- Auglýsing -
Einn leikur fer fram á Íslandsmótinu í handbolta í kvöld. Stjarnan og Afturelding mætast í Hekluhöllinni í Garðabæ í klukkan 19 í Olísdeild karla.
Eftir leikina þrjá í gærkvöld í deildinni situr Stjarnan í sjöunda sæti Olísdeildar með sjö stig, þrír sigurleikir, eitt jafntefli, og þrjú töp.
Afturelding er í þriðja sæti með 10 stig, fimm sigra og tvö töp í síðustu tveimur viðureignum.
Síðustu tveir leikir áttundu umferðar Olísdeildar verða háðir á morgun. HK tekur á móti Fram og KA sækir ÍBV heim.
- Leikur kvöldsins verður sendur út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslu frá leiknum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Auglýsing -



