari leik C-riðils á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Porsche Arena í Stuttgart í kvöld. Serbar verða næstu andstæðingur íslenska landsliðsins á mótinu á föstudagskvöld klukkan 19.30. Úrúgvæar héngu í Serbum lengst...
- Auglýsing -

Molakaffi: Obling, Zaadi, Gardillou, Popovic, Sagna, Reistad, Gjekstad

Miklar bollaleggingar hafa verið undanfarnar vikur um hugsanlegt brotthvarf Bertram Obling markvarðar Gummersbach frá félaginu næsta sumar. Nú er óhætt að leggja allar bollaleggingar varðandi Obling og framtíð hans til hliðar. Obling hefur skrifað undir nýjan samning við félagið...

Serbar töpuðu öllum leikjum sínum í Noregi

Serbneska landsliðið, sem verður einn þriggja andstæðinga íslenska landsliðsins í riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna, tapaði öllum viðureignum sínum á Posten Cup, alþjóðlegu fjögurra liða móti sem lauk í Noregi í dag. Evrópumeistarar Noregs unnu stórsigur á Serbum í dag, 38:19,...

Þjóðverjar hituðu upp með tveimur sigurleikjum gegn Sviss

Þýska landsliðið sem verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik næsta miðvikudag vann landslið Sviss í tveimur vináttuleikjum. Síðari viðureignin var í Göppingen í gær og lauk með þriggja marka þýskum sigri, 35:32. Staðan í hálfleik var...
- Auglýsing -

Lunde ætlar að láta gott heita eftir HM

Heimsmeistaramótið í handknattleik kvenna sem hefst á miðvikudaginn verður síðasta stórmót Katrine Lunde, markvarðar norska landsliðsins, í nærri aldarfjórðung. Lunde, sem er einn allra besti og sigursælasti markvörður sögunnar, segir frá þessu á Instagram. Lunde, sem er 45 ára...

Molakaffi: Vyakhireva, Dujshebaev, Tranborg, Reinhardt, Arnoldsen

Rússneska handknattleikskonan Anna Vyakhireva mun flytjast til danska meistaraliðsins Odense Håndbold á næstu leiktíð. Vyakhireva lýkur þá samningi sínum við franska liðið Brest í Bretóníu en þangað var hún seld fyrir tölvuverða peninga sumarið 2024 frá Vipers þegar forráðamenn...

Þjálfarafarsinn heldur áfram hjá RK Zagreb

Áfram er losarabragur á þjálfaramálum króatíska meistaraliðsins RK Zagreb en í morgun var Andrija Nikolić látinn taka pokann sinn. Hann tók við þjálfun liðsins í maí þegar Velimir Petkovic var vikið úr starfi eftir aðeins sjö mánuði við stjórnvölinn....
- Auglýsing -

Andstæðingur Íslands á HM tapaði í Noregi

Serbneska landsliðið, einn andstæðinga íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hefst í næstu viku, tapaði í gær fyrir ungverska landsliðinu, 29:25, í fyrstu umferð af þremur á alþjóðlegu móti fjögurra kvennalandsliða í Noregi. Í hinni viðureign gærdagsins vann...

Molakaffi: Kristensen, Jensen, Solberg, Bundsen, Ebner, Cehte

Norski markvörðurinn André Kristensen sem varið hefur markið hjá Sporting Lissabon síðustu þrjú árin er sterklega orðaður við þýska liðið Flensburg. Flensburg er á útkikki eftir markverði til að fylla skarðið sem Daninn Kevin Møller skilur eftir sig. Møller...

Eftirmaður Rúnars rekinn eftir rúma fjóra mánuði

Skjótt skipast veður í lofti hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig sem Blær Hinriksson leikur með. Stjórnendur félagsins ráku í dag Spánverjann Raul Alonso sem þjálfað hefur liðið síðustu fjóra mánuði. Alonso var kallaður til starfa hjá Leipzig í júlí frá...
- Auglýsing -

Molakaffi: Mørk, Rushfeldt Deila, Lunde, Fodor, Lagerquist

Ein fremsta handknattleikskona heims á undanförnum árum, Nora Mørk, hefur skrifað undir nýjan samning við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg. Samningurinn gildir til ársins 2028. Mørk hefur verið hjá félaginu frá 2022. Norska landsliðskonan Thale Rushfeldt Deila er sögð ganga til liðs...

Fetar Solberg í fótspor Guðmundar?

Danski handboltasíðan HBold segir frá því að samkvæmt upplýsingum RT Handball feti Norðmaðurinn Glenn Solberg í fótspor Guðmundar Þórðar Guðmundssonar og taki við þjálfun danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK snemma á næsta ári. Solberg hefur ekki unnið við félagsliða- eða...

Myndskeið: Átti jöfnunarmarkið í Kielce ekki að standa?

Buster Juul tryggði danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold jafntefli, 32:32, með umdeildu jöfnunarmarki í Kielce í Póllandi. Hann skoraði á síðustu sekúndubrotum leiksins. Forsvarsmenn pólska liðsins og pólskir fjölmiðlar fara hins vegar mikinn vegna marksins sem þeir telja hafa verið...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -