- Auglýsing -
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var valinn leikmaður marsmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Donni, sem leikur með Skanderborg AGF, skoraði 31 mark og gaf 16 stoðsendingar í leikjum Skanderborg AGF í mánuðinum. Þar skoraði hann átta mörk og gaf átta stoðsendingar í leik við Nordsjælland 30. mars.
Rúnar bestur í nóvember 2020
Eftir því sem næst verður komist er Donni fyrsti íslenski handboltamaðurinn sem valinn er leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki síðan Rúnar Kárason, þá leikmaður Ribe-Esbjerg, hreppti hnossið fyrir frammistöðu sína í nóvember 2020.
- Auglýsing -