Í fyrsta skipti í sögu félagskeppna sinna kynnir Evrópska handknattleikssambandið áskorun þjálfara en það er tilraun í því að auka sanngirni og heiðarleika innan handboltans, segir í tilkynningu EHF. Svokölluð dómaraáskorun var reynd til prufu í síðustu tveimur umferðum EHF-bikarkeppni landsliða í vor en framkvæmdastjórn EHF samþykkti á fundi í janúar að gera tilraun af þessu tagi.
Áskoruninni fylgir að ný reglugerð, til þess að hafa allt á hreinu, verður innleidd á EHF FINAL4 úrslitahelginni í Meistaradeild kvenna sem stendur fyrir dyrum um helgina í Búdapest.
Öllum fjórum félögunum – Györi Audi ETO KC, Vipers Kristiansand, FTC Rail-Cargo Hungaria og Team Esbjerg – hefur verið kynnt nýja reglugerðin í aðdraganda helgarinnar og sérstakir skýringarfundir hafa verið haldnir með þjálfarateymum þeirra.
Ein áskorun í leik
Áskorunin gerir þjálfurum kleift að skora á dómara að endurskoða dóm með því að skoða upptöku atvik leiks í sjónvarpsupptöku. Aðeins verður hægt að notast við þessa áskorun í leikjum þar sem hægt er að horfa á endursýningu af atvikum leikja sem og þar sem leikhléshnappar eru fyrir hendi. Hverju liði er aðeins heimilt að nota eina áskorun í leik og er það óháð því hvort áskorunin reynist rétt eða ekki.
Kostar eitt leikhlé
Starfsmaður A mun geta mótmælt ákvörðun dómara sem varðar hans lið. Að taka áskorun kostar liðið eitt leikhlé, en þó mun liðið fá leikhléið tilbaka ef þjálfari liðsins reynist hafa rétt fyrir sér. Lið getur aðeins notað áskorunina eigi það eftir leikhlé.
Strax, ekki bíða
Áskorunin verður að eiga sér stað strax eftir að dómi er mótmælt og það má aðeins nota í tengslum við aðstæður þar sem hægt er að notast við myndbandsupptöku – meðal þess sem má skora á er hvort mark sé löglegt eða ekki, brottvísanir, rangar skiptingar, hvort leikmenn séu að reyna að villa um fyrir dómurum, slagsmál á vellinum og brot á síðustu 30 sekúndum leiksins.
Til að hnekkja áskorun, atburði eða til að breyta niðurstöðu máls sem hægt er að endurskoða með áskorun verða að vera „skýr og óyggjandi sjónrænt sönnunargögn“ um að upphaflegur dómur hafi verið rangur.
Hér má sjá myndband þar sem þessi reglugerð er skýrð: