- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir eru heimsmeistarar í þriðja sinn í röð

Heimsmeistarar Dana fagna sigri á HM í Svíþjóð fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska landsliðið vann það einstaka afrek í kvöld að verða heimsmeistari karla í handknattleik í þriðja sinni í röð. Það hefur ekki nokkru liði tekist áður. Danir unnu Frakka í úrslitaleik í Tele 2-Arena í Stokkhólmi með fimm marka mun, 34:29, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15. Frökkum tókst aldrei að komast yfir í leiknum en í nokkur skipti náðu þeir að jafna metin.


Danska landsliðið á að baki 28 leiki í röð án taps í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem er nokkuð sem engu liði hefur áður tekist. Þeir bæta eigið met með hverjum leiknum sem þeir ljúka án þess að tapa. Franska landsliðið 2015 til 2019 er næst á eftir með 25 leiki röð á heimsmeistaramóti án taps.

Mynd/EPA


Danir byrjuðu leikinn afar vel í kvöld. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og voru með fimm marka forskot þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, 12:7. Frakkar hertu upp hugann og bættu vörn sína og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir lok fyrri hálfleiks, 16:15.

Leynvopnið Lauge

Framan af síðari hálfleik stefndi í jafnan leik en þegar á leið komust Danir fram úr. Það ekki síst fyrir stórleik Rasmus Lauge. Hann fór hamförum í sóknarleiknum og skoraði átta mörk í hálfleiknum. Lauge var meiddur og kom ekki inn í lið Dana fyrr en í átta liða úrslitum. Hann kom aðeins við sögu í fyrri hálfleik. Nikolaj Jacobsen, hinn snjalli þjálfari Dana, átti Lauge inni sem leynivopn í síðari hálfleik. Frakkar reiknuðu ekki með að Lauge sýndi sínar bestu hliðar eftir að það sem á undan var gengið.


Síðustu 10 mínútur leiksins virtust Danir vera með leikinn í sínum höndum. Í hvert sinn sem Frakkar gerðu tilraun til þess að nálgast varð þeim ekki kápan úr því klæðinu.


Mörk Frakklands: Nedim Remili 6, Dika Mem 5, Melvyn Richardsson 4, Ludovic Fabregas 3, Elohim Prandi 3, Nicolas Tournat 3, Yanis Lenne 2, Romain Lagarde 1, Kentin Mahé 1, Dylan Mahe 1.
Varin skot: Vincent Gerard 4, 16% – Remi Desbonnet 3, 19%.
Mörk Danmerkur: Rasmus Lauge 10, Simon Pytlick 9, Mathias Gidsel 6, Magnus Saugstrup 2, Niklas Kirkeløkke 2, Mads Mensah 2, Simon Hald 1, Emil Jakobsen 1, Mikkel Hansen 1.
Varin skot: Niklas Landin 7/1, 28% – Kevin Møller 3, 27%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -