Jafntefli varð í viðureign Skanderborg AGF og Ribe-Esbjerg í 24. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í Skanderborg í kvöld, 25:25. Með sigrinum færðist Skanderborg AGF aftur upp í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig, einu stigi ofar en Mors-Thy. Ribe-Esbjerg mjakast aðeins lengra frá tveimur neðstu liðum deildarinnar og er fyrir nokkru komið úr bráðri fallhættu.
Eitt lið fellur rakleitt úr deildinni í vor en annað getur fylgt með falli leikmönnum allur ketill í eld.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lét mikið til sín taka með Skanderborg AGF. Hann skoraði fjögur mörk, gaf fimm stoðsendingar og var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur.
Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Ribe-Esbjerg og átti eina stoðsendingu.
Ágúst Elí Björgvinsson stóð annan hálfleikinn í marki Ribe-Esbjerg og varði fjögur skot, 25%.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki: